Um „orðskrípið“ inngildingu Kjartan Þór Ingason skrifar 28. október 2024 10:16 Árið 2013 var orðið ljósmóðir kosið fallegasta orð íslenskrar tungu af landsmönnum. Ég man hvað mér þótti vænt um þessa niðurstöðu, enda starfaði móðir mín sem ljósmóðir og fjölskyldan þekkir vel til þeirrar miklu vinnu sem fylgir starfinu. Annað íslenskt orð sem stendur mér nærri er orðið inngilding, en samkvæmt íslenskri orðabók felur orðið í sér að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, í skóla, á vinnumarkaði eða á öðrum vettvangi, og séu viðurkenndir sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Í inngildandi samfélagi er horfið frá hugmyndum um „venjulegar“ aðstæður fyrir suma og lélegum sérlausnum fyrir alla hina. Í staðinn er útfærsla hins almenna víkkuð út með það að markmiði að hún virki fyrir fjölbreytta hópa, öllum til hagsbóta. Það eru þó ekki allir einhuga um ágæti orðsins inngildingar eða þeirra mannréttinda sem orðið stendur fyrir. Mannréttindi eða orðskrípi Í þættinum Spursmál þriðjudaginn 22. október síðastliðinn var inngilding til umræðu og lagðist orðið misvel í gesti þáttarins. Meðlimur Miðflokksins, sem jafnframt sækist eftir oddvitasæti hjá flokknum í næstu komandi Alþingiskosningum sagði inngildingu vera orðskrípi sem enginn skilur. Þrátt fyrir meintan óskiljanleika orðsins tókst honum að tengja orðið strax við frasa á borð við „opinn faðm“ og „að vera góður við alla“. Það má vel vera að skiptar skoðanir séu um gæði þýðingar enska orðsins „inclusion“ sem inngildingu, hvort þýðingin sé málfræðilega falleg eða orðskrípi. Hins vegar er það mikið hagsmunamál í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks hvort löggjafar- og framkvæmdavaldið sé fylgjandi merkingu orðsins og beiti sér markvisst fyrir jöfnu aðgengi fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu eður ei. Inngilding fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld undirrituðu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Allir einstaklingar eiga að vera jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til mannréttinda. Með SRFF er viðurkennt að fatlað fólk hefur ekki haft sömu tækifæri og aðrir í gegnum tíðina. Inngilding er rauði þráðurinn í gegnum allar greinar samningsins sem taka á fjölbreyttum áherslum, til að mynda.a.m. aðgengi, sjálfstæðu lífi, virðingu fyrir heimili og fjölskyldu og rétti til lífs. Vorið 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sextán þingmanna um að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu SRFF og að frumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020. Sú varð ekki raunin. ÖBÍ treysti því að samningurinn yrði lögfestur á 152. löggjafarþingi 2021-2022. Sú varð heldur ekki raunin. Loksins birti til þegar lögfesting SRFF var á lista þingmálaskrár fyrir haustþing 2024 en því plaggi hefur verið ýtt út af borðinu í kjölfar þingrofs og kosninga. Svo virðist vera að merking orðana „eigi síðar en“ sé afar teygjanlegt hugtak. Skýr svör og aðgerðir ÖBÍ réttindasamtök eru bandalag 40 fjölbreyttra aðildarfélaga fatlaðs fólks með samanlagt yfir 40.000 skráða félaga. Til að setja það í samhengi þá er sú tala hærri en allir íbúar Kópavogsbæjar sem er jafnframt næstfjölmennasta sveitarfélag landsins. Lögfesting SRFF og aðgerðir í þágu inngildingar fatlaðs fólk inn í samfélagið eru grundvöllur þess að fatlað fólk geti lifað lífinu lifandi til jafns við ófatlað fólk. Það er því eðlileg krafa til stjórnmálaflokka að þeir svari skýrt hvort þeir munu beita sér markvisst fyrir lögfestingu SRFF inn í íslenska löggjöf og inngildingu fatlaðs fólks inn í samfélagið. Þann 30. nóvember verður gengið til kosninga, ekki um fallegasta orðið heldur um stjórn landsins til næstu fjögurra ára og tillögur stórnmálaflokka um uppbyggingu samfélagsins og þeirra framtíðarsýn. Virkt samtal frambjóðenda og kjörinna fulltrúa við kjósendur í aðdraganda kosninga er mikilvægur þáttur í lýðræðisríki. Dyrnar mega þó ekki lokast daginn eftir kjördag og mikilvægt er að kjörnir fulltrúar viðhafi virkt samráð við íbúa landsins yfir allt kjörtímabilið. ÖBÍ vill leggja sitt af mörkumá vogarskálina í þágu lýðræðislegs samtals og býður formönnum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til opins fundar í nóvember á Grand hóteli. Þar gefst fulltrúunum tækifæri til að svara þeim spurningum sem reifaðar voru hér að ofan og öðrum málum sem brenna á fundargestum. Orðum fylgja ábyrgð og merking orða getura haft mikil áhrif á líf og lífsgæði þegar þeim er hrint í framkvæmd. Í því samhengi er vert að nefna orðin loforð og traust sem heyrast iðulega í umræðum í aðdraganda kosninga. Nú er sóknarfæri fyrir frambjóðendur og flokka til að láta verkin tala, hrinda gömlum sem nýjum loforðum í framkvæmd og tryggja að fatlað fólk búi við sömu mannréttindi og ófatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2013 var orðið ljósmóðir kosið fallegasta orð íslenskrar tungu af landsmönnum. Ég man hvað mér þótti vænt um þessa niðurstöðu, enda starfaði móðir mín sem ljósmóðir og fjölskyldan þekkir vel til þeirrar miklu vinnu sem fylgir starfinu. Annað íslenskt orð sem stendur mér nærri er orðið inngilding, en samkvæmt íslenskri orðabók felur orðið í sér að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, í skóla, á vinnumarkaði eða á öðrum vettvangi, og séu viðurkenndir sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Í inngildandi samfélagi er horfið frá hugmyndum um „venjulegar“ aðstæður fyrir suma og lélegum sérlausnum fyrir alla hina. Í staðinn er útfærsla hins almenna víkkuð út með það að markmiði að hún virki fyrir fjölbreytta hópa, öllum til hagsbóta. Það eru þó ekki allir einhuga um ágæti orðsins inngildingar eða þeirra mannréttinda sem orðið stendur fyrir. Mannréttindi eða orðskrípi Í þættinum Spursmál þriðjudaginn 22. október síðastliðinn var inngilding til umræðu og lagðist orðið misvel í gesti þáttarins. Meðlimur Miðflokksins, sem jafnframt sækist eftir oddvitasæti hjá flokknum í næstu komandi Alþingiskosningum sagði inngildingu vera orðskrípi sem enginn skilur. Þrátt fyrir meintan óskiljanleika orðsins tókst honum að tengja orðið strax við frasa á borð við „opinn faðm“ og „að vera góður við alla“. Það má vel vera að skiptar skoðanir séu um gæði þýðingar enska orðsins „inclusion“ sem inngildingu, hvort þýðingin sé málfræðilega falleg eða orðskrípi. Hins vegar er það mikið hagsmunamál í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks hvort löggjafar- og framkvæmdavaldið sé fylgjandi merkingu orðsins og beiti sér markvisst fyrir jöfnu aðgengi fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu eður ei. Inngilding fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld undirrituðu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Allir einstaklingar eiga að vera jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til mannréttinda. Með SRFF er viðurkennt að fatlað fólk hefur ekki haft sömu tækifæri og aðrir í gegnum tíðina. Inngilding er rauði þráðurinn í gegnum allar greinar samningsins sem taka á fjölbreyttum áherslum, til að mynda.a.m. aðgengi, sjálfstæðu lífi, virðingu fyrir heimili og fjölskyldu og rétti til lífs. Vorið 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sextán þingmanna um að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu SRFF og að frumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020. Sú varð ekki raunin. ÖBÍ treysti því að samningurinn yrði lögfestur á 152. löggjafarþingi 2021-2022. Sú varð heldur ekki raunin. Loksins birti til þegar lögfesting SRFF var á lista þingmálaskrár fyrir haustþing 2024 en því plaggi hefur verið ýtt út af borðinu í kjölfar þingrofs og kosninga. Svo virðist vera að merking orðana „eigi síðar en“ sé afar teygjanlegt hugtak. Skýr svör og aðgerðir ÖBÍ réttindasamtök eru bandalag 40 fjölbreyttra aðildarfélaga fatlaðs fólks með samanlagt yfir 40.000 skráða félaga. Til að setja það í samhengi þá er sú tala hærri en allir íbúar Kópavogsbæjar sem er jafnframt næstfjölmennasta sveitarfélag landsins. Lögfesting SRFF og aðgerðir í þágu inngildingar fatlaðs fólk inn í samfélagið eru grundvöllur þess að fatlað fólk geti lifað lífinu lifandi til jafns við ófatlað fólk. Það er því eðlileg krafa til stjórnmálaflokka að þeir svari skýrt hvort þeir munu beita sér markvisst fyrir lögfestingu SRFF inn í íslenska löggjöf og inngildingu fatlaðs fólks inn í samfélagið. Þann 30. nóvember verður gengið til kosninga, ekki um fallegasta orðið heldur um stjórn landsins til næstu fjögurra ára og tillögur stórnmálaflokka um uppbyggingu samfélagsins og þeirra framtíðarsýn. Virkt samtal frambjóðenda og kjörinna fulltrúa við kjósendur í aðdraganda kosninga er mikilvægur þáttur í lýðræðisríki. Dyrnar mega þó ekki lokast daginn eftir kjördag og mikilvægt er að kjörnir fulltrúar viðhafi virkt samráð við íbúa landsins yfir allt kjörtímabilið. ÖBÍ vill leggja sitt af mörkumá vogarskálina í þágu lýðræðislegs samtals og býður formönnum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til opins fundar í nóvember á Grand hóteli. Þar gefst fulltrúunum tækifæri til að svara þeim spurningum sem reifaðar voru hér að ofan og öðrum málum sem brenna á fundargestum. Orðum fylgja ábyrgð og merking orða getura haft mikil áhrif á líf og lífsgæði þegar þeim er hrint í framkvæmd. Í því samhengi er vert að nefna orðin loforð og traust sem heyrast iðulega í umræðum í aðdraganda kosninga. Nú er sóknarfæri fyrir frambjóðendur og flokka til að láta verkin tala, hrinda gömlum sem nýjum loforðum í framkvæmd og tryggja að fatlað fólk búi við sömu mannréttindi og ófatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri ÖBÍ réttindasamtaka.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun