Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2024 19:36 Garðar Ingi Sindrason var með markahærri mönnum FH í kvöld. Vísir/Anton Brink FH mátti þola fjögurra marka tap gegn Sävehof ytra í Evrópudeild karla í handbolta, lokatölur 30-26. FH mætti með sjálfstraustið í lagi eftir frábæran fjögurra marka sigur á Svíunum í síðustu umferð H-riðils. Tapið í Kaplakrika var leikmönnum Sävehof því ofarlega í huga og engar líkur á vanmati í leik kvöldsins. Framan af leik má segja að þarna hafi stálin stinn mæst, liðin héldust í hendur allt þangað til það voru fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Staðan þá 13-13 en heimamenn skoruðu þrjú mörk í röð og voru því þremur mörkum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik tókst FH-ingum aldrei að vinna upp þennan þriggja marka mun þrátt fyrir að ná að minnka muninn niður í aðeins eitt mark um miðbik hálfleiksins. Á endanum fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 30-26. Gustaf Wedberg, Isak Jogvan Djurhuus Vedelsbøl og Oli Mittun voru markahæstir hjá Sävehof með fimm mörk hver. Símon Michael Guðjónsson var markahæstur hjá FH með sex mörk. Þar á eftir komu Garðar Ingi Sindrason, Jóhannes Berg Andrason og Jón Bjarni Ólafsson með fjögur mörk hver. Í markinu vörðu Daníel Freyr Andrésson og Birkir Fannar Bragason samtals níu skot. Í hinum leik kvöldsins i H-riðli vann franska liðið Toulouse lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach með eins marks mun, 31-30. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í liði Gummersbach. Guðjón Valur þegar Gummersbach sótti FH heim.Vísir/Anton Brink Staðan er svo þannig eftir fjórar umferðir að Gummersbach og Toulouse eru með sex stig þökk sé þremur sigrum og einu tapi á lið til þessa. Sävehof og FH eru svo með tvö stig eftir einn sigur en Hafnfirðingar sitja hins vegar á botninum sem stendur á markatölu. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Sjá meira
FH mætti með sjálfstraustið í lagi eftir frábæran fjögurra marka sigur á Svíunum í síðustu umferð H-riðils. Tapið í Kaplakrika var leikmönnum Sävehof því ofarlega í huga og engar líkur á vanmati í leik kvöldsins. Framan af leik má segja að þarna hafi stálin stinn mæst, liðin héldust í hendur allt þangað til það voru fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Staðan þá 13-13 en heimamenn skoruðu þrjú mörk í röð og voru því þremur mörkum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik tókst FH-ingum aldrei að vinna upp þennan þriggja marka mun þrátt fyrir að ná að minnka muninn niður í aðeins eitt mark um miðbik hálfleiksins. Á endanum fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 30-26. Gustaf Wedberg, Isak Jogvan Djurhuus Vedelsbøl og Oli Mittun voru markahæstir hjá Sävehof með fimm mörk hver. Símon Michael Guðjónsson var markahæstur hjá FH með sex mörk. Þar á eftir komu Garðar Ingi Sindrason, Jóhannes Berg Andrason og Jón Bjarni Ólafsson með fjögur mörk hver. Í markinu vörðu Daníel Freyr Andrésson og Birkir Fannar Bragason samtals níu skot. Í hinum leik kvöldsins i H-riðli vann franska liðið Toulouse lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach með eins marks mun, 31-30. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í liði Gummersbach. Guðjón Valur þegar Gummersbach sótti FH heim.Vísir/Anton Brink Staðan er svo þannig eftir fjórar umferðir að Gummersbach og Toulouse eru með sex stig þökk sé þremur sigrum og einu tapi á lið til þessa. Sävehof og FH eru svo með tvö stig eftir einn sigur en Hafnfirðingar sitja hins vegar á botninum sem stendur á markatölu.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Sjá meira