Björgunarsveitum tókst að losa bátinn Árni Sæberg skrifar 29. október 2024 10:16 Áhöfn Gísla Jóns dældi vatni upp úr bátnum. Landsbjörg Rétt fyrir klukkan 18 í gær tókst björgunarsveitum á Vestfjörðum að losa fiskibátinn sem strandaði í mynni Súgandafjarðar í gærmorgun. Í gær var greint frá því að smábátur hefði strandað í utanverðum Súgandafirði í gærmorgun og tveir menn um borð hefðu verið hífðir upp í þyrlu. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um miðjan dag í gær hafi verið farið að huga að aðgerðum, slöngubátur frá Björgunarsveitinni Björg á Suðureyri hafi flutt mannskap og ýmsan búnað í fjöruna við bátinn, ljósavél, dælur og belgi til að þétta bátinn ef á þyrfti að halda. Eftir að hafa skoðað aðstæður hafi verið talið að ekki þyrfti að draga bátinn langt áður en hann flyti upp vegna hve aðdjúpt var að strandstaðnum. Dráttartaug slitnaði Um hálf fimm í gær hafi svo verið komin dráttartaug yfir í björgunarskipið Gísla Jóns sem hafi þá losað akkeri og hafi að toga í. Dráttartaugin hafi slitnað við fyrstu tilraun og sterkari taug sett á milli. Um klukkan 18 hafi báturinn verið á floti og tekinn aðeins frá landi. Þá hafi hann verið losaður úr Gísla Jóns og Kobbi Láka tekið við að draga, á meðan Gísli Jóns tók bátinn á síðuna svo hægt væri að beita öflugum dælum um borð í Gísla til að dæla úr bátnum. Talsverður leki hafi verið að bátnum og ljóst að hann hefði líklega sokkið ef ekki hefði verið hægt að dæla úr honum. Kominn í höfn rétt upp úr 19 Þannig hafi báturinn verið dreginn inn til Suðureyrar og rennt upp í sjósetningarrennu í höfninni rétt upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Auk áðurnefndra björgunarskipa og báta hafi björgunarbáturinn Stella frá Flateyri tekið þátt í aðgerðum þar sem þurft hafi að flytja mannskap og tæki milli báta. Myndskeið frá Landsbjörg af björguninni má sjá í spilaranum hér að neðan: Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Í gær var greint frá því að smábátur hefði strandað í utanverðum Súgandafirði í gærmorgun og tveir menn um borð hefðu verið hífðir upp í þyrlu. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um miðjan dag í gær hafi verið farið að huga að aðgerðum, slöngubátur frá Björgunarsveitinni Björg á Suðureyri hafi flutt mannskap og ýmsan búnað í fjöruna við bátinn, ljósavél, dælur og belgi til að þétta bátinn ef á þyrfti að halda. Eftir að hafa skoðað aðstæður hafi verið talið að ekki þyrfti að draga bátinn langt áður en hann flyti upp vegna hve aðdjúpt var að strandstaðnum. Dráttartaug slitnaði Um hálf fimm í gær hafi svo verið komin dráttartaug yfir í björgunarskipið Gísla Jóns sem hafi þá losað akkeri og hafi að toga í. Dráttartaugin hafi slitnað við fyrstu tilraun og sterkari taug sett á milli. Um klukkan 18 hafi báturinn verið á floti og tekinn aðeins frá landi. Þá hafi hann verið losaður úr Gísla Jóns og Kobbi Láka tekið við að draga, á meðan Gísli Jóns tók bátinn á síðuna svo hægt væri að beita öflugum dælum um borð í Gísla til að dæla úr bátnum. Talsverður leki hafi verið að bátnum og ljóst að hann hefði líklega sokkið ef ekki hefði verið hægt að dæla úr honum. Kominn í höfn rétt upp úr 19 Þannig hafi báturinn verið dreginn inn til Suðureyrar og rennt upp í sjósetningarrennu í höfninni rétt upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Auk áðurnefndra björgunarskipa og báta hafi björgunarbáturinn Stella frá Flateyri tekið þátt í aðgerðum þar sem þurft hafi að flytja mannskap og tæki milli báta. Myndskeið frá Landsbjörg af björguninni má sjá í spilaranum hér að neðan:
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir