Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2024 09:25 Inga Sæland var í skýjunum með gengi Flokks fólksins og segir allt hafa gengið eins og í sögu undanfarna daga og vikur við söfnun undirskrifta. Frestur stjórnmálaflokkanna til að skila framboðslistum sínum til alþingiskosninganna 30. nóvember rennur út klukkan tólf á hádegi. Skila má listum rafrænt eða í Hörpu. Vísir verður í beinni útsendingu úr Hörpu þar sem kemur í ljós hvaða flokkar ná að skila listum. Í gær bárust þær fréttir frá Landskjörstjórn að búið væri að skila inn 26 listum víðsvegar að af landinu ásamt tilskildum fjölda meðmæla. Tólf flokkar höfðu lýst yfir framboði sem þýðir sjötíu og tveimur listum hefði átt að skila inn til Landskjörstjórnar. Síðdegis í gær bárust hins vegar þær fregnir að Græningjar hafi nú hætt við boðað framboð sitt. Fjöldi meðmæla er mismundandi eftir stærð kjördæmisins en þó er aldrei um færri einstaklinga að ræða en tvöhundruð manns. Í fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, þarf að finna að minnsta kosti 420 meðmælendur með hverju framboði. Framboðum má skila rafrænt en einnig er tekið við framboðum í Stemmu í Hörpu fram til klukkan tólf og einnig hjá Sýslumönnunum á Norðurlandi eystra, vestra og á Suðurlandi. Uppfært klukkan 12:17 Fylgst var með gangi mála í beinni útsendingu og í kosningavaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
Í gær bárust þær fréttir frá Landskjörstjórn að búið væri að skila inn 26 listum víðsvegar að af landinu ásamt tilskildum fjölda meðmæla. Tólf flokkar höfðu lýst yfir framboði sem þýðir sjötíu og tveimur listum hefði átt að skila inn til Landskjörstjórnar. Síðdegis í gær bárust hins vegar þær fregnir að Græningjar hafi nú hætt við boðað framboð sitt. Fjöldi meðmæla er mismundandi eftir stærð kjördæmisins en þó er aldrei um færri einstaklinga að ræða en tvöhundruð manns. Í fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, þarf að finna að minnsta kosti 420 meðmælendur með hverju framboði. Framboðum má skila rafrænt en einnig er tekið við framboðum í Stemmu í Hörpu fram til klukkan tólf og einnig hjá Sýslumönnunum á Norðurlandi eystra, vestra og á Suðurlandi. Uppfært klukkan 12:17 Fylgst var með gangi mála í beinni útsendingu og í kosningavaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
Alþingiskosningar 2024 Harpa Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent