Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 17:01 Ég hef unnið við kennslu að mestu leyti frá því að ég útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 1997. Árið 2008 gerði ég hlé á kennsluferlinum, hóf störf sem skjalastjóri og kláraði meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði. Starf skjalastjórans krafðist mikillar fagþekkingar, það gat verið krefjandi, skemmtilegt og var að mörgu leyti þægilegt. Haustið 2013 voru aðstæður mínar þannig að ég var einstæð móðir sem keyrði 100 km í og úr vinnu alla virka daga. Mér fannst ég vera of mikið fjarverandi frá heimilinu. Ég tók þá ákvörðun að ráða mig sem kennara í heimabyggð og græða þannig tvo klukkutíma daglega sem ég gat varið með dóttur minni. Þessi lífsgæði keypti ég dýrum dómum og lækkaði um 100.000 kr. í launum á mánuði. Miðað við launin mín á þessum tíma var þetta um 20% launalækkun og myndi sambærileg lækkun nema um 180.000 kr. í dag. Sem betur fer hafði ég komið mér upp dálitlum sparnaði áður en ég byrjaði aftur að kenna því fyrsta skólaárið þurfti ég að ganga verulega á hann. Síðan þá hef ég alltaf unnið eitt til tvö störf meðfram kennslunni til að framfleyta mér og mínum. Eitthvað sem kennarar kannast mjög vel við. Að vera kennari er alveg ótrúlega skemmtilegt starf, á sama tíma og það getur líka verið alveg ótrúlega krefjandi og slítandi til lengdar. Þið, sem hafið einhvern tímann haldið barnaafmæli, kannist kannski við þreytuna sem fylgir því að hugsa um stóran hóp af fjörugum börnum! Lengst af starfaði ég sem umsjónarkennari og gaf því starfi alla mína krafta og vann það eins vel og ég gat. Tvisvar hafði ég vit fyrir sjálfri mér og hætti umsjónarkennslu áður en ég keyrði mig alveg út. Í fyrra skiptið þegar ég gerðist skjalastjóri en í seinna skiptið ákvað ég að prófa að vinna sem skólasafnskennari. Þetta haustið er ég að hefja fimmta skólaárið sem skólasafnskennari í fullu starfi. Að vera kennari í dag er ekki sama starfið og það var fyrir um 60 árum, þegar foreldrar mínir og jafnaldrar þeirra gengu í skóla og það er ekki heldur sama starfið og það var fyrir um 35 árum þegar ég og jafnaldrar mínir vorum í grunnskóla. Það er ekki einu sinni sama starfið og það var þegar ég sjálf byrjaði að kenna eða þegar börnin mín hófu sína grunnskólagöngu. Kennsluhættir og námskrá hafa sem betur fer breyst, skóladagurinn hefur lengst, skólaárið hefur sömuleiðis lengst í báða enda og um leið og samfélagið okkar hefur breyst hefur nemendahópurinn okkar að sjálfsögðu gert það líka. Í gegnum öll þessi ár hef ég heyrt ýmislegt um starfið mitt. Á meðan sumum finnast kennarar alltaf vera í fríum og vera almennt latir og reyna að komast hjá því að vinna vinnuna sína eru aðrir sem segja einfaldlega: “Ég gæti aldrei unnið sem kennari.” Og það er satt, það geta ekki allir unnið sem kennarar því fyrir utan fagþekkinguna þarf ákveðinn eldmóð til að vinna okkar flókna starf við oft eldfimar og erfiðar aðstæður. Kennarar þurfa að hafa metnað fyrir hönd nemenda sinna og tilfinningin að ná að hjálpa þeim að vinna stóra sigra er ólýsanleg. En kennarar þurfa líka að sætta sig við að gera mistök í dagsins önn og þurfa því miður oft að upplifa það að hafa ekki gert nóg fyrir nemendur sína. Eitt sem ég hef aldrei heyrt fólk segja er: „Ég öfunda þig af laununum.“ En í öll þessi ár sem ég hef unnið við kennslu hef ég aldrei orðið vitni að annarri eins ófrægingarherferð og hefur dunið á kennurum undanfarna mánuði í ýmsum fjölmiðlum. Alveg frá því að samningarnir okkar losnuðu í vor hafa verið stanslaus, neikvæð og villandi greinaskrif, pistlar, blogg og viðtöl, allt frá stjórnmálafólki til Samtaka atvinnulífsins, frá Viðskiptaráði til borgarstjóra. Ég vona að fólk falli ekki fyrir þessari herferð og að hún hafi ekki tilætluð áhrif; að kýla kennara niður þannig að þeir treysti sér ekki til að sækja þær kjaraleiðréttingar sem þeim voru lofaðar fyrir 8 árum. Því það á ekki að vera sjálfsagt að kennari sætti sig við að lækka um 20% í launum til að geta unnið við kennslu. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef unnið við kennslu að mestu leyti frá því að ég útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 1997. Árið 2008 gerði ég hlé á kennsluferlinum, hóf störf sem skjalastjóri og kláraði meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði. Starf skjalastjórans krafðist mikillar fagþekkingar, það gat verið krefjandi, skemmtilegt og var að mörgu leyti þægilegt. Haustið 2013 voru aðstæður mínar þannig að ég var einstæð móðir sem keyrði 100 km í og úr vinnu alla virka daga. Mér fannst ég vera of mikið fjarverandi frá heimilinu. Ég tók þá ákvörðun að ráða mig sem kennara í heimabyggð og græða þannig tvo klukkutíma daglega sem ég gat varið með dóttur minni. Þessi lífsgæði keypti ég dýrum dómum og lækkaði um 100.000 kr. í launum á mánuði. Miðað við launin mín á þessum tíma var þetta um 20% launalækkun og myndi sambærileg lækkun nema um 180.000 kr. í dag. Sem betur fer hafði ég komið mér upp dálitlum sparnaði áður en ég byrjaði aftur að kenna því fyrsta skólaárið þurfti ég að ganga verulega á hann. Síðan þá hef ég alltaf unnið eitt til tvö störf meðfram kennslunni til að framfleyta mér og mínum. Eitthvað sem kennarar kannast mjög vel við. Að vera kennari er alveg ótrúlega skemmtilegt starf, á sama tíma og það getur líka verið alveg ótrúlega krefjandi og slítandi til lengdar. Þið, sem hafið einhvern tímann haldið barnaafmæli, kannist kannski við þreytuna sem fylgir því að hugsa um stóran hóp af fjörugum börnum! Lengst af starfaði ég sem umsjónarkennari og gaf því starfi alla mína krafta og vann það eins vel og ég gat. Tvisvar hafði ég vit fyrir sjálfri mér og hætti umsjónarkennslu áður en ég keyrði mig alveg út. Í fyrra skiptið þegar ég gerðist skjalastjóri en í seinna skiptið ákvað ég að prófa að vinna sem skólasafnskennari. Þetta haustið er ég að hefja fimmta skólaárið sem skólasafnskennari í fullu starfi. Að vera kennari í dag er ekki sama starfið og það var fyrir um 60 árum, þegar foreldrar mínir og jafnaldrar þeirra gengu í skóla og það er ekki heldur sama starfið og það var fyrir um 35 árum þegar ég og jafnaldrar mínir vorum í grunnskóla. Það er ekki einu sinni sama starfið og það var þegar ég sjálf byrjaði að kenna eða þegar börnin mín hófu sína grunnskólagöngu. Kennsluhættir og námskrá hafa sem betur fer breyst, skóladagurinn hefur lengst, skólaárið hefur sömuleiðis lengst í báða enda og um leið og samfélagið okkar hefur breyst hefur nemendahópurinn okkar að sjálfsögðu gert það líka. Í gegnum öll þessi ár hef ég heyrt ýmislegt um starfið mitt. Á meðan sumum finnast kennarar alltaf vera í fríum og vera almennt latir og reyna að komast hjá því að vinna vinnuna sína eru aðrir sem segja einfaldlega: “Ég gæti aldrei unnið sem kennari.” Og það er satt, það geta ekki allir unnið sem kennarar því fyrir utan fagþekkinguna þarf ákveðinn eldmóð til að vinna okkar flókna starf við oft eldfimar og erfiðar aðstæður. Kennarar þurfa að hafa metnað fyrir hönd nemenda sinna og tilfinningin að ná að hjálpa þeim að vinna stóra sigra er ólýsanleg. En kennarar þurfa líka að sætta sig við að gera mistök í dagsins önn og þurfa því miður oft að upplifa það að hafa ekki gert nóg fyrir nemendur sína. Eitt sem ég hef aldrei heyrt fólk segja er: „Ég öfunda þig af laununum.“ En í öll þessi ár sem ég hef unnið við kennslu hef ég aldrei orðið vitni að annarri eins ófrægingarherferð og hefur dunið á kennurum undanfarna mánuði í ýmsum fjölmiðlum. Alveg frá því að samningarnir okkar losnuðu í vor hafa verið stanslaus, neikvæð og villandi greinaskrif, pistlar, blogg og viðtöl, allt frá stjórnmálafólki til Samtaka atvinnulífsins, frá Viðskiptaráði til borgarstjóra. Ég vona að fólk falli ekki fyrir þessari herferð og að hún hafi ekki tilætluð áhrif; að kýla kennara niður þannig að þeir treysti sér ekki til að sækja þær kjaraleiðréttingar sem þeim voru lofaðar fyrir 8 árum. Því það á ekki að vera sjálfsagt að kennari sætti sig við að lækka um 20% í launum til að geta unnið við kennslu. Höfundur er grunnskólakennari.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun