Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. nóvember 2024 14:04 Hátíðin fer fram sunnudaginn 3. nóvember frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem allir eru velkomnir að mæta. Aðsend Það stendur mikið til í félagsheimilinu Aratungu í Bláskógabyggð á morgun sunnudag þegar fjölmenningarhátíð uppsveita Árnessýslu verður haldin. Þar munu fulltrúar sautján þjóðlanda, sem búa á svæðinu kynna menningu síns lands og bjóða upp á matarsmakk. Í uppsveitum Árnessýslu býr fjölbreyttur hópur fólks, Íslendingar og erlendir íbúar frá löndum eins og Tékklandi, Portúgal, Búlgaríu, Noregi, Eþíópíu, Póllandi og Chile svo einhver lönd séu nefnd. Á hátíðinni í Aratungu, sem stendur frá klukkan 14:00 til 17:00 verður gleðin í fyrirrúmi þar sem fulltrúar landanna kynna menningu síns lands og bjóða upp á eitthvað gott í gogginn frá sínu heimalandi. Lína Björg Tryggvadóttir byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu veit allt um hátíð morgundagsins. „Fólk mun kynna landið sitt og við munum spila tónlist frá ýmsum löndum og við verðum með borð þar sem fólk mun kynna mat og list og hvað þessi menning og þjóð stendur fyrir. Svo erum við líka að kynna klúbba og allt sem er að gerast í sveitinni, klúbba sem eru í uppsveitunum því við viljum kynna fyrir fólkinu, sem eru erlendir íbúar sveitarfélaganna hvað sé að gerast og hvað er hægt að gera í uppsveitunum,“ segir Lína. Lína Björg Tryggvadóttir byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu, sem hefur verið allt í öllu varðandi skipulagninu fjölmenningarhátíðarinnar í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lína Björg segist vera mjög stolt af framtaki morgundagsins og segist vera mjög spennt fyrir deginum. Hvernig líður þessu fólki í uppsveitum Árnessýslu, er það ánægt eða hvað? „Ég held nefnilega að fólk sé almennt ánægt og ég held að við fáum bara að sjá gleði og glaum á morgun og sjá hversu ánægt það er og ég held það sé líka ánægt að fá aðeins að blómstra og sína hvað það hefur upp á að bjóða,“ segir Lína um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í Aratungu sunnudaginn 3. nóvember. Bláskógabyggð Fjölmenning Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Í uppsveitum Árnessýslu býr fjölbreyttur hópur fólks, Íslendingar og erlendir íbúar frá löndum eins og Tékklandi, Portúgal, Búlgaríu, Noregi, Eþíópíu, Póllandi og Chile svo einhver lönd séu nefnd. Á hátíðinni í Aratungu, sem stendur frá klukkan 14:00 til 17:00 verður gleðin í fyrirrúmi þar sem fulltrúar landanna kynna menningu síns lands og bjóða upp á eitthvað gott í gogginn frá sínu heimalandi. Lína Björg Tryggvadóttir byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu veit allt um hátíð morgundagsins. „Fólk mun kynna landið sitt og við munum spila tónlist frá ýmsum löndum og við verðum með borð þar sem fólk mun kynna mat og list og hvað þessi menning og þjóð stendur fyrir. Svo erum við líka að kynna klúbba og allt sem er að gerast í sveitinni, klúbba sem eru í uppsveitunum því við viljum kynna fyrir fólkinu, sem eru erlendir íbúar sveitarfélaganna hvað sé að gerast og hvað er hægt að gera í uppsveitunum,“ segir Lína. Lína Björg Tryggvadóttir byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu, sem hefur verið allt í öllu varðandi skipulagninu fjölmenningarhátíðarinnar í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lína Björg segist vera mjög stolt af framtaki morgundagsins og segist vera mjög spennt fyrir deginum. Hvernig líður þessu fólki í uppsveitum Árnessýslu, er það ánægt eða hvað? „Ég held nefnilega að fólk sé almennt ánægt og ég held að við fáum bara að sjá gleði og glaum á morgun og sjá hversu ánægt það er og ég held það sé líka ánægt að fá aðeins að blómstra og sína hvað það hefur upp á að bjóða,“ segir Lína um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í Aratungu sunnudaginn 3. nóvember.
Bláskógabyggð Fjölmenning Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira