Akademískt frelsi er í hættu – Tími til aðgerða Sigrún Ólafsdóttir, Baldvin Zarioh og Hjördís Sigursteinsdóttir skrifa 28. október 2024 09:03 Þegar Norðurlandaráð kemur saman á Íslandi nú í lok október verður þess farið á leit við þá sem sitja fund ráðsins að tekist sé á við það brýna verkefni að standa vörð um akademískt frelsi á Norðurlöndunum. Um áratugaskeið hafa Norðurlöndin verið í fararbroddi á alþjóðavísu um hvernig hægt er að verja rannsóknar- og menntastofnanir gegn pólitískum, viðskiptatengdum og hugmyndafræðilegum þrýstingi. Háskólar á Íslandi hafa dafnað sem vöggur sjálfstæðrar hugsunar þar sem rannsóknir og menntun hafa fengið að þróast án utanaðkomandi afskipta. Virðing fyrir akademísku frelsi háskóla hefur átt stóran þátt í því að á Norðurlöndum hafa þróast framúrskarandi lýðræðissamfélög sem byggja á tæknilegri og samfélagslegri nýsköpun og háum lífsgæðum. Um þessar mundir er sótt að umræddri arfleifð. Akademískt frelsi háskóla á Norðurlöndunum er undir sívaxandi þrýstingi. Aukin þörf fyrir utanaðkomandi fjármögnun dregur úr sjálfstæði fræðafólks. Pólitísk afskipti hafa áhrif á rannsóknaráætlanir og aukning tímabundinna ráðninga gerir fræðafólk berskjaldað og dregur úr hvata til að takast á við nýjungar eða umdeildar rannsóknir. Að auki hefur lýðræðisleg ákvarðanataka innan háskólanna veikst vegna aukinnar miðstýringar. Erfiðast er hvernig áreitni hefur versnað og hótunum á hendur fræðafólki, einkum þeim sem vinna að viðkvæmum eða umdeildum málum, hefur fjölgað. Þetta skerðir ekki aðeins tjáningarfrelsi einstaklinga heldur grefur undan lýðræðislegum stoðum samfélagsins. Þessi staða er ekki aðeins norrænt vandamál – hún hefur alþjóðlegar afleiðingar. Ef Norðurlönd, sem lengi hafa verið leiðandi á vettvangi rannsókna og fræða, glata forskoti sínu, sendir það skilaboð til umheimsins. Skerðing á sjálfstæði norrænna háskóla- og rannsóknarstofnana gæti skapað hættulegt fordæmi og haft áhrif víðar heldur en í hverju landi fyrir sig. Á þessum mikilvægu tímamótum kalla fagfélög starfsfólks norræna háskóla sameiginlega eftir tafarlausum aðgerðum. Við krefjumst þess að ráðamenn verji grunngildi akademísks frelsis og tryggi sjálfstæði háskóla. Tími aðgerðarleysis er liðinn – mikilvæg skref þarf að stíga til varnar heilinda akademískra stofnana okkar svo þær geti haldið áfram að vera leiðandi í rannsóknum og menntun á heimsvísu. Áskorun til norrænna þingmanna og stjórnvalda um að: Tryggja opinbera fjármögnun háskóla. Opinber fjármögnun þarf að vera örugg og nægjanleg til að tryggja fræðafólki frelsi til sjálfstæðra rannsókna, óháð dagskrá fjármögnunaraðila. Styrkja lagalega vernd akademísks frelsis. Sterkari lagaleg vernd er nauðsynleg til að tryggja að akademískt starfsfólk og háskólar hafi áfram sjálfstæðar og gagnrýnar raddir í samfélaginu, varðar utanaðkomandi þrýstingi og pólitískum áhrifum. Tryggja langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Fjölgun tímabundinna ráðningarsamninga grefur undan akademísku frelsi og langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Við krefjumst öruggs langtíma starfsöryggis fyrir akademískt starfsfólk, svo það geti tekið fræðilegar áhættur og fylgt nýjungum í rannsóknum án þess að óttast um starfsöryggi sitt. Endurheimta lýðræðislega stjórnun háskóla. Tilfærsla í átt að miðstýrðri stjórnun hefur veikt hlutverk akademísks starfsfólks við það að móta forgangsröðun háskóla. Við köllum eftir auknu vægi jafningjastjórnunar, þar sem akademískt starfsfólk hafa raunveruleg áhrif á ákvarðanir um rannsóknir og kennslu. Verja fræðafólk gegn áreitni og hótunum. Akademískt starfsfólk verður að geta tekið þátt í opinberri umræðu og sinnt rannsóknum sínum án þess að óttast áreitni eða hefndaraðgerðir. Háskólar þurfa sterkari vernd og stuðningskerfi til að verja akademískt tjáningarfrelsi. Við skorum á Norðurlandaráð og stjórnvöld á Norðurlöndum að bregðast hratt við þessum áskorunum til að vernda lýðræðisleg grunngildi. Norðurlönd verða að halda áfram að vera fyrirmynd akademísks sjálfstæðis og heiðarleika. Nú er rétti tíminn til að verja það frelsi sem lengi hefur einkennt starfsemi norrænna háskóla og styrkt norræn samfélög. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora við ríkisháskólaBaldvin Zarioh, formaður Félags háskólakennaraHjördís Sigursteinsdóttir, formaður Félags háskólakennara á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Norðurlandaráð kemur saman á Íslandi nú í lok október verður þess farið á leit við þá sem sitja fund ráðsins að tekist sé á við það brýna verkefni að standa vörð um akademískt frelsi á Norðurlöndunum. Um áratugaskeið hafa Norðurlöndin verið í fararbroddi á alþjóðavísu um hvernig hægt er að verja rannsóknar- og menntastofnanir gegn pólitískum, viðskiptatengdum og hugmyndafræðilegum þrýstingi. Háskólar á Íslandi hafa dafnað sem vöggur sjálfstæðrar hugsunar þar sem rannsóknir og menntun hafa fengið að þróast án utanaðkomandi afskipta. Virðing fyrir akademísku frelsi háskóla hefur átt stóran þátt í því að á Norðurlöndum hafa þróast framúrskarandi lýðræðissamfélög sem byggja á tæknilegri og samfélagslegri nýsköpun og háum lífsgæðum. Um þessar mundir er sótt að umræddri arfleifð. Akademískt frelsi háskóla á Norðurlöndunum er undir sívaxandi þrýstingi. Aukin þörf fyrir utanaðkomandi fjármögnun dregur úr sjálfstæði fræðafólks. Pólitísk afskipti hafa áhrif á rannsóknaráætlanir og aukning tímabundinna ráðninga gerir fræðafólk berskjaldað og dregur úr hvata til að takast á við nýjungar eða umdeildar rannsóknir. Að auki hefur lýðræðisleg ákvarðanataka innan háskólanna veikst vegna aukinnar miðstýringar. Erfiðast er hvernig áreitni hefur versnað og hótunum á hendur fræðafólki, einkum þeim sem vinna að viðkvæmum eða umdeildum málum, hefur fjölgað. Þetta skerðir ekki aðeins tjáningarfrelsi einstaklinga heldur grefur undan lýðræðislegum stoðum samfélagsins. Þessi staða er ekki aðeins norrænt vandamál – hún hefur alþjóðlegar afleiðingar. Ef Norðurlönd, sem lengi hafa verið leiðandi á vettvangi rannsókna og fræða, glata forskoti sínu, sendir það skilaboð til umheimsins. Skerðing á sjálfstæði norrænna háskóla- og rannsóknarstofnana gæti skapað hættulegt fordæmi og haft áhrif víðar heldur en í hverju landi fyrir sig. Á þessum mikilvægu tímamótum kalla fagfélög starfsfólks norræna háskóla sameiginlega eftir tafarlausum aðgerðum. Við krefjumst þess að ráðamenn verji grunngildi akademísks frelsis og tryggi sjálfstæði háskóla. Tími aðgerðarleysis er liðinn – mikilvæg skref þarf að stíga til varnar heilinda akademískra stofnana okkar svo þær geti haldið áfram að vera leiðandi í rannsóknum og menntun á heimsvísu. Áskorun til norrænna þingmanna og stjórnvalda um að: Tryggja opinbera fjármögnun háskóla. Opinber fjármögnun þarf að vera örugg og nægjanleg til að tryggja fræðafólki frelsi til sjálfstæðra rannsókna, óháð dagskrá fjármögnunaraðila. Styrkja lagalega vernd akademísks frelsis. Sterkari lagaleg vernd er nauðsynleg til að tryggja að akademískt starfsfólk og háskólar hafi áfram sjálfstæðar og gagnrýnar raddir í samfélaginu, varðar utanaðkomandi þrýstingi og pólitískum áhrifum. Tryggja langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Fjölgun tímabundinna ráðningarsamninga grefur undan akademísku frelsi og langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Við krefjumst öruggs langtíma starfsöryggis fyrir akademískt starfsfólk, svo það geti tekið fræðilegar áhættur og fylgt nýjungum í rannsóknum án þess að óttast um starfsöryggi sitt. Endurheimta lýðræðislega stjórnun háskóla. Tilfærsla í átt að miðstýrðri stjórnun hefur veikt hlutverk akademísks starfsfólks við það að móta forgangsröðun háskóla. Við köllum eftir auknu vægi jafningjastjórnunar, þar sem akademískt starfsfólk hafa raunveruleg áhrif á ákvarðanir um rannsóknir og kennslu. Verja fræðafólk gegn áreitni og hótunum. Akademískt starfsfólk verður að geta tekið þátt í opinberri umræðu og sinnt rannsóknum sínum án þess að óttast áreitni eða hefndaraðgerðir. Háskólar þurfa sterkari vernd og stuðningskerfi til að verja akademískt tjáningarfrelsi. Við skorum á Norðurlandaráð og stjórnvöld á Norðurlöndum að bregðast hratt við þessum áskorunum til að vernda lýðræðisleg grunngildi. Norðurlönd verða að halda áfram að vera fyrirmynd akademísks sjálfstæðis og heiðarleika. Nú er rétti tíminn til að verja það frelsi sem lengi hefur einkennt starfsemi norrænna háskóla og styrkt norræn samfélög. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora við ríkisháskólaBaldvin Zarioh, formaður Félags háskólakennaraHjördís Sigursteinsdóttir, formaður Félags háskólakennara á Akureyri
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun