Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2024 10:01 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Fyrsta skref í uppbyggingu Laugardalsvallar gengur vel og er á áætlun. Formaður KSÍ segir stefnuna svo að byggja völlinn enn frekar upp og enda með mannvirki sem við getum verið stolt af. Til stendur að setja hybrid gras á völlinn með undirhita og hefur nú þegar verið grafið fyrir nýjum leikfleti vallarins. Aðeins rétt rúmar tvær vikur hafa liðið frá fyrstu skóflustungu á vellinum og undanfarið hafa verktakar frá SIS Pitches, sem sérhæfa sig í uppbyggingu sambærilegra valla, verið að störfum í Laugardalnum og er góður gangur í þeirra vinnu. Fyrsta fasa fyrsta verkhluta lýkur í desember og svo er stefnt að því að sá í völlinn í mars á næsta ári. „Þeir byrjuðu strax að vinna í þessu eftir fyrstu skóflustunguna að taka þökurnar af, færa þær til hliðar,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ í samtali við íþróttadeild. „Síðan voru vélarnar ræstar og hafist handa við að grafa hér upp. Eins og þú sérð er magnið efninu komið hér til hliðar. Það er verið að grafa cirka hálfan meter niður og svo er slétt úr því. En eins og þú sérð er þetta gríðarlega mikið magn og mér skilst að þetta séu um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni. Við keyrum hins vegar engu í burtu, mengum ekkert í kringum okkur. Höldum efninu og eigum það til skiptanna þegar að við förum í aðrar framkvæmdir hér sem vonandi ríki og borg munu taka þátt í með okkur til að byggja upp völlinn. Þessi verkhluti, sem stendur yfir fram í desember, er á áætlun. Þeir vinna hratt og eru duglegir hjá þessu ágæta fyrirtæki SIS Pitches. Þeir verktakar sem voru hér á undan þeim voru einnig ansi fljótir að gera það sem að þeim var lagt fyrir.“ Búið er að færa leikflötinn sjálfan nær nýrri og stærri stúku vallarins, kroppað hefur verið í hlaupabrautina umhverfis völlinn sem mun á endanum hverfa og með þessu færist leikflöturinn fjær gömlu stúkunni. Stór stofnlögn fráveitu liggur undir Laugardalsvelli og búið er að kanna ástand hennar og er það gott. Með því að færa völlinn verður hægt að komast í brunn nær gömlu stúkunni.“ Gerist ekki á einu ári Áætlanir KSÍ eru að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum og er þetta fyrsta skrefið á þeirri vegferð. Margir spyrja sig nú, þegar að völlurinn færist nær nýrri og stærri stúku vallarins, hvað gerist í framhaldinu varðandi áhorfendastæði á Laugardalsvelli. „Þetta er fyrsta verkið. Þegar að við fórum í viðræður við ríki og borg var það aðal verkefnið að fá nýtt undirlag á völlinn og hita á hann. Það var fyrsta skilyrði. Fara í hybrid völl. Síðan eru menn að hugsa til lengri tíma. Að reyna byggja hér upp völl og stúkur í kring. Það yrði næsta verkefni. Ríki og borg voru ánægð með okkar stefnu. Að gera þetta smátt og smátt. Gera þetta til lengri tíma. Það er okkar verkefni. Það gerist ekki á einu ári. Það segir sig sjálft. Við horfum til framtíðar og sjáum að þegar fram líða stundir getum við átt gott og fallegt mannvirki sem allir verða stoltir af.“ Það sem þurfti Um mikilvægi þess að fá loks völl hér sem hægt verður að gera leikhæfan allt árið um kring og spila á hafði Þorvaldur þetta að segja: „Þetta er gríðarlega mikilvægt og hreyfingin í heild sinni er alveg sammála þessu skrefi. Þetta er það sem þurfti, ekki bara fyrir okkar landslið heldur einnig félagslið. Þau lið sem taka þátt í Evrópukeppni, þar sem að við erum að ná mjög góðum árangri og sjáum fram á það á næstu árum að okkar lið verði væntanlega í Evrópukeppni fram á haustið, jafnvel lengur. Þetta gefur okkur kost á að hafa keppnishæfan völl hér á landi allt árið svo við getum tekið þátt í þessum mótum. Þetta er mjög mikilvægt fyrir íslenska hagkerfið okkar í fótboltanum.“ Við fyrstu skóflustungu fyrir rúmum tveimur vikum síðan var það sett fram að stefnan væri að leika fyrsta leik á nýja vellinum i júní næsta sumar. Það er enn stefnan. „Fyrsti hlutinn af þessu verkefni stendur yfir fram í desember. Svo koma þeir aftur hingað til lands í enda mars og sá í völlinn og setja í hann. Við kíkjum á hann þá og þá verður saumað í völlinn, breitt yfir hann og hitinn keyrður upp. Svo vonum við að veðrið verði með okkur. KSÍ Laugardalsvöllur Íslenski boltinn Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Sjá meira
Til stendur að setja hybrid gras á völlinn með undirhita og hefur nú þegar verið grafið fyrir nýjum leikfleti vallarins. Aðeins rétt rúmar tvær vikur hafa liðið frá fyrstu skóflustungu á vellinum og undanfarið hafa verktakar frá SIS Pitches, sem sérhæfa sig í uppbyggingu sambærilegra valla, verið að störfum í Laugardalnum og er góður gangur í þeirra vinnu. Fyrsta fasa fyrsta verkhluta lýkur í desember og svo er stefnt að því að sá í völlinn í mars á næsta ári. „Þeir byrjuðu strax að vinna í þessu eftir fyrstu skóflustunguna að taka þökurnar af, færa þær til hliðar,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ í samtali við íþróttadeild. „Síðan voru vélarnar ræstar og hafist handa við að grafa hér upp. Eins og þú sérð er magnið efninu komið hér til hliðar. Það er verið að grafa cirka hálfan meter niður og svo er slétt úr því. En eins og þú sérð er þetta gríðarlega mikið magn og mér skilst að þetta séu um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni. Við keyrum hins vegar engu í burtu, mengum ekkert í kringum okkur. Höldum efninu og eigum það til skiptanna þegar að við förum í aðrar framkvæmdir hér sem vonandi ríki og borg munu taka þátt í með okkur til að byggja upp völlinn. Þessi verkhluti, sem stendur yfir fram í desember, er á áætlun. Þeir vinna hratt og eru duglegir hjá þessu ágæta fyrirtæki SIS Pitches. Þeir verktakar sem voru hér á undan þeim voru einnig ansi fljótir að gera það sem að þeim var lagt fyrir.“ Búið er að færa leikflötinn sjálfan nær nýrri og stærri stúku vallarins, kroppað hefur verið í hlaupabrautina umhverfis völlinn sem mun á endanum hverfa og með þessu færist leikflöturinn fjær gömlu stúkunni. Stór stofnlögn fráveitu liggur undir Laugardalsvelli og búið er að kanna ástand hennar og er það gott. Með því að færa völlinn verður hægt að komast í brunn nær gömlu stúkunni.“ Gerist ekki á einu ári Áætlanir KSÍ eru að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum og er þetta fyrsta skrefið á þeirri vegferð. Margir spyrja sig nú, þegar að völlurinn færist nær nýrri og stærri stúku vallarins, hvað gerist í framhaldinu varðandi áhorfendastæði á Laugardalsvelli. „Þetta er fyrsta verkið. Þegar að við fórum í viðræður við ríki og borg var það aðal verkefnið að fá nýtt undirlag á völlinn og hita á hann. Það var fyrsta skilyrði. Fara í hybrid völl. Síðan eru menn að hugsa til lengri tíma. Að reyna byggja hér upp völl og stúkur í kring. Það yrði næsta verkefni. Ríki og borg voru ánægð með okkar stefnu. Að gera þetta smátt og smátt. Gera þetta til lengri tíma. Það er okkar verkefni. Það gerist ekki á einu ári. Það segir sig sjálft. Við horfum til framtíðar og sjáum að þegar fram líða stundir getum við átt gott og fallegt mannvirki sem allir verða stoltir af.“ Það sem þurfti Um mikilvægi þess að fá loks völl hér sem hægt verður að gera leikhæfan allt árið um kring og spila á hafði Þorvaldur þetta að segja: „Þetta er gríðarlega mikilvægt og hreyfingin í heild sinni er alveg sammála þessu skrefi. Þetta er það sem þurfti, ekki bara fyrir okkar landslið heldur einnig félagslið. Þau lið sem taka þátt í Evrópukeppni, þar sem að við erum að ná mjög góðum árangri og sjáum fram á það á næstu árum að okkar lið verði væntanlega í Evrópukeppni fram á haustið, jafnvel lengur. Þetta gefur okkur kost á að hafa keppnishæfan völl hér á landi allt árið svo við getum tekið þátt í þessum mótum. Þetta er mjög mikilvægt fyrir íslenska hagkerfið okkar í fótboltanum.“ Við fyrstu skóflustungu fyrir rúmum tveimur vikum síðan var það sett fram að stefnan væri að leika fyrsta leik á nýja vellinum i júní næsta sumar. Það er enn stefnan. „Fyrsti hlutinn af þessu verkefni stendur yfir fram í desember. Svo koma þeir aftur hingað til lands í enda mars og sá í völlinn og setja í hann. Við kíkjum á hann þá og þá verður saumað í völlinn, breitt yfir hann og hitinn keyrður upp. Svo vonum við að veðrið verði með okkur.
KSÍ Laugardalsvöllur Íslenski boltinn Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Sjá meira