Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 17:43 Frá vinstri: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Sigurður Rúnar Friðjónsson, formaður hópsins, Halla Steinólfsdótti Björn Bjarki Þorsteinsson og Kjartan Ingvarsson. Stjórnarráðið Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leggur til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð. Þetta kemur fram í skýrslu hópsins sem Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra skipaði til að vinna tillögur um aðgerðir til að stuðla að því að efla samfélagið í Dalabyggð. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að forgangsmál sé að tryggja flutningsgetu á raforku til Dalabyggðar. Að mati hópsins liggur beinast við að það verði gert með nýjum jarðstreng frá Stykkishólmi að Glerárskógum í Búðardal. Gestastofa nýs þjóðgarðs í Ólafsdal Slík uppbygging sé nauðsynleg til að tryggja samkeppnishæfni svæðisins, greiða fyrir orkuskiptum og skapa forsendur fyrir sókn nýrra atvinnuvega. Þá leggur starfshópurinn einnig til að ráðuneytið vinni tillögur um friðlýsingarkosti í Dalabyggð og að stofnaður verði þjóðgarður. Samhliða verði unnið að uppbyggingu innviða og horft til þess a koma upp gestastofu þjóðgarðs í Ólafsdal. „Ég fagna tillögum starfshópsins, sem sýna enn og aftur mikilvægi þess að orkumálum okkar verði komið í betri farveg, enda er það ein undirstaða þess að hægt sé að styðja við græna atvinnuuppbyggingu,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Mér finnast sömuleiðis hugmyndir hópsins um stofnun þjóðgarðs í Dalabyggð áhugaverðar og það er ánægjulegt að upplifa aukna jákvæðni íbúa og hagsmunaaðila víða um land til hugmynda um þjóðgarða og ég fagna frumkvæði heimafólks í þessum málum.“ Leggja til stuðning við jarðhitaleið og möguleika á orkuöflun Starfshópurinn leggur einnig til aðgerðir til að styðja við græna atvinnuuppbyggingu, að stutt verði við jarðhitaleit, að skoðaðir verði möguleikar á orkuöflun og að stutt verði við nýsköpun og frumkvöðlastarf á svæðinu. Starfshópurinn var skipaður þeim Sigurði Rúnari Friðjónssyni, sem var formaður hópsins, Höllu Steinólfsdóttur og Birni Bjarka Þorsteinssyni. Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, var starfsmaður hópsins. Dalabyggð Umhverfismál Loftslagsmál Þjóðgarðar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu hópsins sem Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra skipaði til að vinna tillögur um aðgerðir til að stuðla að því að efla samfélagið í Dalabyggð. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að forgangsmál sé að tryggja flutningsgetu á raforku til Dalabyggðar. Að mati hópsins liggur beinast við að það verði gert með nýjum jarðstreng frá Stykkishólmi að Glerárskógum í Búðardal. Gestastofa nýs þjóðgarðs í Ólafsdal Slík uppbygging sé nauðsynleg til að tryggja samkeppnishæfni svæðisins, greiða fyrir orkuskiptum og skapa forsendur fyrir sókn nýrra atvinnuvega. Þá leggur starfshópurinn einnig til að ráðuneytið vinni tillögur um friðlýsingarkosti í Dalabyggð og að stofnaður verði þjóðgarður. Samhliða verði unnið að uppbyggingu innviða og horft til þess a koma upp gestastofu þjóðgarðs í Ólafsdal. „Ég fagna tillögum starfshópsins, sem sýna enn og aftur mikilvægi þess að orkumálum okkar verði komið í betri farveg, enda er það ein undirstaða þess að hægt sé að styðja við græna atvinnuuppbyggingu,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Mér finnast sömuleiðis hugmyndir hópsins um stofnun þjóðgarðs í Dalabyggð áhugaverðar og það er ánægjulegt að upplifa aukna jákvæðni íbúa og hagsmunaaðila víða um land til hugmynda um þjóðgarða og ég fagna frumkvæði heimafólks í þessum málum.“ Leggja til stuðning við jarðhitaleið og möguleika á orkuöflun Starfshópurinn leggur einnig til aðgerðir til að styðja við græna atvinnuuppbyggingu, að stutt verði við jarðhitaleit, að skoðaðir verði möguleikar á orkuöflun og að stutt verði við nýsköpun og frumkvöðlastarf á svæðinu. Starfshópurinn var skipaður þeim Sigurði Rúnari Friðjónssyni, sem var formaður hópsins, Höllu Steinólfsdóttur og Birni Bjarka Þorsteinssyni. Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, var starfsmaður hópsins.
Dalabyggð Umhverfismál Loftslagsmál Þjóðgarðar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira