Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2024 11:31 Friðrik Ingi Rúnarsson fer yfir málin með sínu liði í leiknum í Smáranum á þriðjudag. vísir/Diego Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta, hafnar því alfarið að hann hafi verið að elta eða áreita Alexis Morris, leikmann Grindavíkur, í Smáranum á þriðjudag eins og Morris hefur sjálf haldið fram. Morris var hetja Grindavíkur gegn Keflavík og skoraði sigurkörfu undir lokin, í æsispennandi leik í Bónus-deildinni. Þegar lokaflautið gall fagnaði hún meðal annars með því að dansa létt og veifa hendi í átt að varamannabekk Keflavíkur og kallaði þá Friðrik, sem var á leið framhjá Morris, „fuck off!“ að henni eins og sjá má hér að neðan. Friðrik er hins vegar afar ósammála Morris um það sem gekk á eftir leik, eftir að Morris kom út úr búningsklefa sínum og mætti Friðriki á ganginum í Smáranum. „Það var það eina sem ég var að benda henni á“ „Ég gengst alveg við því að ég svaraði henni þarna í lok leiks, þegar hún var að steyta hnefa. Mínar stelpur upplifðu þetta sem ögrun og ég tók upp hanskann fyrir mitt lið og svaraði henni. „That‘s it“. En að ég hafi verið að hundelta hana er bara ekki rétt. Við löbbuðum saman þarna og það eina sem ég sagði við hana er að það eru „sports manners“ að þú fagnar með þínu liði en ert ekki að ögra við þessar aðstæður. Það var það eina sem ég var að benda henni á,“ segir Friðrik. Morris segir sjálf að Friðrik hafi átt frumkvæði að því að þau skiptust á orðum á göngum Smárans eftir leik. „Ég sagði ekki neitt, gekk bara áfram, en þá sagði hann við mig: „Lærðu að fagna með þínu eigin liði“. Ég svaraði honum. Sagði að ég hefði fagnað með mínu liði og að hann ætti að sætta sig við tapið. Hann væri bara tapsár. Þá sagði hann: „Ég er bara að reyna að kenna þér mannasiði.“ Ég svaraði honum: „Ég þarf ekki að læra neina mannasiði. Mamma mín ól mig mjög vel upp,““ sagði Morris og bætti við: „Ég labbaði í burtu og vissi ekki að hann var þá að elta mig. Ég hélt að samtalinu væri lokið. Ég fór inn í keppnissalinn því ég hafði gleymt bíllyklunum mínum og þegar ég beygði mig til að kíkja í bakpokann, hver stóð þá yfir mér? Þjálfari Keflavíkur. Hann sagði: „Ég er bara að reyna að vera kurteis.“ „Nei,“ sagði ég. „Þú, ert ekki að reyna að vera kurteis. Þú blótaðir mér og núna ertu að áreita mig. Eltir mig eftir að við töluðum saman á ganginum þar sem þú öskraðir meira á mig. Þarna greip Sofie [Tryggedsson] liðsfélagi minn inn í. Það er ekkert annað en áreitni að hann skuli elta mig svona inn í salinn.“ Friðrik Ingi hafði ýmislegt að segja við dómarana eftir leik.vísir/Diego „Var bara að fara að spjalla við Lalla“ Friðrik frábiður sér hins vegar allt tal um að hann hafi verið að elta Morris og segist aðeins hafa ætlað aftur inn í salinn til að ræða við þjálfara hennar, Lalla [Þorleif Ólafsson], sem að hann hafi svo gert. „Það urðu einhver orðaskipti þarna en ég var ekki með nein leiðindi, og alls ekki með neitt slíkt í huga. Ég brást bara svona við og sagði þessi orð þegar hún fagnaði fyrir framan okkur inni á vellinum. Það sem gerðist eftir á var ekki neitt. Ég var bara að labba inn í sal að tala við Lalla, sem stóð þarna inni á gólfi í salnum. Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Ef að hún upplifði þetta svona þá er það bara miður en fyrir mér er þetta mál bara stormur í vatnsglasi. Ég var bara að fara að spjalla við Lalla eftir leikinn. Ég þjálfaði hann í mörg ár á sínum tíma og var lengi í Grindavík. Við [Morris] töluðum vissulega saman þarna á leiðinni en það voru engin leiðindi af minni hálfu,“ segir Friðrik. Hann kveðst sjálfur engan kala bera til Morris: „Fyrir mér er þetta mál bara búið. Hún var sigurvegarinn, við töpuðum, og ég velti þessu ekki mikið meira fyrir mér. Hún gerði vel og skoraði glæsilega sigurkörfu, og ekkert nema gott um það að segja fyrir hana og hennar lið.“ Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Morris var hetja Grindavíkur gegn Keflavík og skoraði sigurkörfu undir lokin, í æsispennandi leik í Bónus-deildinni. Þegar lokaflautið gall fagnaði hún meðal annars með því að dansa létt og veifa hendi í átt að varamannabekk Keflavíkur og kallaði þá Friðrik, sem var á leið framhjá Morris, „fuck off!“ að henni eins og sjá má hér að neðan. Friðrik er hins vegar afar ósammála Morris um það sem gekk á eftir leik, eftir að Morris kom út úr búningsklefa sínum og mætti Friðriki á ganginum í Smáranum. „Það var það eina sem ég var að benda henni á“ „Ég gengst alveg við því að ég svaraði henni þarna í lok leiks, þegar hún var að steyta hnefa. Mínar stelpur upplifðu þetta sem ögrun og ég tók upp hanskann fyrir mitt lið og svaraði henni. „That‘s it“. En að ég hafi verið að hundelta hana er bara ekki rétt. Við löbbuðum saman þarna og það eina sem ég sagði við hana er að það eru „sports manners“ að þú fagnar með þínu liði en ert ekki að ögra við þessar aðstæður. Það var það eina sem ég var að benda henni á,“ segir Friðrik. Morris segir sjálf að Friðrik hafi átt frumkvæði að því að þau skiptust á orðum á göngum Smárans eftir leik. „Ég sagði ekki neitt, gekk bara áfram, en þá sagði hann við mig: „Lærðu að fagna með þínu eigin liði“. Ég svaraði honum. Sagði að ég hefði fagnað með mínu liði og að hann ætti að sætta sig við tapið. Hann væri bara tapsár. Þá sagði hann: „Ég er bara að reyna að kenna þér mannasiði.“ Ég svaraði honum: „Ég þarf ekki að læra neina mannasiði. Mamma mín ól mig mjög vel upp,““ sagði Morris og bætti við: „Ég labbaði í burtu og vissi ekki að hann var þá að elta mig. Ég hélt að samtalinu væri lokið. Ég fór inn í keppnissalinn því ég hafði gleymt bíllyklunum mínum og þegar ég beygði mig til að kíkja í bakpokann, hver stóð þá yfir mér? Þjálfari Keflavíkur. Hann sagði: „Ég er bara að reyna að vera kurteis.“ „Nei,“ sagði ég. „Þú, ert ekki að reyna að vera kurteis. Þú blótaðir mér og núna ertu að áreita mig. Eltir mig eftir að við töluðum saman á ganginum þar sem þú öskraðir meira á mig. Þarna greip Sofie [Tryggedsson] liðsfélagi minn inn í. Það er ekkert annað en áreitni að hann skuli elta mig svona inn í salinn.“ Friðrik Ingi hafði ýmislegt að segja við dómarana eftir leik.vísir/Diego „Var bara að fara að spjalla við Lalla“ Friðrik frábiður sér hins vegar allt tal um að hann hafi verið að elta Morris og segist aðeins hafa ætlað aftur inn í salinn til að ræða við þjálfara hennar, Lalla [Þorleif Ólafsson], sem að hann hafi svo gert. „Það urðu einhver orðaskipti þarna en ég var ekki með nein leiðindi, og alls ekki með neitt slíkt í huga. Ég brást bara svona við og sagði þessi orð þegar hún fagnaði fyrir framan okkur inni á vellinum. Það sem gerðist eftir á var ekki neitt. Ég var bara að labba inn í sal að tala við Lalla, sem stóð þarna inni á gólfi í salnum. Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Ef að hún upplifði þetta svona þá er það bara miður en fyrir mér er þetta mál bara stormur í vatnsglasi. Ég var bara að fara að spjalla við Lalla eftir leikinn. Ég þjálfaði hann í mörg ár á sínum tíma og var lengi í Grindavík. Við [Morris] töluðum vissulega saman þarna á leiðinni en það voru engin leiðindi af minni hálfu,“ segir Friðrik. Hann kveðst sjálfur engan kala bera til Morris: „Fyrir mér er þetta mál bara búið. Hún var sigurvegarinn, við töpuðum, og ég velti þessu ekki mikið meira fyrir mér. Hún gerði vel og skoraði glæsilega sigurkörfu, og ekkert nema gott um það að segja fyrir hana og hennar lið.“
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli