Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2024 13:30 Alexis Morris ögraði Keflvíkingum með léttum dansi í leikslok og það fór illa í Friðrik Inga Rúnarsson þjálfara Keflavíkur. Stöð 2 Sport Það var hiti í fólki eftir dramatískan endi á leik Grindavíkur og Keflavíkur í Bónus-deild kvenna í körfubolta, og þjálfari Keflvíkinga kallaði „fuck off!“ að leikmanni Grindavíkur. Hin bandaríska Alexis Morris, sem áður var með Harlem Globetrotter, átti stjörnuleik fyrir Grindvíkinga í fyrrakvöld og skoraði til að mynda 33 stig, þar af sigurkörfuna í 68-67 sigri gegn Keflavík. Eftir að lokaflautið gall stríddi Morris Keflvíkingum með því að fara dansandi og veifandi í átt að varamannabekk þeirra. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, kallaði þá reiður að henni „fuck off!“ eins og sjá má í myndböndunum hér að neðan. „Er þetta ekki bara hitinn í leiknum og menn æstir? Friðrik Ingi er nú eldri en tvævetur í þessu,“ sagði Hörður Unnsteinsson þegar atvikið var skoðað í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Hallveig Jónsdóttir tók undir það: „Mér finnst þetta bara geðveikt. Hiti og leiðindi. Hún augljóslega stuðaði Keflavík. Hún er góð í því og kann það, og fólk bregst svona við. Mér finnst þetta bara stemning.“ „Hún var búin að vera með svona handabendingar í átt að Keflavíkurbekknum. Hún var greinilega að reyna að vekja einhver viðbrögð hjá leikmönnum og Friðriki, og það virkaði,“ sagði Hörður og Berglind Gunnarsdóttir tók undir: „Ég held að með leikmann eins og Alexis Morris þá sé GEGGJAÐ að spila með henni, en ÓÞOLANDI að spila á móti henni. Hún triggerar andstæðinginn eðlilega, og er með einhverjar handabendingar til Frikka sem fóru ekki vel í karlinn.“ Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Hin bandaríska Alexis Morris, sem áður var með Harlem Globetrotter, átti stjörnuleik fyrir Grindvíkinga í fyrrakvöld og skoraði til að mynda 33 stig, þar af sigurkörfuna í 68-67 sigri gegn Keflavík. Eftir að lokaflautið gall stríddi Morris Keflvíkingum með því að fara dansandi og veifandi í átt að varamannabekk þeirra. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, kallaði þá reiður að henni „fuck off!“ eins og sjá má í myndböndunum hér að neðan. „Er þetta ekki bara hitinn í leiknum og menn æstir? Friðrik Ingi er nú eldri en tvævetur í þessu,“ sagði Hörður Unnsteinsson þegar atvikið var skoðað í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Hallveig Jónsdóttir tók undir það: „Mér finnst þetta bara geðveikt. Hiti og leiðindi. Hún augljóslega stuðaði Keflavík. Hún er góð í því og kann það, og fólk bregst svona við. Mér finnst þetta bara stemning.“ „Hún var búin að vera með svona handabendingar í átt að Keflavíkurbekknum. Hún var greinilega að reyna að vekja einhver viðbrögð hjá leikmönnum og Friðriki, og það virkaði,“ sagði Hörður og Berglind Gunnarsdóttir tók undir: „Ég held að með leikmann eins og Alexis Morris þá sé GEGGJAÐ að spila með henni, en ÓÞOLANDI að spila á móti henni. Hún triggerar andstæðinginn eðlilega, og er með einhverjar handabendingar til Frikka sem fóru ekki vel í karlinn.“
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira