Arna Lára leiðir lista Samfylkingar í Norðvestur Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 22:38 Arna Lára segir aldrei hafa verið jafn auðvelt að tala máli Samfylkingarinnar í kjördæminu. Aðsend Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, og fjórða sætið skipar Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Heiðurssætið skipar Guðjón S. Brjánsson, fyrrverandi alþingismaður. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. „Nú keyrum við baráttuna í gang. Ég er þakklát fyrir traustið og vil líka þakka öðrum frambjóðendum og sjálfboðaliðum sem ætla að vinna að sigri Samfylkingar með okkur í Norðvesturkjördæmi. Þetta verður ekki minn fyrsti hringur um kjördæmið. Ég tók slaginn fyrst með Guðbjarti heitnum og Ólínu og fleiri góðum fyrir 15 árum. Þá kom ég inn sem varaþingmaður en síðan hef ég viðað að mér reynslu úr atvinnulífi og sveitarstjórnarmálum, nú síðast sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingar frá því haustið 2022,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, í tilkynningu um framboð hennar. „Það er mikil stemmning og jákvæðni gagnvart Samfylkingunni og fullt af fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Ég þori að fullyrða að það hefur aldrei verið jafn auðvelt að tala máli Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi: 1. Arna Lára Jónsdóttir – bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, 2. Hannes S. Jónsson – framkvæmdastjóri KKÍ, 3. Jóhanna Ösp Einarsdóttir – bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, 4. Magnús Vignir Eðvaldsson – íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, 5. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – forstöðumaður í Borgarnesi, 6. Garðar Svansson – fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði, 7. Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams – verkefnastjóri á Sauðárkróki, 8. Gylfi Þór Gíslason – lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum, 9. Líney Árnadóttir – starfsráðgjafi í Húnabyggð, 10. Guðrún Anna Finnbogadóttir – teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu, 11. Stefán Sveinsson – sjómaður og smiður á Skagaströnd, 12. Bakir Anwar Nassar – starfsmaður Húsasmiðjunnar, 13. Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – frístundaráðgjafi í Dalabyggð, 14. Guðjón Brjánsson – fyrrverandi alþingismaður Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hannes snýr baki við Sjálfstæðisflokknum og fer fram fyrir Samfylkingu Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) býður sig fram í annað efstu sæta í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkingu. Hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014 en kveðst hafa fjarlægst flokkinn síðustu ár. 19. október 2024 12:14 Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. 24. október 2024 20:46 Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. 23. október 2024 12:18 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sjá meira
Í þriðja sæti er Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, og fjórða sætið skipar Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Heiðurssætið skipar Guðjón S. Brjánsson, fyrrverandi alþingismaður. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. „Nú keyrum við baráttuna í gang. Ég er þakklát fyrir traustið og vil líka þakka öðrum frambjóðendum og sjálfboðaliðum sem ætla að vinna að sigri Samfylkingar með okkur í Norðvesturkjördæmi. Þetta verður ekki minn fyrsti hringur um kjördæmið. Ég tók slaginn fyrst með Guðbjarti heitnum og Ólínu og fleiri góðum fyrir 15 árum. Þá kom ég inn sem varaþingmaður en síðan hef ég viðað að mér reynslu úr atvinnulífi og sveitarstjórnarmálum, nú síðast sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingar frá því haustið 2022,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, í tilkynningu um framboð hennar. „Það er mikil stemmning og jákvæðni gagnvart Samfylkingunni og fullt af fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Ég þori að fullyrða að það hefur aldrei verið jafn auðvelt að tala máli Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi: 1. Arna Lára Jónsdóttir – bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, 2. Hannes S. Jónsson – framkvæmdastjóri KKÍ, 3. Jóhanna Ösp Einarsdóttir – bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, 4. Magnús Vignir Eðvaldsson – íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, 5. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – forstöðumaður í Borgarnesi, 6. Garðar Svansson – fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði, 7. Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams – verkefnastjóri á Sauðárkróki, 8. Gylfi Þór Gíslason – lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum, 9. Líney Árnadóttir – starfsráðgjafi í Húnabyggð, 10. Guðrún Anna Finnbogadóttir – teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu, 11. Stefán Sveinsson – sjómaður og smiður á Skagaströnd, 12. Bakir Anwar Nassar – starfsmaður Húsasmiðjunnar, 13. Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – frístundaráðgjafi í Dalabyggð, 14. Guðjón Brjánsson – fyrrverandi alþingismaður
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hannes snýr baki við Sjálfstæðisflokknum og fer fram fyrir Samfylkingu Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) býður sig fram í annað efstu sæta í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkingu. Hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014 en kveðst hafa fjarlægst flokkinn síðustu ár. 19. október 2024 12:14 Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. 24. október 2024 20:46 Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. 23. október 2024 12:18 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sjá meira
Hannes snýr baki við Sjálfstæðisflokknum og fer fram fyrir Samfylkingu Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) býður sig fram í annað efstu sæta í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkingu. Hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014 en kveðst hafa fjarlægst flokkinn síðustu ár. 19. október 2024 12:14
Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. 24. október 2024 20:46
Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. 23. október 2024 12:18