Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 08:24 Nick Bosa vildi ólmur lýsa yfir stuðningi við Donald Trump og mætti því inn í mitt viðtal hjá liðsfélaga sínum. Getty/ Lachlan Cunningham/ NFL stjörnuleikmaðurinn Nick Bosa braut reglur deildarinnar þegar hann mætti óumbeðinn í viðtal með Donald Trump derhúfu. Bosa var greinilega staðráðinn að lýsa yfir stuðningi sínum við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna en Trump reynir að komast aftur til valda í forsetakosningunum á þriðjudaginn kemur. Bosa var öflugur í sigri San Francisco 49ers á Dallas Cowboys um síðustu helgi. Hann var þó ekki tekin í sjónvarpsviðtal eftir leikinn heldur var leikstjórnandi hans Brock Purdy í umræddu viðtali. Bosa ákvað að trufla viðtalið og birtist þá með „Make America great again“ Maga-derhúfu. Þetta eru einkunnarorð Trump frá því að hann var kosinn forseti árið 2016. Bosa benti á húfu sína og það fór ekkert á milli mála að hann var lýsa yfir stuðningi við Trump. Uppátæki Bosa vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og þar skiptust menn í tvo hópa eins og oft áður í bandarískum stjórnmálum. Bosa er stórstjarnan í deildinni og var kosinn besti varnarmaður deildarinnar árið 2022. Bosa var seinna spurður út í framferði sitt á blaðamannafundi en vildi þá ekki segja mikið. „Ég vil ekki tala mikið um það en ég tel að við lifum á mikilvægum tímum,“ sagði Bosa. Bosa á von á refsingu, líklegast vænlegri sekt, fyrir brot á reglum deildarinnar sem banna öll pólitísk skilaboð. Það fylgir þó sögunni að treyja Bosa hefur selst vel síðan og væntanlega til ánægðra Trump stuðningsmanna. #49ers DE Nick Bosa crashed NBC’s postgame interview with Brock Purdy to flash his Donald Trump “MAGA” hat. pic.twitter.com/Ifw1ACt09l— Ari Meirov (@MySportsUpdate) October 28, 2024 NFL Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Bosa var greinilega staðráðinn að lýsa yfir stuðningi sínum við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna en Trump reynir að komast aftur til valda í forsetakosningunum á þriðjudaginn kemur. Bosa var öflugur í sigri San Francisco 49ers á Dallas Cowboys um síðustu helgi. Hann var þó ekki tekin í sjónvarpsviðtal eftir leikinn heldur var leikstjórnandi hans Brock Purdy í umræddu viðtali. Bosa ákvað að trufla viðtalið og birtist þá með „Make America great again“ Maga-derhúfu. Þetta eru einkunnarorð Trump frá því að hann var kosinn forseti árið 2016. Bosa benti á húfu sína og það fór ekkert á milli mála að hann var lýsa yfir stuðningi við Trump. Uppátæki Bosa vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og þar skiptust menn í tvo hópa eins og oft áður í bandarískum stjórnmálum. Bosa er stórstjarnan í deildinni og var kosinn besti varnarmaður deildarinnar árið 2022. Bosa var seinna spurður út í framferði sitt á blaðamannafundi en vildi þá ekki segja mikið. „Ég vil ekki tala mikið um það en ég tel að við lifum á mikilvægum tímum,“ sagði Bosa. Bosa á von á refsingu, líklegast vænlegri sekt, fyrir brot á reglum deildarinnar sem banna öll pólitísk skilaboð. Það fylgir þó sögunni að treyja Bosa hefur selst vel síðan og væntanlega til ánægðra Trump stuðningsmanna. #49ers DE Nick Bosa crashed NBC’s postgame interview with Brock Purdy to flash his Donald Trump “MAGA” hat. pic.twitter.com/Ifw1ACt09l— Ari Meirov (@MySportsUpdate) October 28, 2024
NFL Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira