Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2024 09:30 Alexander Helgi Sigurðarson er mættur í KR-búninginn. Facebook/@krreykjavik1899 Knattspyrnumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson hefur skrifað undir samning til þriggja ára við KR. Hann kemur til félagsins frá Breiðabliki. Alexander Helgi endurnýjar þar með kynni sín við Óskar Hrafn Þorvaldsson sem þjálfaði hann hjá Breiðabliki. Alexander, sem er 28 ára miðjumaður, lék með Breiðabliki upp alla yngri flokka en fór sautján ára gamall til Hollands og spilaði þar með unglingaliði AZ Alkmaar. Hann lék sem lánsmaður frá Blikum með Víkingi Ólafsvík árið 2018 og með Vasalund í næstefstu deild Svíþjóðar árið 2022, en hefur annars leikið með Breiðabliki. Breiðablik tilkynnti það um miðjan júlí að Alexander myndi fara frá félaginu eftir tímabilið sem nú var að ljúka, þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar á sunnudaginn með 3-0 sigri á Víkingi. Hann lék ellefu deildarleiki með liðinu framan af tímabili en mun hafa átt við meiðsli í hné að stríða og hefur ekki spilað síðan 21. júlí. „Við bjóðum Alexander Helga velkominn í KR og vonumst til að sjá hann blómstra í KR treyjunni á næsta tímabili,“ segir í tilkynningu frá KR nú í morgun. Óskar Hrafn hefur ekki setið auðum höndum á leikmannamarkaðnum frá því að hann tók við liði KR um mitt tímabil. Liðið fékk þá Ástbjörn Þórðarson, Gyrði Hrafn Guðbrandsson og Guðmund Andra Tryggvason til liðsins í sumarglugganum. Alexander Helgi er þá áttundi leikmaðurinn sem bætist við hópinn fyrir næsta tímabil, alls sá ellefti frá því að Óskar mætti í Vesturbæinn. Áður hefur KR samið við Róbert Elís Hlynsson sem kom frá ÍR, þeir Óliver Dagur Thorlacius, Júlíus Már Júlíusson og Halldór Snær Georgsson komu allir úr Fjölni, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu og Hjalti Sigurðsson frá Leikni R. Þá gæti bæst við hóp KR enn frekar á næstu dögum og vikum en heimildir Vísis herma að félagið hyggist fá Vicente Valor til liðsins en sá var öflugur með ÍBV er Eyjamenn unnu Lengjudeildina í sumar. Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Alexander Helgi endurnýjar þar með kynni sín við Óskar Hrafn Þorvaldsson sem þjálfaði hann hjá Breiðabliki. Alexander, sem er 28 ára miðjumaður, lék með Breiðabliki upp alla yngri flokka en fór sautján ára gamall til Hollands og spilaði þar með unglingaliði AZ Alkmaar. Hann lék sem lánsmaður frá Blikum með Víkingi Ólafsvík árið 2018 og með Vasalund í næstefstu deild Svíþjóðar árið 2022, en hefur annars leikið með Breiðabliki. Breiðablik tilkynnti það um miðjan júlí að Alexander myndi fara frá félaginu eftir tímabilið sem nú var að ljúka, þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar á sunnudaginn með 3-0 sigri á Víkingi. Hann lék ellefu deildarleiki með liðinu framan af tímabili en mun hafa átt við meiðsli í hné að stríða og hefur ekki spilað síðan 21. júlí. „Við bjóðum Alexander Helga velkominn í KR og vonumst til að sjá hann blómstra í KR treyjunni á næsta tímabili,“ segir í tilkynningu frá KR nú í morgun. Óskar Hrafn hefur ekki setið auðum höndum á leikmannamarkaðnum frá því að hann tók við liði KR um mitt tímabil. Liðið fékk þá Ástbjörn Þórðarson, Gyrði Hrafn Guðbrandsson og Guðmund Andra Tryggvason til liðsins í sumarglugganum. Alexander Helgi er þá áttundi leikmaðurinn sem bætist við hópinn fyrir næsta tímabil, alls sá ellefti frá því að Óskar mætti í Vesturbæinn. Áður hefur KR samið við Róbert Elís Hlynsson sem kom frá ÍR, þeir Óliver Dagur Thorlacius, Júlíus Már Júlíusson og Halldór Snær Georgsson komu allir úr Fjölni, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu og Hjalti Sigurðsson frá Leikni R. Þá gæti bæst við hóp KR enn frekar á næstu dögum og vikum en heimildir Vísis herma að félagið hyggist fá Vicente Valor til liðsins en sá var öflugur með ÍBV er Eyjamenn unnu Lengjudeildina í sumar.
Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira