Flokkshollusta á undanhaldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2024 21:02 Bryndís Nielsen er ráðgjafi hjá Athygli. vísir/einar Ráðgjafi segir flakk þingmanna á milli flokka meðal annars skýrast af því að lítill sem enginn munur er á milli stefnumála sumra flokka og flokkshollusta að einhverju leyti á undanhaldi. „Það er ekki glæpur að skipta um skoðun.“ Svona hljóðar gamall málsháttur sem virðist eiga vel við í aðdraganda kosninga nú þegar þónokkrir hafa skipt úr einum flokki í annan. Nýjasta útspilið er Lilja Rafney sem fer úr VG í Flokk fólksins, Jakob Frímann skiptir um lið og Bjarni Jónsson líka. Rósa Björk fór úr VG í Samfylkingu og aftur í VG og Sigríður Andersen úr einum flokk í annan. Jón Gnarr var á lista Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en býður nú fram fyrir Viðreisn og svo væri hægt að halda lengi áfram og telja upp Tómas Ellert, Baldur Borgþórsson, Ólaf Guðmundsson og Evu Pandóru. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann má rifja upp kanónur sem öll eiga það sameiginlegt að hafa skilið við einn flokk og samið við annan, eða stofnað nýjan flokk. Þeirra á meðal eru Þorgerður Katrín, Sigmundur Davíð, Andrés Ingi, Arnar Þór, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti. Lítill sem enginn munur á flokkum Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli segir skýringu á flakki milli flokka eiga sér langan aðdraganda. Fyrir áratugum hafi fólk valið sér flokk eftir breiðari hugmyndafræðilegum línum. „Við vorum með miklu skýrari vinstri og hægri ás og þú mátaðir þínar pólitísku skoðanir við það. Svo hélt fólk sig við sinn flokk og hélt með honum eins og íþróttaliði.“ Og átti það við þegar fjórflokkakerfið var við lýði. Nú þegar fleiri en tíu flokkar eru í framboði sé munur milli flokka oft sáralítill og jafnvel enginn í ákveðnum málaflokkum. „Þannig það er miklu minna skref að færa sig til milli flokka en áður.“ Persónufylgi stjórnmálamanna geti skipt miklu máli og er með tilkomu samfélagsmiðla auðveldara fyrir þá að markaðssetja sig og byggja upp persónulegar vinsældir. „Með minnkandi flokkshollustu þá hefur traustið færst yfir á einstaklinga, fólk er frekar að fylgja pólitískum leiðtogum en flokkum.“ Erfitt að hverfa úr stjórnmálunum Líklega hafa aldrei fleiri sóst eftir því að verma þingsæti og virðast þingmenn frekar skipta um flokk en að hætta á þingi. Bryndís segir það líklega vegna ástríðu frambjóðenda á samfélagsmálum frekar en að kjörin heilli. „En svo má ekki gleyma því að stjórnmálin eru skemmtilegur vettvangur og það getur verið erfitt að hverfa af honum.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
„Það er ekki glæpur að skipta um skoðun.“ Svona hljóðar gamall málsháttur sem virðist eiga vel við í aðdraganda kosninga nú þegar þónokkrir hafa skipt úr einum flokki í annan. Nýjasta útspilið er Lilja Rafney sem fer úr VG í Flokk fólksins, Jakob Frímann skiptir um lið og Bjarni Jónsson líka. Rósa Björk fór úr VG í Samfylkingu og aftur í VG og Sigríður Andersen úr einum flokk í annan. Jón Gnarr var á lista Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en býður nú fram fyrir Viðreisn og svo væri hægt að halda lengi áfram og telja upp Tómas Ellert, Baldur Borgþórsson, Ólaf Guðmundsson og Evu Pandóru. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann má rifja upp kanónur sem öll eiga það sameiginlegt að hafa skilið við einn flokk og samið við annan, eða stofnað nýjan flokk. Þeirra á meðal eru Þorgerður Katrín, Sigmundur Davíð, Andrés Ingi, Arnar Þór, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti. Lítill sem enginn munur á flokkum Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli segir skýringu á flakki milli flokka eiga sér langan aðdraganda. Fyrir áratugum hafi fólk valið sér flokk eftir breiðari hugmyndafræðilegum línum. „Við vorum með miklu skýrari vinstri og hægri ás og þú mátaðir þínar pólitísku skoðanir við það. Svo hélt fólk sig við sinn flokk og hélt með honum eins og íþróttaliði.“ Og átti það við þegar fjórflokkakerfið var við lýði. Nú þegar fleiri en tíu flokkar eru í framboði sé munur milli flokka oft sáralítill og jafnvel enginn í ákveðnum málaflokkum. „Þannig það er miklu minna skref að færa sig til milli flokka en áður.“ Persónufylgi stjórnmálamanna geti skipt miklu máli og er með tilkomu samfélagsmiðla auðveldara fyrir þá að markaðssetja sig og byggja upp persónulegar vinsældir. „Með minnkandi flokkshollustu þá hefur traustið færst yfir á einstaklinga, fólk er frekar að fylgja pólitískum leiðtogum en flokkum.“ Erfitt að hverfa úr stjórnmálunum Líklega hafa aldrei fleiri sóst eftir því að verma þingsæti og virðast þingmenn frekar skipta um flokk en að hætta á þingi. Bryndís segir það líklega vegna ástríðu frambjóðenda á samfélagsmálum frekar en að kjörin heilli. „En svo má ekki gleyma því að stjórnmálin eru skemmtilegur vettvangur og það getur verið erfitt að hverfa af honum.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira