„Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 31. október 2024 21:56 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með annan sigur liðsins í röð. Vísir/Diego Njarðvík tók á móti Val í 5. umferð Bónus deild karla í IceMar-höllinni í kvöld. Bæði lið hafa verið á mikilli siglingu en það voru heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur með sjö stigum í kvöld 101-94. „Fyrst þá er ég mjög ánægður með tvö stig og annan sigurinn í röð hérna án Dwayne Lautier og með virklega flottu framlagi frá strákunum sem að komu af bekknum. Við vorum að finna lausnir og sýna á löngum köflum virkilega mikil gæði á báðum endum vallarins. Það er það sem ég er ánægður með.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Ég viðurkenni líka að ég er alveg einstaklega pirraður yfir hvað við duttum á lágt plan hérna á kafla í seinni hálfleik. Heimskar ákvarðanir og við aftengjum okkur einhvernveginn. Það er eitthvað sem ég verð að vinna í.“ Njarðvíkingar voru eins og Rúnar Ingi kom inná án Dwayne Lautier-Ogunleye sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins. Einhverjir höfðu áhyggjur af sóknarleik liðsins í upphafi tímabils og þá sérstaklega ef það myndi vanta sterkan póst eins og Dwayne Lautier. „Þetta snýst mikið um það sem við erum að gera hérna inni og hvernig við finnum okkar styrkleika. Ég er að garga á suma að standa bara á ákveðnum stöðum og grípa og skjóta, gera einföldu hlutina á meðan aðrir eru mikið með boltann í höndunum. Menn hafa sín hlutverk og eru bara góðir í þeim.“ Njarðvík skoraði 101 stig gegn Val í sigrinum í kvöld og má segja að þetta hafi að einhverju leyti verið „statement sigur“. „Við töluðum um það að vinna Íslandsmeistara Vals hérna á heimavelli og ná að stjórna tempóinu í leiknum án Dwayne, það væri statement og myndi þroska okkur að þurfa stíga upp og díla við öðruvísi leikmenn en við vorum að gera og betra lið eða betri einstaklings gæði heldur en við gerðum í Hattarleiknum í síðustu viku.“ „Mér finnst í raun stórskrítið að við höfum skorað 101 stig á þá því sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum og það verður örugglega langur video fundurinn í næstu viku þegar við förum yfir þennan leik.“ UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
„Fyrst þá er ég mjög ánægður með tvö stig og annan sigurinn í röð hérna án Dwayne Lautier og með virklega flottu framlagi frá strákunum sem að komu af bekknum. Við vorum að finna lausnir og sýna á löngum köflum virkilega mikil gæði á báðum endum vallarins. Það er það sem ég er ánægður með.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Ég viðurkenni líka að ég er alveg einstaklega pirraður yfir hvað við duttum á lágt plan hérna á kafla í seinni hálfleik. Heimskar ákvarðanir og við aftengjum okkur einhvernveginn. Það er eitthvað sem ég verð að vinna í.“ Njarðvíkingar voru eins og Rúnar Ingi kom inná án Dwayne Lautier-Ogunleye sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins. Einhverjir höfðu áhyggjur af sóknarleik liðsins í upphafi tímabils og þá sérstaklega ef það myndi vanta sterkan póst eins og Dwayne Lautier. „Þetta snýst mikið um það sem við erum að gera hérna inni og hvernig við finnum okkar styrkleika. Ég er að garga á suma að standa bara á ákveðnum stöðum og grípa og skjóta, gera einföldu hlutina á meðan aðrir eru mikið með boltann í höndunum. Menn hafa sín hlutverk og eru bara góðir í þeim.“ Njarðvík skoraði 101 stig gegn Val í sigrinum í kvöld og má segja að þetta hafi að einhverju leyti verið „statement sigur“. „Við töluðum um það að vinna Íslandsmeistara Vals hérna á heimavelli og ná að stjórna tempóinu í leiknum án Dwayne, það væri statement og myndi þroska okkur að þurfa stíga upp og díla við öðruvísi leikmenn en við vorum að gera og betra lið eða betri einstaklings gæði heldur en við gerðum í Hattarleiknum í síðustu viku.“ „Mér finnst í raun stórskrítið að við höfum skorað 101 stig á þá því sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum og það verður örugglega langur video fundurinn í næstu viku þegar við förum yfir þennan leik.“
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira