Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 06:17 Áhrifasvæði rafmagnsleysisins þann 2. október. RARIK RARIK mun greiða fólki bætur vegna tækja sem eyðilögðust í víðtæku rafmagnsleysi þann 2. október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá RARIK og jafnframt að þau muni, ásamt TM, taka yfir öll samskipti og umsýslu vegna tjónatilkynninga. Þann 2. október varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma. Í tilkynningunni segir að RARIK muni greiða viðskiptavinum sínum bætur fyrir ónýt tæki og vegna tækja sem hafa bilað en hægt er að gera við. RARIK mun ekki bæta afleitt tjón sem er til dæmis tími fólks, óþægindi, ferðir á milli staða eða annað slíkt. Um miðjan mánuð var greint frá því að um 200 tilkynningar hefðu borist RARIK um tjón og að þau ættu von á fleirum. Í tilkynningu RARIK harma þau að einhverjir viðskiptavinir hafi fengið tilkynningu frá Sjóvá um að álitamál væri hvort tjón af völdum rafmagnstruflananna væri álitamál. „Orðalag póstsins var villandi og ekki til þess fallið að vekja traust hjá viðskiptavinum okkar. Mögulega gætu einhverjir viðskiptavinir þurft að miðla upplýsingum um tjón í tvígang af þessum sökum, á því biðjumst við velvirðingar en forgangsverkefni okkar er að greiða úr tjónamálunum fyrir viðskiptavini,“ segir einnig. TM hafi samband Þá segir að TM búi yfir sérfræðiþekkingu um bótamál og því taki þau yfir alla umsýslu mála. TM muni hafa samband við viðskiptavini sem hafi tilkynnt tjón innan skamms vegna afgreiðslu málsins og óska eftir frekari upplýsingum um tjónið ef þörf er á. „RARIK og TM munu kappkosta að koma í veg fyrir frekari tafir á afgreiðslu mála. Breytingarnar eru gerðar með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi og vilja RARIK og TM gera sitt besta til að tryggja farsæla lausn á öllum málum.“ Tilkynningin er hér en þar er nánar farið yfir hvað er bætt og hvað ekki. Viðskiptavinum er þar bent á að taka myndir af ónýtum tækjum og öðru tjóni. Þá er viðskiptavinum bent á að öllum mælum sem skemmdust þurfi að skipta út fyrr en síðar. Orkumál Tryggingar Tengdar fréttir Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Víðtækt rafmagnsleysi allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Ástæðuna má rekja til truflunar á flutningskerfi Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli. 2. október 2024 13:32 Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31 Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Þann 2. október varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma. Í tilkynningunni segir að RARIK muni greiða viðskiptavinum sínum bætur fyrir ónýt tæki og vegna tækja sem hafa bilað en hægt er að gera við. RARIK mun ekki bæta afleitt tjón sem er til dæmis tími fólks, óþægindi, ferðir á milli staða eða annað slíkt. Um miðjan mánuð var greint frá því að um 200 tilkynningar hefðu borist RARIK um tjón og að þau ættu von á fleirum. Í tilkynningu RARIK harma þau að einhverjir viðskiptavinir hafi fengið tilkynningu frá Sjóvá um að álitamál væri hvort tjón af völdum rafmagnstruflananna væri álitamál. „Orðalag póstsins var villandi og ekki til þess fallið að vekja traust hjá viðskiptavinum okkar. Mögulega gætu einhverjir viðskiptavinir þurft að miðla upplýsingum um tjón í tvígang af þessum sökum, á því biðjumst við velvirðingar en forgangsverkefni okkar er að greiða úr tjónamálunum fyrir viðskiptavini,“ segir einnig. TM hafi samband Þá segir að TM búi yfir sérfræðiþekkingu um bótamál og því taki þau yfir alla umsýslu mála. TM muni hafa samband við viðskiptavini sem hafi tilkynnt tjón innan skamms vegna afgreiðslu málsins og óska eftir frekari upplýsingum um tjónið ef þörf er á. „RARIK og TM munu kappkosta að koma í veg fyrir frekari tafir á afgreiðslu mála. Breytingarnar eru gerðar með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi og vilja RARIK og TM gera sitt besta til að tryggja farsæla lausn á öllum málum.“ Tilkynningin er hér en þar er nánar farið yfir hvað er bætt og hvað ekki. Viðskiptavinum er þar bent á að taka myndir af ónýtum tækjum og öðru tjóni. Þá er viðskiptavinum bent á að öllum mælum sem skemmdust þurfi að skipta út fyrr en síðar.
Orkumál Tryggingar Tengdar fréttir Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Víðtækt rafmagnsleysi allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Ástæðuna má rekja til truflunar á flutningskerfi Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli. 2. október 2024 13:32 Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31 Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Víðtækt rafmagnsleysi allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Ástæðuna má rekja til truflunar á flutningskerfi Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli. 2. október 2024 13:32
Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31
Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05