Þrátt fyrir að Pep Guardiola, þjálfari Man City, hafi gefið út að hann myndi spila „unglingaliðinu“ í deildarbikarnum þá voru mörg stór nöfn í liði liðsins í kvöld.
Heimamenn höfðu ekki áhyggjur af því en Timo Werner kom Tottenham yfir strax á 5. mínútu og Pape Matar Sarr bætti við öðru marki liðsins tuttugu mínútum síðar. Dejan Kulusevksi lagði upp bæði mörkin.
Matheus Nunes klóraði í bakkann fyrir Man City eftir sendingu Savinho undir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-1 í hálfleik. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og Tottenham er komið í 8-liða úrslit deildarbikarsins ásamt Liverpool, Manchester United, Crystal Palace, Newcastle United, Arsenal, Brentford og Southampton.