Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar 1. nóvember 2024 08:47 Á mánudaginn síðastliðinn varð alvarlegt bílslys á Reykjanesbrautinni og umferð stöðvuð á meðan verið var að hlúa að fólki og koma slösuðum á sjúkrahús. Þennan veruleika þekkjum við sem eigum þarna leið um nær daglega. Sem betur fer eigum við til fólk sem getur brugðist við þegar aðstæður sem þessar koma upp. Ég þekki það líka á eigin skinni að þurfa að reiða mig á viðbragð heilbrigðiskerfisins þegar veikindi koma upp hjá þeim sem manni standa næst. Fyrir það megum við vera þakklát og erum það svo sannarlega. Hins vegar eru til þær aðstæður þar sem ekki er verið að gera nóg og þörf á að velta því upp hvað veldur. Að biðja um hjálp Ég er lánsamur maður. Þegar ég sem ungur maður, veikur af sjúkdómnum alkóhólisma, bað um hjálp, þá fékk ég þá hjálp sem ég þurfti. Sá vegvísir dugði til þess að ég hef getað tekist betur á við lífið. Það eru hins vegar ekki allir svo heppnir og það eru ekki allir sem fá viðeigandi aðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Okkar stóra viðfangsefni í dag er að bregðast við og greiða úr þeim flækjum sem óhjákvæmilega fylgja síbreytilegu og flóknu samfélagi. Samfélagsbreytingin Það er greinilegt að þær samfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað undanfarin ár hafa aukið álag á grunnkerfin. Þótt ekki sé alveg ljóst hverju er um að kenna nefna margir afleiðingar af heimsfaraldri, mikla notkun samfélagsmiðla eða aukna notkun fíkniefna. Hver sem ástæðan er þá hefur andlegri líðan barna og ungmenna hrakað og þrátt fyrir þessa staðreynd hefur lítið gerst til þess að takast á við þá stöðu. Hvenær á að bregðast við? Staðan í samfélaginu okkar er því miður þannig að þegar barn biður um hjálp er það sett á biðlista og sá biðlisti getur verið ansi langur. Í millitíðinni getur ýmislegt gerst. Við sjáum sjálfsmorðstíðni vaxa og fjöldi dauðsfalla vegna of stórra skammta af vímuefnum er alltof mikill og fer því miður vaxandi. En hvenær á að bregðast við? Að mínu mati á að bregðast við strax, rétt eins og með bílslysið. Við setjum ekki bílslys á biðlista og við ættum ekki heldur að gera það þegar börn eiga í hlut. Vandi barna er bráðavandi. Börn eiga ekki að vera á biðlista. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Á mánudaginn síðastliðinn varð alvarlegt bílslys á Reykjanesbrautinni og umferð stöðvuð á meðan verið var að hlúa að fólki og koma slösuðum á sjúkrahús. Þennan veruleika þekkjum við sem eigum þarna leið um nær daglega. Sem betur fer eigum við til fólk sem getur brugðist við þegar aðstæður sem þessar koma upp. Ég þekki það líka á eigin skinni að þurfa að reiða mig á viðbragð heilbrigðiskerfisins þegar veikindi koma upp hjá þeim sem manni standa næst. Fyrir það megum við vera þakklát og erum það svo sannarlega. Hins vegar eru til þær aðstæður þar sem ekki er verið að gera nóg og þörf á að velta því upp hvað veldur. Að biðja um hjálp Ég er lánsamur maður. Þegar ég sem ungur maður, veikur af sjúkdómnum alkóhólisma, bað um hjálp, þá fékk ég þá hjálp sem ég þurfti. Sá vegvísir dugði til þess að ég hef getað tekist betur á við lífið. Það eru hins vegar ekki allir svo heppnir og það eru ekki allir sem fá viðeigandi aðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Okkar stóra viðfangsefni í dag er að bregðast við og greiða úr þeim flækjum sem óhjákvæmilega fylgja síbreytilegu og flóknu samfélagi. Samfélagsbreytingin Það er greinilegt að þær samfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað undanfarin ár hafa aukið álag á grunnkerfin. Þótt ekki sé alveg ljóst hverju er um að kenna nefna margir afleiðingar af heimsfaraldri, mikla notkun samfélagsmiðla eða aukna notkun fíkniefna. Hver sem ástæðan er þá hefur andlegri líðan barna og ungmenna hrakað og þrátt fyrir þessa staðreynd hefur lítið gerst til þess að takast á við þá stöðu. Hvenær á að bregðast við? Staðan í samfélaginu okkar er því miður þannig að þegar barn biður um hjálp er það sett á biðlista og sá biðlisti getur verið ansi langur. Í millitíðinni getur ýmislegt gerst. Við sjáum sjálfsmorðstíðni vaxa og fjöldi dauðsfalla vegna of stórra skammta af vímuefnum er alltof mikill og fer því miður vaxandi. En hvenær á að bregðast við? Að mínu mati á að bregðast við strax, rétt eins og með bílslysið. Við setjum ekki bílslys á biðlista og við ættum ekki heldur að gera það þegar börn eiga í hlut. Vandi barna er bráðavandi. Börn eiga ekki að vera á biðlista. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun