Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar 1. nóvember 2024 08:47 Á mánudaginn síðastliðinn varð alvarlegt bílslys á Reykjanesbrautinni og umferð stöðvuð á meðan verið var að hlúa að fólki og koma slösuðum á sjúkrahús. Þennan veruleika þekkjum við sem eigum þarna leið um nær daglega. Sem betur fer eigum við til fólk sem getur brugðist við þegar aðstæður sem þessar koma upp. Ég þekki það líka á eigin skinni að þurfa að reiða mig á viðbragð heilbrigðiskerfisins þegar veikindi koma upp hjá þeim sem manni standa næst. Fyrir það megum við vera þakklát og erum það svo sannarlega. Hins vegar eru til þær aðstæður þar sem ekki er verið að gera nóg og þörf á að velta því upp hvað veldur. Að biðja um hjálp Ég er lánsamur maður. Þegar ég sem ungur maður, veikur af sjúkdómnum alkóhólisma, bað um hjálp, þá fékk ég þá hjálp sem ég þurfti. Sá vegvísir dugði til þess að ég hef getað tekist betur á við lífið. Það eru hins vegar ekki allir svo heppnir og það eru ekki allir sem fá viðeigandi aðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Okkar stóra viðfangsefni í dag er að bregðast við og greiða úr þeim flækjum sem óhjákvæmilega fylgja síbreytilegu og flóknu samfélagi. Samfélagsbreytingin Það er greinilegt að þær samfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað undanfarin ár hafa aukið álag á grunnkerfin. Þótt ekki sé alveg ljóst hverju er um að kenna nefna margir afleiðingar af heimsfaraldri, mikla notkun samfélagsmiðla eða aukna notkun fíkniefna. Hver sem ástæðan er þá hefur andlegri líðan barna og ungmenna hrakað og þrátt fyrir þessa staðreynd hefur lítið gerst til þess að takast á við þá stöðu. Hvenær á að bregðast við? Staðan í samfélaginu okkar er því miður þannig að þegar barn biður um hjálp er það sett á biðlista og sá biðlisti getur verið ansi langur. Í millitíðinni getur ýmislegt gerst. Við sjáum sjálfsmorðstíðni vaxa og fjöldi dauðsfalla vegna of stórra skammta af vímuefnum er alltof mikill og fer því miður vaxandi. En hvenær á að bregðast við? Að mínu mati á að bregðast við strax, rétt eins og með bílslysið. Við setjum ekki bílslys á biðlista og við ættum ekki heldur að gera það þegar börn eiga í hlut. Vandi barna er bráðavandi. Börn eiga ekki að vera á biðlista. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn síðastliðinn varð alvarlegt bílslys á Reykjanesbrautinni og umferð stöðvuð á meðan verið var að hlúa að fólki og koma slösuðum á sjúkrahús. Þennan veruleika þekkjum við sem eigum þarna leið um nær daglega. Sem betur fer eigum við til fólk sem getur brugðist við þegar aðstæður sem þessar koma upp. Ég þekki það líka á eigin skinni að þurfa að reiða mig á viðbragð heilbrigðiskerfisins þegar veikindi koma upp hjá þeim sem manni standa næst. Fyrir það megum við vera þakklát og erum það svo sannarlega. Hins vegar eru til þær aðstæður þar sem ekki er verið að gera nóg og þörf á að velta því upp hvað veldur. Að biðja um hjálp Ég er lánsamur maður. Þegar ég sem ungur maður, veikur af sjúkdómnum alkóhólisma, bað um hjálp, þá fékk ég þá hjálp sem ég þurfti. Sá vegvísir dugði til þess að ég hef getað tekist betur á við lífið. Það eru hins vegar ekki allir svo heppnir og það eru ekki allir sem fá viðeigandi aðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Okkar stóra viðfangsefni í dag er að bregðast við og greiða úr þeim flækjum sem óhjákvæmilega fylgja síbreytilegu og flóknu samfélagi. Samfélagsbreytingin Það er greinilegt að þær samfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað undanfarin ár hafa aukið álag á grunnkerfin. Þótt ekki sé alveg ljóst hverju er um að kenna nefna margir afleiðingar af heimsfaraldri, mikla notkun samfélagsmiðla eða aukna notkun fíkniefna. Hver sem ástæðan er þá hefur andlegri líðan barna og ungmenna hrakað og þrátt fyrir þessa staðreynd hefur lítið gerst til þess að takast á við þá stöðu. Hvenær á að bregðast við? Staðan í samfélaginu okkar er því miður þannig að þegar barn biður um hjálp er það sett á biðlista og sá biðlisti getur verið ansi langur. Í millitíðinni getur ýmislegt gerst. Við sjáum sjálfsmorðstíðni vaxa og fjöldi dauðsfalla vegna of stórra skammta af vímuefnum er alltof mikill og fer því miður vaxandi. En hvenær á að bregðast við? Að mínu mati á að bregðast við strax, rétt eins og með bílslysið. Við setjum ekki bílslys á biðlista og við ættum ekki heldur að gera það þegar börn eiga í hlut. Vandi barna er bráðavandi. Börn eiga ekki að vera á biðlista. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar