Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 3. nóvember 2024 10:40 Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru handan við hornið og er enn ómögulegt að spá fyrir um hver niðurstaðan verður. Spennan er gríðarleg. Getty Spennan magnast fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ný skoðanakönnun á fylgi frambjóðendanna í Iowa hefur vakið athygli; niðurstöður hennar benda til þess að Kamala Harris sé þar með þriggja stiga forskot á Donald Trump. Þetta þykir sæta tíðindum þar sem Iowa er rautt út í gegn, langt frá því að vera sveifluríki; Trump vann ríkið örugglega í síðustu tveimur kosningum. Könnunin er framkvæmd af Ann Selzer, kanónu í skoðanakannanabransanum ytra - sem segir forskot Harris borið uppi af konum og óháðum kjósendum. „Það getur enginn sagt að hann hann hafi séð þetta fyrir,“ sagði Selzer í viðtali við fjölmiðla í Iowa. „Hún hefur greinilega stokkið upp í kjörstöðu,“ sagði hún um Harris. Gæti gefið vísbendingar um Miðvestrið Flestir eru þó sammála um að könnuninni beri að taka með fyrirvara - niðurstöðurnar eru mjög á skjön við aðrar kannanir í ríkinu - en gæti gefið ákveðnar vísbendingar um það hvert önnur Miðvesturríki Bandaríkjanna, eins og til dæmis sveifluríkin Michigan og Wisconsin, stefna. Könnunin sýnir að konur eru aðaláhrifaþátturinn í þessari breytingu í ríkinu. Sé það rétt og sé raunin víðar gæti það haft mikil áhrif á kosningarnar. Í kosningabaráttunni hefur Harris lagt áherslu á að ná til kvenkyns kjósanda á meðan bilið milli kynjanna stækkar og karlar snúa sér frekar að Trump. Inntur eftir viðbrögðum gaf talsmaður Trumps lítið fyrir niðurstöðurnar; kallaði könnunina „hálfvitalega“. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 25. október 2024 07:52 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Þetta þykir sæta tíðindum þar sem Iowa er rautt út í gegn, langt frá því að vera sveifluríki; Trump vann ríkið örugglega í síðustu tveimur kosningum. Könnunin er framkvæmd af Ann Selzer, kanónu í skoðanakannanabransanum ytra - sem segir forskot Harris borið uppi af konum og óháðum kjósendum. „Það getur enginn sagt að hann hann hafi séð þetta fyrir,“ sagði Selzer í viðtali við fjölmiðla í Iowa. „Hún hefur greinilega stokkið upp í kjörstöðu,“ sagði hún um Harris. Gæti gefið vísbendingar um Miðvestrið Flestir eru þó sammála um að könnuninni beri að taka með fyrirvara - niðurstöðurnar eru mjög á skjön við aðrar kannanir í ríkinu - en gæti gefið ákveðnar vísbendingar um það hvert önnur Miðvesturríki Bandaríkjanna, eins og til dæmis sveifluríkin Michigan og Wisconsin, stefna. Könnunin sýnir að konur eru aðaláhrifaþátturinn í þessari breytingu í ríkinu. Sé það rétt og sé raunin víðar gæti það haft mikil áhrif á kosningarnar. Í kosningabaráttunni hefur Harris lagt áherslu á að ná til kvenkyns kjósanda á meðan bilið milli kynjanna stækkar og karlar snúa sér frekar að Trump. Inntur eftir viðbrögðum gaf talsmaður Trumps lítið fyrir niðurstöðurnar; kallaði könnunina „hálfvitalega“.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 25. október 2024 07:52 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15
Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 25. október 2024 07:52