Flokkshollusta á undanhaldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2024 21:02 Bryndís Nielsen er ráðgjafi hjá Athygli. vísir/einar Ráðgjafi segir flakk þingmanna á milli flokka meðal annars skýrast af því að lítill sem enginn munur er á milli stefnumála sumra flokka og flokkshollusta að einhverju leyti á undanhaldi. „Það er ekki glæpur að skipta um skoðun.“ Svona hljóðar gamall málsháttur sem virðist eiga vel við í aðdraganda kosninga nú þegar þónokkrir hafa skipt úr einum flokki í annan. Nýjasta útspilið er Lilja Rafney sem fer úr VG í Flokk fólksins, Jakob Frímann skiptir um lið og Bjarni Jónsson líka. Rósa Björk fór úr VG í Samfylkingu og aftur í VG og Sigríður Andersen úr einum flokk í annan. Jón Gnarr var á lista Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en býður nú fram fyrir Viðreisn og svo væri hægt að halda lengi áfram og telja upp Tómas Ellert, Baldur Borgþórsson, Ólaf Guðmundsson og Evu Pandóru. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann má rifja upp kanónur sem öll eiga það sameiginlegt að hafa skilið við einn flokk og samið við annan, eða stofnað nýjan flokk. Þeirra á meðal eru Þorgerður Katrín, Sigmundur Davíð, Andrés Ingi, Arnar Þór, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti. Lítill sem enginn munur á flokkum Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli segir skýringu á flakki milli flokka eiga sér langan aðdraganda. Fyrir áratugum hafi fólk valið sér flokk eftir breiðari hugmyndafræðilegum línum. „Við vorum með miklu skýrari vinstri og hægri ás og þú mátaðir þínar pólitísku skoðanir við það. Svo hélt fólk sig við sinn flokk og hélt með honum eins og íþróttaliði.“ Og átti það við þegar fjórflokkakerfið var við lýði. Nú þegar fleiri en tíu flokkar eru í framboði sé munur milli flokka oft sáralítill og jafnvel enginn í ákveðnum málaflokkum. „Þannig það er miklu minna skref að færa sig til milli flokka en áður.“ Persónufylgi stjórnmálamanna geti skipt miklu máli og er með tilkomu samfélagsmiðla auðveldara fyrir þá að markaðssetja sig og byggja upp persónulegar vinsældir. „Með minnkandi flokkshollustu þá hefur traustið færst yfir á einstaklinga, fólk er frekar að fylgja pólitískum leiðtogum en flokkum.“ Erfitt að hverfa úr stjórnmálunum Líklega hafa aldrei fleiri sóst eftir því að verma þingsæti og virðast þingmenn frekar skipta um flokk en að hætta á þingi. Bryndís segir það líklega vegna ástríðu frambjóðenda á samfélagsmálum frekar en að kjörin heilli. „En svo má ekki gleyma því að stjórnmálin eru skemmtilegur vettvangur og það getur verið erfitt að hverfa af honum.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Það er ekki glæpur að skipta um skoðun.“ Svona hljóðar gamall málsháttur sem virðist eiga vel við í aðdraganda kosninga nú þegar þónokkrir hafa skipt úr einum flokki í annan. Nýjasta útspilið er Lilja Rafney sem fer úr VG í Flokk fólksins, Jakob Frímann skiptir um lið og Bjarni Jónsson líka. Rósa Björk fór úr VG í Samfylkingu og aftur í VG og Sigríður Andersen úr einum flokk í annan. Jón Gnarr var á lista Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en býður nú fram fyrir Viðreisn og svo væri hægt að halda lengi áfram og telja upp Tómas Ellert, Baldur Borgþórsson, Ólaf Guðmundsson og Evu Pandóru. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann má rifja upp kanónur sem öll eiga það sameiginlegt að hafa skilið við einn flokk og samið við annan, eða stofnað nýjan flokk. Þeirra á meðal eru Þorgerður Katrín, Sigmundur Davíð, Andrés Ingi, Arnar Þór, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti. Lítill sem enginn munur á flokkum Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli segir skýringu á flakki milli flokka eiga sér langan aðdraganda. Fyrir áratugum hafi fólk valið sér flokk eftir breiðari hugmyndafræðilegum línum. „Við vorum með miklu skýrari vinstri og hægri ás og þú mátaðir þínar pólitísku skoðanir við það. Svo hélt fólk sig við sinn flokk og hélt með honum eins og íþróttaliði.“ Og átti það við þegar fjórflokkakerfið var við lýði. Nú þegar fleiri en tíu flokkar eru í framboði sé munur milli flokka oft sáralítill og jafnvel enginn í ákveðnum málaflokkum. „Þannig það er miklu minna skref að færa sig til milli flokka en áður.“ Persónufylgi stjórnmálamanna geti skipt miklu máli og er með tilkomu samfélagsmiðla auðveldara fyrir þá að markaðssetja sig og byggja upp persónulegar vinsældir. „Með minnkandi flokkshollustu þá hefur traustið færst yfir á einstaklinga, fólk er frekar að fylgja pólitískum leiðtogum en flokkum.“ Erfitt að hverfa úr stjórnmálunum Líklega hafa aldrei fleiri sóst eftir því að verma þingsæti og virðast þingmenn frekar skipta um flokk en að hætta á þingi. Bryndís segir það líklega vegna ástríðu frambjóðenda á samfélagsmálum frekar en að kjörin heilli. „En svo má ekki gleyma því að stjórnmálin eru skemmtilegur vettvangur og það getur verið erfitt að hverfa af honum.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira