Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. nóvember 2024 14:04 Hátíðin fer fram sunnudaginn 3. nóvember frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem allir eru velkomnir að mæta. Aðsend Það stendur mikið til í félagsheimilinu Aratungu í Bláskógabyggð á morgun sunnudag þegar fjölmenningarhátíð uppsveita Árnessýslu verður haldin. Þar munu fulltrúar sautján þjóðlanda, sem búa á svæðinu kynna menningu síns lands og bjóða upp á matarsmakk. Í uppsveitum Árnessýslu býr fjölbreyttur hópur fólks, Íslendingar og erlendir íbúar frá löndum eins og Tékklandi, Portúgal, Búlgaríu, Noregi, Eþíópíu, Póllandi og Chile svo einhver lönd séu nefnd. Á hátíðinni í Aratungu, sem stendur frá klukkan 14:00 til 17:00 verður gleðin í fyrirrúmi þar sem fulltrúar landanna kynna menningu síns lands og bjóða upp á eitthvað gott í gogginn frá sínu heimalandi. Lína Björg Tryggvadóttir byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu veit allt um hátíð morgundagsins. „Fólk mun kynna landið sitt og við munum spila tónlist frá ýmsum löndum og við verðum með borð þar sem fólk mun kynna mat og list og hvað þessi menning og þjóð stendur fyrir. Svo erum við líka að kynna klúbba og allt sem er að gerast í sveitinni, klúbba sem eru í uppsveitunum því við viljum kynna fyrir fólkinu, sem eru erlendir íbúar sveitarfélaganna hvað sé að gerast og hvað er hægt að gera í uppsveitunum,“ segir Lína. Lína Björg Tryggvadóttir byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu, sem hefur verið allt í öllu varðandi skipulagninu fjölmenningarhátíðarinnar í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lína Björg segist vera mjög stolt af framtaki morgundagsins og segist vera mjög spennt fyrir deginum. Hvernig líður þessu fólki í uppsveitum Árnessýslu, er það ánægt eða hvað? „Ég held nefnilega að fólk sé almennt ánægt og ég held að við fáum bara að sjá gleði og glaum á morgun og sjá hversu ánægt það er og ég held það sé líka ánægt að fá aðeins að blómstra og sína hvað það hefur upp á að bjóða,“ segir Lína um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í Aratungu sunnudaginn 3. nóvember. Bláskógabyggð Fjölmenning Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sjá meira
Í uppsveitum Árnessýslu býr fjölbreyttur hópur fólks, Íslendingar og erlendir íbúar frá löndum eins og Tékklandi, Portúgal, Búlgaríu, Noregi, Eþíópíu, Póllandi og Chile svo einhver lönd séu nefnd. Á hátíðinni í Aratungu, sem stendur frá klukkan 14:00 til 17:00 verður gleðin í fyrirrúmi þar sem fulltrúar landanna kynna menningu síns lands og bjóða upp á eitthvað gott í gogginn frá sínu heimalandi. Lína Björg Tryggvadóttir byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu veit allt um hátíð morgundagsins. „Fólk mun kynna landið sitt og við munum spila tónlist frá ýmsum löndum og við verðum með borð þar sem fólk mun kynna mat og list og hvað þessi menning og þjóð stendur fyrir. Svo erum við líka að kynna klúbba og allt sem er að gerast í sveitinni, klúbba sem eru í uppsveitunum því við viljum kynna fyrir fólkinu, sem eru erlendir íbúar sveitarfélaganna hvað sé að gerast og hvað er hægt að gera í uppsveitunum,“ segir Lína. Lína Björg Tryggvadóttir byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu, sem hefur verið allt í öllu varðandi skipulagninu fjölmenningarhátíðarinnar í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lína Björg segist vera mjög stolt af framtaki morgundagsins og segist vera mjög spennt fyrir deginum. Hvernig líður þessu fólki í uppsveitum Árnessýslu, er það ánægt eða hvað? „Ég held nefnilega að fólk sé almennt ánægt og ég held að við fáum bara að sjá gleði og glaum á morgun og sjá hversu ánægt það er og ég held það sé líka ánægt að fá aðeins að blómstra og sína hvað það hefur upp á að bjóða,“ segir Lína um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í Aratungu sunnudaginn 3. nóvember.
Bláskógabyggð Fjölmenning Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sjá meira