Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 16:01 Við þekkjum öll fulla afann og fyndnu frænkuna með skakka brosið sem ber harm sinn í hljóði því hún missti öll börnin sín í gamla daga en það nennir enginn að tala um það meir. Barnið sem missti hundinn sinn og vinkonuna sem á aldrei pening því pabbi hennar var ekki Sjálfstæðismaður og ömmuna sem er alltaf í útlöndum því hún nennir ekki að passa barnabörnin því hún er löngu búin að passa sín eigin börn fyrir lífstíð. Stelpuna sem missti pabba sinn þegar hún var í háskóla og strákinn sem missti mömmu sína þegar hann var bara þriggja en það skiptir ekki máli því hann man ekkert eftir henni hvort eð er eða hvað? Eða börnin sem eiga pabbann sem hvarf því hann borðaði bara eiturlyf og fannst það betra en serjós í morgunmat og hádegismat og lamdi mömmu einu sinni sem var einu sinni of mikið því svoleiðis gleymir maður aldrei. Og stelpuna sem missti bróður sinn en hún var svo lítil og á engar minningar nema bara af mynd af strák sem var einu sinni til en mamma og pabbi hættu að vera skemmtileg og voru bara leiðinleg því sorgin át þau upp til agna. Eða fólkið sem eignaðist svo mörg börn og gat bara ekki hamið sig og átti allt í einu ekki fyrir mjólk heldur bara einn bláan seðil til að flytja á nýjan stað þar sem enginn vissi að þau áttu ekki neitt. Eða konuna sem missti allt hárið en brosti samt og ældi bara þegar hún var ein af allt of stórum lyfjaskammti sem hún varð að taka til að lifa af. Á meðan fóru börnin í bíó með afa og ömmu og borðuðu bara popp og grjónagraut því það kostar minna þegar maður þarf að kaupa krabbameinslyf í matinn. Svo eiga sumir pabba sem átti bara mömmu sem kunni ekki að faðma sem átti kannski mömmu sem kunni það ekki heldur. Og sumir búa bara hjá mömmu og mega bara hitta pabba aðra hvora helgi og stundum á jólum og það verður allt svo... þegar ekkert er lengur eins. Við þekkjum öll svona fólk sem kemur stundum fyrir eins og það sé eitthvað skrýtið með allt of mikið ADHD og læti. Með allt of sterkar skoðanir eða engar. Kemur engu í verk eða allt of miklu. Borðar of mikið eða lítið, drekkur of mikið eða er með allt of mörg tattú og kaupir svo marga hluti sem enginn þarf svo það skammast sín þegar dyrabjallan hringir og hleypir engum inn. Þannig fólk eignast dánarbú sem fer ekki í endurvinnslu heldur bara beint í urðun því eins manns drasl er annars rusl. Við þekkjum öll fólk sem er bara eitthvað skrýtið eða pirrað og á fáa vini eða enga sem hringja oft á dag og bara aldrei. Sem veit allt best því þegar það var lítið var því sagt að það vissi ekki neitt. Spurðirðu einhverntímann hvað hefði komið fyrir? Og hlustaðirðu nógu vel? Spurðu aftur og hlustaðu aðeins betur. Því við þekkjum öll svona fólk og svona fólk á alltaf sögu sem er svo ljót og vond og erfið að eina leiðin til að lifa af er að haga sér eins og fífl. Þannig verða fíflin til - því það kom eitthvað fyrir en það er svo langt síðan að það nennir enginn að tala um það meir. Við þekkjum öll svona fólk. Spyrjum aftur og hlustum betur. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fulla afann og fyndnu frænkuna með skakka brosið sem ber harm sinn í hljóði því hún missti öll börnin sín í gamla daga en það nennir enginn að tala um það meir. Barnið sem missti hundinn sinn og vinkonuna sem á aldrei pening því pabbi hennar var ekki Sjálfstæðismaður og ömmuna sem er alltaf í útlöndum því hún nennir ekki að passa barnabörnin því hún er löngu búin að passa sín eigin börn fyrir lífstíð. Stelpuna sem missti pabba sinn þegar hún var í háskóla og strákinn sem missti mömmu sína þegar hann var bara þriggja en það skiptir ekki máli því hann man ekkert eftir henni hvort eð er eða hvað? Eða börnin sem eiga pabbann sem hvarf því hann borðaði bara eiturlyf og fannst það betra en serjós í morgunmat og hádegismat og lamdi mömmu einu sinni sem var einu sinni of mikið því svoleiðis gleymir maður aldrei. Og stelpuna sem missti bróður sinn en hún var svo lítil og á engar minningar nema bara af mynd af strák sem var einu sinni til en mamma og pabbi hættu að vera skemmtileg og voru bara leiðinleg því sorgin át þau upp til agna. Eða fólkið sem eignaðist svo mörg börn og gat bara ekki hamið sig og átti allt í einu ekki fyrir mjólk heldur bara einn bláan seðil til að flytja á nýjan stað þar sem enginn vissi að þau áttu ekki neitt. Eða konuna sem missti allt hárið en brosti samt og ældi bara þegar hún var ein af allt of stórum lyfjaskammti sem hún varð að taka til að lifa af. Á meðan fóru börnin í bíó með afa og ömmu og borðuðu bara popp og grjónagraut því það kostar minna þegar maður þarf að kaupa krabbameinslyf í matinn. Svo eiga sumir pabba sem átti bara mömmu sem kunni ekki að faðma sem átti kannski mömmu sem kunni það ekki heldur. Og sumir búa bara hjá mömmu og mega bara hitta pabba aðra hvora helgi og stundum á jólum og það verður allt svo... þegar ekkert er lengur eins. Við þekkjum öll svona fólk sem kemur stundum fyrir eins og það sé eitthvað skrýtið með allt of mikið ADHD og læti. Með allt of sterkar skoðanir eða engar. Kemur engu í verk eða allt of miklu. Borðar of mikið eða lítið, drekkur of mikið eða er með allt of mörg tattú og kaupir svo marga hluti sem enginn þarf svo það skammast sín þegar dyrabjallan hringir og hleypir engum inn. Þannig fólk eignast dánarbú sem fer ekki í endurvinnslu heldur bara beint í urðun því eins manns drasl er annars rusl. Við þekkjum öll fólk sem er bara eitthvað skrýtið eða pirrað og á fáa vini eða enga sem hringja oft á dag og bara aldrei. Sem veit allt best því þegar það var lítið var því sagt að það vissi ekki neitt. Spurðirðu einhverntímann hvað hefði komið fyrir? Og hlustaðirðu nógu vel? Spurðu aftur og hlustaðu aðeins betur. Því við þekkjum öll svona fólk og svona fólk á alltaf sögu sem er svo ljót og vond og erfið að eina leiðin til að lifa af er að haga sér eins og fífl. Þannig verða fíflin til - því það kom eitthvað fyrir en það er svo langt síðan að það nennir enginn að tala um það meir. Við þekkjum öll svona fólk. Spyrjum aftur og hlustum betur. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun