Eru móttökuskólar málið? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 25. október 2024 12:47 Kennarar eru verðmætur hópur í okkar samfélagi. Þau taka við okkar dýrustu djásnum og vinna að því að skapa þeim öruggt rými til náms og leiks. Á kennara hefur ýmist dunið í gegnum tíðina, kjarabarátta, sífelld endurnýjun matsviðmiða, covid, og ekki síst þessa dagana vegna fyrirhugaðs verkfalls. Kennarar eiga skilið að samfélagið styðji þau í réttmætri baráttu fyrir betri kjörum. Skólakerfið sjálft er þó ekki hafið yfir gagnrýni og ég held að kennarar séu einmitt sá hópur sem myndi fagna skilvirkara kerfi. Móttaka nemenda af erlendum uppruna Ein stærsta breytan í skólakerfinu síðustu ár er sú mikla aukning innflytjenda hingað til lands. Í grein háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra um móttökuskóla telur hún að um 30% nemenda í íslensku skólakerfi séu með erlendan bakgrunn. Menntakerfið verður að bregðast við þessari aukningu svo að kennarar geti sinnt sínu lögbundna starfi og til þess að öll börn fái viðeigandi menntun og séu í stakk búin að verða virkir þjóðfélagsþegnar þau komast á fullorðinsár. Háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra varpar fram hugmynd um móttökuskóla og ég fagna því að við séum að minnsta kosti í þessari umræðu til að leita lausna. Samfélagið hefur hins vegar tekið þá ákvörðun að við viljum vera með skóla án aðgreiningar. Ef við ætlum að halda þeirri skilgreiningu tel ég mun vænlegri kost að hafa móttökudeildir í hverjum skóla. Kostir móttökudeilda Í móttökudeildum fá nemendur að vera hluti af skólasamfélaginu og kynnast öðrum nemendum og skólabrag í sínum hverfisskóla. Þessi leið stuðlar að fjölbreyttu skólasamfélagi og dregur úr líkum á jaðarsetningu. Sterk móttökudeild getur tekið betur á móti innflytjendum og skapað þeim öruggara rými til náms, á jafnari grundvelli. Þetta gefur einnig kennurum það rými sem þeir þurfa til að sinna almennri kennslu og hafa betri bakgrunnsupplýsingar um stöðu barns þegar það kemur svo í bekkinn. Kennarinn fær upplýsingar frá móttökudeild um hvar barnið er statt og hefur þangað bjargir að sækja varðandi framhaldið. Barnið hefur möguleika á að sækja kennslustundir með bekknum auk þess að geta fengið sérstakan stuðning í ákveðnum greinum. Í innleiðingu móttökudeilda tel ég vera gífurlegt tækifæri fyrir skólana að fagna þeirri fjölmenningu sem prýðir nú íslenskt samfélag. Í móttökuteymi væri þýðingarmikið að fá kennara, ráðgjafa, sálfræðinga og stuðningsfulltrúa með fjölbreytt móðurmál og fjölbreyttan bakgrunn. Mikilvægt er að fólk sem kemur frá útlöndum hafi tækifæri til þess að nýta sína menntun og verið mikilvægur hlekkur í menntun barna af erlendum uppruna. Í störfum mínum með börnum hef ég því miður alltof mikla reynslu af því úrræðaleysi sem mætir börnum og foreldrum sem þurfa aðstoð. Það eru svo mörg tækifæri sem við erum ekki að nýta, sérstaklega þegar kemur okkar fjölmenningarsamfélagi og hvernig hægt sé að nýta þann mannauð sem hefur flust hingað til lands. Hér erum við með börn og foreldra sem koma úr hræðilegum aðstæðum. Hér á landi, sem dæmi, er ekki einn starfandi sálfræðingur sem talar úkraínsku né pólsku. Það er ekki vegna skorts á fólki en möguleikar þessara sérfræðinga til þess að nýta sitt nám eru hverfandi í okkar samfélagi. Við ættum að nýta þennan dýrmæta mannauð og fá sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn og móðurmál inn í skólana. „It takes a village…“ Nú er tækfæri fyrir samfélagið að búa til þorp í kringum börn landsins. Við þurfum móttökudeildir þar sem börn geta átt samskipti við skólafélaga í sínum heimaskóla, notið handleiðslu og fagmennsku kennara – og haft möguleika á að tala við ráðgjafa, sálfræðinga eða starfsfólk, jafnvel á sínu móðurmáli. Minni móttökudeildir innan skólanna myndar öruggt og stuðningsríkt umhverfi þar sem börn geta aðlagast aðstæðum og komist inn í tungumálið áður en þau koma inn í almenna bekki. Kennarar fá þannig einnig mikilvægar upplýsingar um námsstöðu barnsins, sem auðveldar þeim að skipuleggja námsefnið á grundvelli þarfa hvers og eins. Þetta fyrirkomulag gefur börnunum möguleika á að taka þátt í almennum tímum í ýmsum greinum, en með viðbótarstuðningi þar sem þörf er á, til að tryggja jafnari námsgrundvöll og félagslega þátttöku í bekknum. Höfundur er umsjónarkennari og skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Innflytjendamál Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Kennarar eru verðmætur hópur í okkar samfélagi. Þau taka við okkar dýrustu djásnum og vinna að því að skapa þeim öruggt rými til náms og leiks. Á kennara hefur ýmist dunið í gegnum tíðina, kjarabarátta, sífelld endurnýjun matsviðmiða, covid, og ekki síst þessa dagana vegna fyrirhugaðs verkfalls. Kennarar eiga skilið að samfélagið styðji þau í réttmætri baráttu fyrir betri kjörum. Skólakerfið sjálft er þó ekki hafið yfir gagnrýni og ég held að kennarar séu einmitt sá hópur sem myndi fagna skilvirkara kerfi. Móttaka nemenda af erlendum uppruna Ein stærsta breytan í skólakerfinu síðustu ár er sú mikla aukning innflytjenda hingað til lands. Í grein háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra um móttökuskóla telur hún að um 30% nemenda í íslensku skólakerfi séu með erlendan bakgrunn. Menntakerfið verður að bregðast við þessari aukningu svo að kennarar geti sinnt sínu lögbundna starfi og til þess að öll börn fái viðeigandi menntun og séu í stakk búin að verða virkir þjóðfélagsþegnar þau komast á fullorðinsár. Háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra varpar fram hugmynd um móttökuskóla og ég fagna því að við séum að minnsta kosti í þessari umræðu til að leita lausna. Samfélagið hefur hins vegar tekið þá ákvörðun að við viljum vera með skóla án aðgreiningar. Ef við ætlum að halda þeirri skilgreiningu tel ég mun vænlegri kost að hafa móttökudeildir í hverjum skóla. Kostir móttökudeilda Í móttökudeildum fá nemendur að vera hluti af skólasamfélaginu og kynnast öðrum nemendum og skólabrag í sínum hverfisskóla. Þessi leið stuðlar að fjölbreyttu skólasamfélagi og dregur úr líkum á jaðarsetningu. Sterk móttökudeild getur tekið betur á móti innflytjendum og skapað þeim öruggara rými til náms, á jafnari grundvelli. Þetta gefur einnig kennurum það rými sem þeir þurfa til að sinna almennri kennslu og hafa betri bakgrunnsupplýsingar um stöðu barns þegar það kemur svo í bekkinn. Kennarinn fær upplýsingar frá móttökudeild um hvar barnið er statt og hefur þangað bjargir að sækja varðandi framhaldið. Barnið hefur möguleika á að sækja kennslustundir með bekknum auk þess að geta fengið sérstakan stuðning í ákveðnum greinum. Í innleiðingu móttökudeilda tel ég vera gífurlegt tækifæri fyrir skólana að fagna þeirri fjölmenningu sem prýðir nú íslenskt samfélag. Í móttökuteymi væri þýðingarmikið að fá kennara, ráðgjafa, sálfræðinga og stuðningsfulltrúa með fjölbreytt móðurmál og fjölbreyttan bakgrunn. Mikilvægt er að fólk sem kemur frá útlöndum hafi tækifæri til þess að nýta sína menntun og verið mikilvægur hlekkur í menntun barna af erlendum uppruna. Í störfum mínum með börnum hef ég því miður alltof mikla reynslu af því úrræðaleysi sem mætir börnum og foreldrum sem þurfa aðstoð. Það eru svo mörg tækifæri sem við erum ekki að nýta, sérstaklega þegar kemur okkar fjölmenningarsamfélagi og hvernig hægt sé að nýta þann mannauð sem hefur flust hingað til lands. Hér erum við með börn og foreldra sem koma úr hræðilegum aðstæðum. Hér á landi, sem dæmi, er ekki einn starfandi sálfræðingur sem talar úkraínsku né pólsku. Það er ekki vegna skorts á fólki en möguleikar þessara sérfræðinga til þess að nýta sitt nám eru hverfandi í okkar samfélagi. Við ættum að nýta þennan dýrmæta mannauð og fá sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn og móðurmál inn í skólana. „It takes a village…“ Nú er tækfæri fyrir samfélagið að búa til þorp í kringum börn landsins. Við þurfum móttökudeildir þar sem börn geta átt samskipti við skólafélaga í sínum heimaskóla, notið handleiðslu og fagmennsku kennara – og haft möguleika á að tala við ráðgjafa, sálfræðinga eða starfsfólk, jafnvel á sínu móðurmáli. Minni móttökudeildir innan skólanna myndar öruggt og stuðningsríkt umhverfi þar sem börn geta aðlagast aðstæðum og komist inn í tungumálið áður en þau koma inn í almenna bekki. Kennarar fá þannig einnig mikilvægar upplýsingar um námsstöðu barnsins, sem auðveldar þeim að skipuleggja námsefnið á grundvelli þarfa hvers og eins. Þetta fyrirkomulag gefur börnunum möguleika á að taka þátt í almennum tímum í ýmsum greinum, en með viðbótarstuðningi þar sem þörf er á, til að tryggja jafnari námsgrundvöll og félagslega þátttöku í bekknum. Höfundur er umsjónarkennari og skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun