Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2024 09:30 Alexander Helgi Sigurðarson er mættur í KR-búninginn. Facebook/@krreykjavik1899 Knattspyrnumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson hefur skrifað undir samning til þriggja ára við KR. Hann kemur til félagsins frá Breiðabliki. Alexander Helgi endurnýjar þar með kynni sín við Óskar Hrafn Þorvaldsson sem þjálfaði hann hjá Breiðabliki. Alexander, sem er 28 ára miðjumaður, lék með Breiðabliki upp alla yngri flokka en fór sautján ára gamall til Hollands og spilaði þar með unglingaliði AZ Alkmaar. Hann lék sem lánsmaður frá Blikum með Víkingi Ólafsvík árið 2018 og með Vasalund í næstefstu deild Svíþjóðar árið 2022, en hefur annars leikið með Breiðabliki. Breiðablik tilkynnti það um miðjan júlí að Alexander myndi fara frá félaginu eftir tímabilið sem nú var að ljúka, þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar á sunnudaginn með 3-0 sigri á Víkingi. Hann lék ellefu deildarleiki með liðinu framan af tímabili en mun hafa átt við meiðsli í hné að stríða og hefur ekki spilað síðan 21. júlí. „Við bjóðum Alexander Helga velkominn í KR og vonumst til að sjá hann blómstra í KR treyjunni á næsta tímabili,“ segir í tilkynningu frá KR nú í morgun. Óskar Hrafn hefur ekki setið auðum höndum á leikmannamarkaðnum frá því að hann tók við liði KR um mitt tímabil. Liðið fékk þá Ástbjörn Þórðarson, Gyrði Hrafn Guðbrandsson og Guðmund Andra Tryggvason til liðsins í sumarglugganum. Alexander Helgi er þá áttundi leikmaðurinn sem bætist við hópinn fyrir næsta tímabil, alls sá ellefti frá því að Óskar mætti í Vesturbæinn. Áður hefur KR samið við Róbert Elís Hlynsson sem kom frá ÍR, þeir Óliver Dagur Thorlacius, Júlíus Már Júlíusson og Halldór Snær Georgsson komu allir úr Fjölni, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu og Hjalti Sigurðsson frá Leikni R. Þá gæti bæst við hóp KR enn frekar á næstu dögum og vikum en heimildir Vísis herma að félagið hyggist fá Vicente Valor til liðsins en sá var öflugur með ÍBV er Eyjamenn unnu Lengjudeildina í sumar. Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira
Alexander Helgi endurnýjar þar með kynni sín við Óskar Hrafn Þorvaldsson sem þjálfaði hann hjá Breiðabliki. Alexander, sem er 28 ára miðjumaður, lék með Breiðabliki upp alla yngri flokka en fór sautján ára gamall til Hollands og spilaði þar með unglingaliði AZ Alkmaar. Hann lék sem lánsmaður frá Blikum með Víkingi Ólafsvík árið 2018 og með Vasalund í næstefstu deild Svíþjóðar árið 2022, en hefur annars leikið með Breiðabliki. Breiðablik tilkynnti það um miðjan júlí að Alexander myndi fara frá félaginu eftir tímabilið sem nú var að ljúka, þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar á sunnudaginn með 3-0 sigri á Víkingi. Hann lék ellefu deildarleiki með liðinu framan af tímabili en mun hafa átt við meiðsli í hné að stríða og hefur ekki spilað síðan 21. júlí. „Við bjóðum Alexander Helga velkominn í KR og vonumst til að sjá hann blómstra í KR treyjunni á næsta tímabili,“ segir í tilkynningu frá KR nú í morgun. Óskar Hrafn hefur ekki setið auðum höndum á leikmannamarkaðnum frá því að hann tók við liði KR um mitt tímabil. Liðið fékk þá Ástbjörn Þórðarson, Gyrði Hrafn Guðbrandsson og Guðmund Andra Tryggvason til liðsins í sumarglugganum. Alexander Helgi er þá áttundi leikmaðurinn sem bætist við hópinn fyrir næsta tímabil, alls sá ellefti frá því að Óskar mætti í Vesturbæinn. Áður hefur KR samið við Róbert Elís Hlynsson sem kom frá ÍR, þeir Óliver Dagur Thorlacius, Júlíus Már Júlíusson og Halldór Snær Georgsson komu allir úr Fjölni, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu og Hjalti Sigurðsson frá Leikni R. Þá gæti bæst við hóp KR enn frekar á næstu dögum og vikum en heimildir Vísis herma að félagið hyggist fá Vicente Valor til liðsins en sá var öflugur með ÍBV er Eyjamenn unnu Lengjudeildina í sumar.
Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira