Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar 29. október 2024 15:33 Erindi eftirfarandi greinar er fyrst og fremst menningarlegt umhugsunarefni nú þegar gengið verður til þingkosninga eftir sléttan mánuð. Þessa dagana les ég inn bókina Besti vinur aðal fyrir Hljóðbókasafnið, stofnun sem lánar sjónskertum út bækur. Einn í litlum og lokuðum klefa safnsins rak ég í gær augun í villu í bókinni og sá samstundis fyrir mér krítík um bókina sem yrði eitthvað á þessa leið: „Óþarft er að ræða þessa bók í mörgum orðum, þar sem í henni er villa sem sýnir fram á að ekki stendur steinn yfir steini hjá höfundi. Ég gef bókinni hauskúpu fyrir ónákvæmni. – NN.“ En af hverju er ég að segja ykkur þetta? Getur það annað en skaðað efnahag minn og orðspor að benda ótilneytt á villu í bók sem nú er til sölu? Dólgaleitin Það vakti verðskuldaða athygli þegar forsætisráðherra þjóðarinnar ræddi blöndun menningarheima í síðustu viku. Lífskjör skuldugra Íslendinga hafa snarversnað síðustu misseri. Innviðaskuld hleðst upp. Ef of hátt hlutfall af peningum ríkisins fer í sukk og svínarí í stað þess að styrkja innviði í samræmi við fleiri notendur finnst sumum freistandi að gera þá að sökudólgum sem halda þó samfélaginu okkar gangandi. Æ fleiri tala inn í óttann, kannski vegna þess hve hrygg við erum þessa dagana. Hrygg vegna þess að það hefur runnið upp fyrir okkur að óslitnar línulegar framfarir allt frá síðari heimsstyrjöldinni hafa vikið fyrir bakslagi. Bakslagið er menningarlegt, efnahagslegt og öryggislegt. Börn drepa börn hér á landi og fullorðnir drepa börn. Allt of mörg okkar eru veik, fátæk, útskúfuð og týnd. Við höfum réttmætar áhyggjur af framtíð barna og barnabarna, efnahagslega, menningarlega og umhverfislega. Þegar kvíði og ótti liggur yfir einangraðri eyju í hinu harða norðri misserum saman, þar sem sjálft sumarið leyfir sér stundum að fljúga framhjá, getur orðið freistandi að kenna þeim um ástandið sem ekki eru eins og við. Hvort sem um ræðir hugmyndir eða húðlit. Alræmd fyrir illmælgi Benedikt Gröndal lýsti Íslendingum þannig á nítjándu öldinni að við værum alræmd fyrir illmælgi. Hér er því kannski búið að hefð, en hafi nokkru sinni verið þörf á bættum og breyttum siðum í þessum efnum er það nú mitt í allri fólksfjölguninni. Ef lausn og sátt á að skapast um okkur sjálf sem samfélag blasir við að það gæti verið gott ef við næðum að tileinka okkur að tala betur hvert um annað. Ekki síst fólkið sem leggur fram og lætur hendur standa fram úr ermum. Sælla að gefa en þiggja Leyfum hvert öðru að njóta sannmælis. Rýnum kjarna mála í samhengi, einblínum ekki á ein stök mistök, látum ekki frávikin réttlæta skrímslavæðingu. Ef við venjum okkur á að tala fallega um fólk og ef við trúum að hið góða sé ríkara í mannskepnunni en myrkrið, er líklegt að okkur muni sjálfum líða miklu betur í sálinni. Þótt peningatal eitt og sér hafi um of langt skeið náð að yfirskyggja mestalla þjóðfélagsumræðu á kostnað kjarnamála, svo sem mikilvægi dyggða og æðri gilda, hefur ekkert breyst síðan meistarinn minnti okkur fyrir árþúsundum á eina helstu meginstoð merkingarbærrar tilveru: Að sælla er að gefa en þiggja. Endurheimtum okkur sjálf Ef okkur á að takast að endurheimta lífsgæðin, sem við söknum, endurheimta friðinn sem við söknum, endurheimta öryggið sem við söknum, endurheimta húsnæðistækifærin sem við söknum og ef við við viljum eygja von um matarkörfu sem ekki sker sig frá flestum öðrum matarkörfum vegna innlendrar spillingar, efnahagsóstjórnar og fákeppni, verður að skapast samstaða um mikilvægi helstu úrbóta. Gætum við hugleitt þótt ekki væri nema eitt andartak að okkar fyrrum samhenta íslenska þjóð vann félagslegt og lífsgæðalegt afrek á síðustu öld sem við búum enn að. Þökk sé gríðarlegum náttúruauðlindum að við erum í fínum séns til að endurheimta veraldleg og andleg lífsgæði og þá ekki síst samstöðuna. En það er efni í aðra grein hvernig við gerum það og þá grein mun ég síðar skrifa á þessum sama vettvangi. Það gæti verið forvitnilegt að gera ósamstöðuna og illmælgina að kosningamáli, vegna þess að sundrungin gæti annars reynst okkur dýr. Umræða um það sem aðgreinir okkur mun ein og sér ekki leiða okkur inn í betri tíma. Vonin felst í því að umfaðma það og lyfta því hærra í umræðunni sem sameinar okkur. Höfundur er fjölmiðlamaður og rithöfundur sem skipar þriðja sætið fyrir Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Erindi eftirfarandi greinar er fyrst og fremst menningarlegt umhugsunarefni nú þegar gengið verður til þingkosninga eftir sléttan mánuð. Þessa dagana les ég inn bókina Besti vinur aðal fyrir Hljóðbókasafnið, stofnun sem lánar sjónskertum út bækur. Einn í litlum og lokuðum klefa safnsins rak ég í gær augun í villu í bókinni og sá samstundis fyrir mér krítík um bókina sem yrði eitthvað á þessa leið: „Óþarft er að ræða þessa bók í mörgum orðum, þar sem í henni er villa sem sýnir fram á að ekki stendur steinn yfir steini hjá höfundi. Ég gef bókinni hauskúpu fyrir ónákvæmni. – NN.“ En af hverju er ég að segja ykkur þetta? Getur það annað en skaðað efnahag minn og orðspor að benda ótilneytt á villu í bók sem nú er til sölu? Dólgaleitin Það vakti verðskuldaða athygli þegar forsætisráðherra þjóðarinnar ræddi blöndun menningarheima í síðustu viku. Lífskjör skuldugra Íslendinga hafa snarversnað síðustu misseri. Innviðaskuld hleðst upp. Ef of hátt hlutfall af peningum ríkisins fer í sukk og svínarí í stað þess að styrkja innviði í samræmi við fleiri notendur finnst sumum freistandi að gera þá að sökudólgum sem halda þó samfélaginu okkar gangandi. Æ fleiri tala inn í óttann, kannski vegna þess hve hrygg við erum þessa dagana. Hrygg vegna þess að það hefur runnið upp fyrir okkur að óslitnar línulegar framfarir allt frá síðari heimsstyrjöldinni hafa vikið fyrir bakslagi. Bakslagið er menningarlegt, efnahagslegt og öryggislegt. Börn drepa börn hér á landi og fullorðnir drepa börn. Allt of mörg okkar eru veik, fátæk, útskúfuð og týnd. Við höfum réttmætar áhyggjur af framtíð barna og barnabarna, efnahagslega, menningarlega og umhverfislega. Þegar kvíði og ótti liggur yfir einangraðri eyju í hinu harða norðri misserum saman, þar sem sjálft sumarið leyfir sér stundum að fljúga framhjá, getur orðið freistandi að kenna þeim um ástandið sem ekki eru eins og við. Hvort sem um ræðir hugmyndir eða húðlit. Alræmd fyrir illmælgi Benedikt Gröndal lýsti Íslendingum þannig á nítjándu öldinni að við værum alræmd fyrir illmælgi. Hér er því kannski búið að hefð, en hafi nokkru sinni verið þörf á bættum og breyttum siðum í þessum efnum er það nú mitt í allri fólksfjölguninni. Ef lausn og sátt á að skapast um okkur sjálf sem samfélag blasir við að það gæti verið gott ef við næðum að tileinka okkur að tala betur hvert um annað. Ekki síst fólkið sem leggur fram og lætur hendur standa fram úr ermum. Sælla að gefa en þiggja Leyfum hvert öðru að njóta sannmælis. Rýnum kjarna mála í samhengi, einblínum ekki á ein stök mistök, látum ekki frávikin réttlæta skrímslavæðingu. Ef við venjum okkur á að tala fallega um fólk og ef við trúum að hið góða sé ríkara í mannskepnunni en myrkrið, er líklegt að okkur muni sjálfum líða miklu betur í sálinni. Þótt peningatal eitt og sér hafi um of langt skeið náð að yfirskyggja mestalla þjóðfélagsumræðu á kostnað kjarnamála, svo sem mikilvægi dyggða og æðri gilda, hefur ekkert breyst síðan meistarinn minnti okkur fyrir árþúsundum á eina helstu meginstoð merkingarbærrar tilveru: Að sælla er að gefa en þiggja. Endurheimtum okkur sjálf Ef okkur á að takast að endurheimta lífsgæðin, sem við söknum, endurheimta friðinn sem við söknum, endurheimta öryggið sem við söknum, endurheimta húsnæðistækifærin sem við söknum og ef við við viljum eygja von um matarkörfu sem ekki sker sig frá flestum öðrum matarkörfum vegna innlendrar spillingar, efnahagsóstjórnar og fákeppni, verður að skapast samstaða um mikilvægi helstu úrbóta. Gætum við hugleitt þótt ekki væri nema eitt andartak að okkar fyrrum samhenta íslenska þjóð vann félagslegt og lífsgæðalegt afrek á síðustu öld sem við búum enn að. Þökk sé gríðarlegum náttúruauðlindum að við erum í fínum séns til að endurheimta veraldleg og andleg lífsgæði og þá ekki síst samstöðuna. En það er efni í aðra grein hvernig við gerum það og þá grein mun ég síðar skrifa á þessum sama vettvangi. Það gæti verið forvitnilegt að gera ósamstöðuna og illmælgina að kosningamáli, vegna þess að sundrungin gæti annars reynst okkur dýr. Umræða um það sem aðgreinir okkur mun ein og sér ekki leiða okkur inn í betri tíma. Vonin felst í því að umfaðma það og lyfta því hærra í umræðunni sem sameinar okkur. Höfundur er fjölmiðlamaður og rithöfundur sem skipar þriðja sætið fyrir Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun