Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 14:00 Í gær rak á fjörur mínar fréttir af tveimur harmsögum úr íslenskum samtíma, atvikum sem urðu að ákærumálum sem rötuðu fyrir dómsstóla. Í öðru þeirra var maður stunginn tvisvar með hnífi með þeim afleiðingum að hann lést. Í hinu málinu var maður stunginn tvisvar með hnífi og lifði af. Í báðum málunum var dæmt. Maðurinn sem stakk manninn sem lést var sýknaður vegna þess að um nauðvörn var að ræða. Eins og segir í frétt um málið: „Verður ekki önnur ályktum dregin af gögnummálsins en aðum ofsafengna oglífshættulega árás hafiverið að ræða ogað hending ein hafi ráðiðað ákærði hlautekki lífshættulega áverkaaf.“ Konan sem stakk manninn sem lifði af var dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar og hárra sektar- og bótagreiðslna. Hún stakk líka í nauðvörn, mann sem áður hafði beitt hana hrottalegu ofbeldi. Hún óttaðist líka um líf sitt. Maðurinn með áverkana hringdi sjálfur í lögregluna eftir að hafa „skorið samfestingutan af ákærðu,rifið í háriðá henni, henthenni í gólfiðog sparkað í hana. Hún hafi verið virkilega hrædd og talið lífi sínu ógnað“ eins og segir í dómnum.Áverkaskoðun staðfestir framburð konunnar, hún var öll blá og marin eftir barsmíðar mannsins. Það er greinilega ekki sama hver grípur til nauðvarnar í íslensku dómskerfi. Hvort þú ert karlmaður sem þarft að verjast árás frá öðrum karlmanni eða hvort þú ert kona sem þarft að verjast árás frá stærri og sterkari karlmanni, sem verður reiður vegna þess að þú vilt ekki stunda kynlíf með honum sem þar að auki hefur meitt þig áður. Við vitum að konur eru á heimsvísu fimm sinnum líklegri til að vera myrtar af maka en karlar. Við vitum að mörg tilfelli heimilisofbeldis eru tilkynnt til lögreglu á degi hverjum og þar eru karlar gerendur í yfirgnæfandi meirihluta tilfella. Við vitum að 42% kvenna hér á landi hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Við vitum að fjölda kvenna er hótað ofbeldi og lífláti daglega. Nauðvörn er að óttast um líf sitt og verjast í samræmi við það. Í sumum tilfellum veldur það dauða, öðrum ekki. Ef aflsmunir, ítrekuð saga um ofbeldi og lítið barn sem sefur í sömu íbúð eru ekki talin nægileg ástæða til að grípa til nauðvarnar þá er skekkjan alvarleg. Við sem samfélag verðum að fara að gera upp við okkur hvort við viljum í rauninni hafa það þannig að líf kvenna sé svona miklu minna virði en líf karlmanna. Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík norður og situr í stjórn Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær rak á fjörur mínar fréttir af tveimur harmsögum úr íslenskum samtíma, atvikum sem urðu að ákærumálum sem rötuðu fyrir dómsstóla. Í öðru þeirra var maður stunginn tvisvar með hnífi með þeim afleiðingum að hann lést. Í hinu málinu var maður stunginn tvisvar með hnífi og lifði af. Í báðum málunum var dæmt. Maðurinn sem stakk manninn sem lést var sýknaður vegna þess að um nauðvörn var að ræða. Eins og segir í frétt um málið: „Verður ekki önnur ályktum dregin af gögnummálsins en aðum ofsafengna oglífshættulega árás hafiverið að ræða ogað hending ein hafi ráðiðað ákærði hlautekki lífshættulega áverkaaf.“ Konan sem stakk manninn sem lifði af var dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar og hárra sektar- og bótagreiðslna. Hún stakk líka í nauðvörn, mann sem áður hafði beitt hana hrottalegu ofbeldi. Hún óttaðist líka um líf sitt. Maðurinn með áverkana hringdi sjálfur í lögregluna eftir að hafa „skorið samfestingutan af ákærðu,rifið í háriðá henni, henthenni í gólfiðog sparkað í hana. Hún hafi verið virkilega hrædd og talið lífi sínu ógnað“ eins og segir í dómnum.Áverkaskoðun staðfestir framburð konunnar, hún var öll blá og marin eftir barsmíðar mannsins. Það er greinilega ekki sama hver grípur til nauðvarnar í íslensku dómskerfi. Hvort þú ert karlmaður sem þarft að verjast árás frá öðrum karlmanni eða hvort þú ert kona sem þarft að verjast árás frá stærri og sterkari karlmanni, sem verður reiður vegna þess að þú vilt ekki stunda kynlíf með honum sem þar að auki hefur meitt þig áður. Við vitum að konur eru á heimsvísu fimm sinnum líklegri til að vera myrtar af maka en karlar. Við vitum að mörg tilfelli heimilisofbeldis eru tilkynnt til lögreglu á degi hverjum og þar eru karlar gerendur í yfirgnæfandi meirihluta tilfella. Við vitum að 42% kvenna hér á landi hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Við vitum að fjölda kvenna er hótað ofbeldi og lífláti daglega. Nauðvörn er að óttast um líf sitt og verjast í samræmi við það. Í sumum tilfellum veldur það dauða, öðrum ekki. Ef aflsmunir, ítrekuð saga um ofbeldi og lítið barn sem sefur í sömu íbúð eru ekki talin nægileg ástæða til að grípa til nauðvarnar þá er skekkjan alvarleg. Við sem samfélag verðum að fara að gera upp við okkur hvort við viljum í rauninni hafa það þannig að líf kvenna sé svona miklu minna virði en líf karlmanna. Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík norður og situr í stjórn Hagsmunasamtaka brotaþola.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar