Segir kennara fagna hugmyndinni Árni Sæberg skrifar 24. október 2024 14:54 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu. Áslaug Arna, sem er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viðraði hugmynd sína í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði hún meðal annars að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar gætu skipt sköpun í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Árangur íslenskra nemenda í PISA hefði aldrei verið verri, vandinn væri margþættur og erfitt að benda á töfralausn en móttökuskólar gætu haft „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. Ásmundur Einar og Jón ekki sáttir Þessum hugmyndum hafa þeir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri sem stefnir á Alþingi, lýst yfir megnri óánægju með. Ásmundur segir hugmyndina endurspegla gamaldags hugmyndafræði. Rannsóknir sýni að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunni nái oft bestum árangri í hverfisskólum. Bestur árangur náist fyrir börnin og samfélagið í heild þegar þau fái stuðning innan hefðbundins skólakerfis. Jón segir hugmyndir Áslaugar Örnu „sérlega skringilegar“ og arfaslæmar. „Á með þessum hætti að einangra börn af erlendum uppruna enn meira en gert er nú þegar?“ spyr Jón á Facebook en hann hefur gefið út að eitt af hans helstu baráttumálum verði það sem hann kallar „utangarðsbörn“. Sérhæfðari úrræði þurfi Áslaug Arna hefur svarað gagnrýninni í aðsendri grein hér á Vísi. Þar segir hún að mestan stuðning við hugmyndina hafi hún fengið frá kennurum og skólastjórnendum úr fjölda sveitarfélaga, sem hafi með mikilli útsjónarsemi og góðum vilja reynt að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og móðurmál. Þeir telji að sérhæfðari úrræði þurfi fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma þeirra í kennslustofunni fari í móttöku og stuðning við börn sem séu að taka fyrstu skrefin í íslensku samfélagi. „Gagnrýnin er stóryrt, hún snýst öðru fremur um að ég tali fyrir auknum aðskilnaði hérlendis, hugmyndirnar séu hættulegar og ýti undir ójöfnuð. Ég tel að ef rétt er haldið á spilum sé lausnin þvert á móti liður í að börn fóti sig betur betur í íslensku samfélagi og eigi möguleika á jöfnum tækifærum.“ Hafi þegar gefist gríðarlega vel Áslaug Arna segir að móttökuskólar megi ekki vera of stórir, þurfi ekki að vera sjálfstæðir heldur geti verið til hliðar við grunnskóla eins og í Reykjanesbæ. Ávallt væru nemendur tímabundið í móttökuskóla, mislengi eftir þörfum. Á landsbyggðinni séu tækifæri til að hafa móttökudeildir til undirbúnings eins og nú þegar hafi reynst vel í ýmsum skólum. Dæmi sé þegar um móttökuskóla sem hafi reynst vel. Í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ sé starfræktur móttökuskóli sem beri nafnið Friðheimar. Hann hafi verið starfandi í eitt ár og þar sé lögð áhersla á að hjálpa börnum við að fóta sig í íslensku skólakerfi þannig að skólaganga þeirra verði sem farsælust. Þar sé meðal annars lögð sérstök áhersla á íslensku, stærðfræði, list- og verkgreinar ásamt sundi. Foreldrar nemendanna séu aðstoðaðir við að setja sig inn í og skilja íslenskt skólakerfi og menningu. Þannig að lausnin styðji um leið við foreldra þessara barna. „Þetta hefur gefist gríðarlega vel, börn og foreldrar upplifa öruggt umhverfi þar sem þeim er mætt betur á sama tíma og meiri sátt er og viðráðanlegra verður að taka vel á móti þeim þegar þau byrja í hefðbundnu skólastarfi með smá orðaforða og getu til að skilja eitthvað af því sem fram fer í skólastofunni. Það gera þau þegar þau eru komin með ákveðna færni í samráði við barnið sjálft og foreldra.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Áslaug Arna, sem er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viðraði hugmynd sína í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði hún meðal annars að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar gætu skipt sköpun í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Árangur íslenskra nemenda í PISA hefði aldrei verið verri, vandinn væri margþættur og erfitt að benda á töfralausn en móttökuskólar gætu haft „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. Ásmundur Einar og Jón ekki sáttir Þessum hugmyndum hafa þeir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri sem stefnir á Alþingi, lýst yfir megnri óánægju með. Ásmundur segir hugmyndina endurspegla gamaldags hugmyndafræði. Rannsóknir sýni að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunni nái oft bestum árangri í hverfisskólum. Bestur árangur náist fyrir börnin og samfélagið í heild þegar þau fái stuðning innan hefðbundins skólakerfis. Jón segir hugmyndir Áslaugar Örnu „sérlega skringilegar“ og arfaslæmar. „Á með þessum hætti að einangra börn af erlendum uppruna enn meira en gert er nú þegar?“ spyr Jón á Facebook en hann hefur gefið út að eitt af hans helstu baráttumálum verði það sem hann kallar „utangarðsbörn“. Sérhæfðari úrræði þurfi Áslaug Arna hefur svarað gagnrýninni í aðsendri grein hér á Vísi. Þar segir hún að mestan stuðning við hugmyndina hafi hún fengið frá kennurum og skólastjórnendum úr fjölda sveitarfélaga, sem hafi með mikilli útsjónarsemi og góðum vilja reynt að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og móðurmál. Þeir telji að sérhæfðari úrræði þurfi fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma þeirra í kennslustofunni fari í móttöku og stuðning við börn sem séu að taka fyrstu skrefin í íslensku samfélagi. „Gagnrýnin er stóryrt, hún snýst öðru fremur um að ég tali fyrir auknum aðskilnaði hérlendis, hugmyndirnar séu hættulegar og ýti undir ójöfnuð. Ég tel að ef rétt er haldið á spilum sé lausnin þvert á móti liður í að börn fóti sig betur betur í íslensku samfélagi og eigi möguleika á jöfnum tækifærum.“ Hafi þegar gefist gríðarlega vel Áslaug Arna segir að móttökuskólar megi ekki vera of stórir, þurfi ekki að vera sjálfstæðir heldur geti verið til hliðar við grunnskóla eins og í Reykjanesbæ. Ávallt væru nemendur tímabundið í móttökuskóla, mislengi eftir þörfum. Á landsbyggðinni séu tækifæri til að hafa móttökudeildir til undirbúnings eins og nú þegar hafi reynst vel í ýmsum skólum. Dæmi sé þegar um móttökuskóla sem hafi reynst vel. Í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ sé starfræktur móttökuskóli sem beri nafnið Friðheimar. Hann hafi verið starfandi í eitt ár og þar sé lögð áhersla á að hjálpa börnum við að fóta sig í íslensku skólakerfi þannig að skólaganga þeirra verði sem farsælust. Þar sé meðal annars lögð sérstök áhersla á íslensku, stærðfræði, list- og verkgreinar ásamt sundi. Foreldrar nemendanna séu aðstoðaðir við að setja sig inn í og skilja íslenskt skólakerfi og menningu. Þannig að lausnin styðji um leið við foreldra þessara barna. „Þetta hefur gefist gríðarlega vel, börn og foreldrar upplifa öruggt umhverfi þar sem þeim er mætt betur á sama tíma og meiri sátt er og viðráðanlegra verður að taka vel á móti þeim þegar þau byrja í hefðbundnu skólastarfi með smá orðaforða og getu til að skilja eitthvað af því sem fram fer í skólastofunni. Það gera þau þegar þau eru komin með ákveðna færni í samráði við barnið sjálft og foreldra.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira