Bræður létust úr ofskömmtun með tólf tíma millibili Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2024 07:45 Bræðurnir Jón Kjartan og Sindri Geir létust báðir 9. ágúst síðastliðinn. Tveir bræður létust úr ofskömmtun lyfja með tólf klukkustunda millibili í ágúst síðastliðnum. Þeir bjuggu saman í íbúð í Kópavogi og höfðu báðir verið að leita sér hjálpar. Um þetta skrifar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í aðsendri skoðanagrein á Vísi. Greinin ber einfalda yfirskrift: Jón Kjartan og Sindri Geir. Það eru nöfn bræðranna sem Sigmar fjallar um í grein sinni. „Fyrir fáeinum vikum hringdi faðir tveggja ungra manna í mig. Hann heitir Ásgeir Gíslason. Hann hafði þá lesið grein sem ég skrifaði um tíð dauðsföll sem rekja má til fíknisjúkdómsins. Sagan sem hann bað mig um að segja er sorglegri en orð fá lýst. Hún afhjúpar líka úrræðaleysi og það mikla vanmat sem er í samfélaginu á hryllilegum afleiðingum fíknisjúkdómsins,“ skrifar Sigmar. Hann bætir við að Ásgeir hafi beðið hann um að koma á framfæri því sem gerðist í fjölskyldu hans í ágúst. Hann treysti sér ekki til þess sjálfur, en hann og fjölskylda hans vilji rjúfa þá þögn sem oft ríki um það góða fólk sem falli frá vegna veikinda. „Þann níunda ágúst síðastliðinn fékk Ásgeir þá harmafregn að sonur hans, Jón Kjartan Einarsson, hefði látist í íbúð sinni í Kópavogi. Hann hafði átt við vímuefnavanda að stríða og andlátið má rekja til ofskömmtunar efna. Jón Kjartan var fæddur árið 1990. Bróðir Jóns Kjartans, Sindri Geir Ásgeirsson sem fæddur er árið 1997, bjó með honum í íbúðinni í Kópavogi. Hann átti líka við vímuefnavanda að stríða.“ Sigmar mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Varð eftir í íbúð bróður síns Sigmar lýsir því að eftir að lögregla og heilbrigðisstarfsmenn hefðu yfirgefið íbúðina hafi Sindri viljað dvelja þar áfram, þrátt fyrir að fjölskylda hans teldi það ekki heppilegt. Örfáum klukkustundum síðar hafi fjölskylduna farið að undra að ekki næðist í Sindra Geir. „Lögregla fór á vettvang og kom að Sindra látnum 12 klukkustundum eftir andlát bróður hans. Bræðurnir féllu frá vegna ofskömmtunar með 12 tíma millibili. Ekkert bendir til annars en að um óhapp, en ekki viljaverk, hafi verið að ræða, eins og allt of oft gerist með fólk sem glímir við þennan sjúkdóm.“ Misstu móður sína úr fíknisjúkdómi Sigmar segir um ólýsanlegan harm að ræða og erfitt að ná utan um hann. Harm sem eigi sér ekki síður sársaukafulla forsögu. „Jón Kjartan fór í meðferð rétt fyrir síðustu áramót. Vegna plássleysis var bið eftir áframhaldandi meðferð sem varð til þess að hann hélt ekki strax áfram meðferðinni. Jón Kjartan féll skömmu síðar. Sindri Geir var líka að reyna að sækja bata. Hann hafði nokkrum mánuðum fyrr óskað eftir því að komast í meðferð en það var átta mánaða bið. Hann er því miður ekki sá fyrsti sem deyr á biðlista. Bræðurnir hvíla í sama leiði og móðir þeirra sem lést úr fíknisjúkdómnum fyrir fjórum árum,“ skrifar Sigmar. Hann segir aðstandendur bræðranna hvorki vilja kenna einstaka meðferðarstöðvum um, né leita að sökudólgi. Þeir viti að fíkn sé grimmur sjúkdómur og erfiður viðureignar. „Þeim finnst hins vegar mikilvægt að andlát Jóns Kjartans og Sindra Geirs verði til þess að fólk og ráðamenn opni augun fyrir því hversu alvarleg staðan er. Þau vilja einfaldlega að samfélagið geri betur til að styðja við alla þá sem glíma við fíknivanda. Þau vilja bjarga mannslífum.“ Breyta þurfi vilja í verk Sigmar segir vanmat samfélagsins á skelfilegum og víðtækum afleiðingum fíknisjúkdómsins, sem tugþúsundur verði fyrir beinum áhrifum af á hverjum tíma, líka börn, sé meinsemd í samfélaginu. „Þessi sjúkdómur er nefnilega þannig að hann heltekur ekki bara líf þess veika. Aðstandendur og vinir þjást líka. Mikið. Ef það er eitthvað til sem heitir andleg líðan þjóðar þá er fátt sem hefur verri áhrif á hana en fíknisjúkdómurinn. Til viðbótar er beinn og óbeinn kostnaður samfélagsins í peningum ekki talin í milljörðum heldur milljarðatugum á hverju einasta ári.“ „Þetta hef ég talað ítrekað um á síðustu árum. Og mun gera áfram. Ég veit sem er að vilji allra stjórnmálamanna er að gera betur í þessum málaflokki. Við þurfum bara að breyta þessum vilja í verk. Þetta er málstaður sem kallar á athygli í aðdraganda kosninga og raunverulegar aðgerðir að þeim loknum. Það er von aðstandenda Jóns Kjartans og Sindra Geirs að það rætist,“ skrifar Sigmar. Vill varnargarða utan um fólk Í grein sinni veltir Sigmar því upp hvernig umræðan í samfélaginu væri, ef tveir bræður hefðu látist með fárra klukkustunda millibili í umferðarslysi á sömu gatnamótum. Hann segir ljóst að fólk væri þá ekki að velta fyrir sér viðbrögðunum, mánuðum síðar. Búið væri að teikna upp öflugt viðbragð og þungavinnuvélar mættar á staðinn, eðlilega. „Hvað gerðum við þegar hraun ógnaði byggð í Grindavík? Á fáeinum vikum reistum við varnargarða. Verkfræðingar og færustu sérfræðingar teiknuðu upp lausn og ræstar voru út gröfur, ýtur og vörubílar og byggðinni var bjargað eins og hægt var. Frábært viðbragð í alla staði,“ skrifar Sigmar. „Af hverju getum við ekki reist stærri og öflugri varnargarða utan um allt fólkið okkar sem þjáist og fellur frá vegna fíknisjúkdómsins? Í stað þess að taka þetta stríð alvarlega þá lokum við Stuðlum og SÁÁ yfir sumarmánuðina. Og sendum veika fólkið heim, líka börnin. Vígvöllurinn er samfélagið allt og okkar veikasta fólk þarf sárlega bæði vopn og liðsauka til að vinna stríðið. Í þeim bardaga eru öflugri og fjölbreyttari meðferðarúrræði, ásamt öflugum forvörnum, okkar þungavinnuvélar. Ræsum þær. Strax.“ Fíkn Bítið Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Sjá meira
Um þetta skrifar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í aðsendri skoðanagrein á Vísi. Greinin ber einfalda yfirskrift: Jón Kjartan og Sindri Geir. Það eru nöfn bræðranna sem Sigmar fjallar um í grein sinni. „Fyrir fáeinum vikum hringdi faðir tveggja ungra manna í mig. Hann heitir Ásgeir Gíslason. Hann hafði þá lesið grein sem ég skrifaði um tíð dauðsföll sem rekja má til fíknisjúkdómsins. Sagan sem hann bað mig um að segja er sorglegri en orð fá lýst. Hún afhjúpar líka úrræðaleysi og það mikla vanmat sem er í samfélaginu á hryllilegum afleiðingum fíknisjúkdómsins,“ skrifar Sigmar. Hann bætir við að Ásgeir hafi beðið hann um að koma á framfæri því sem gerðist í fjölskyldu hans í ágúst. Hann treysti sér ekki til þess sjálfur, en hann og fjölskylda hans vilji rjúfa þá þögn sem oft ríki um það góða fólk sem falli frá vegna veikinda. „Þann níunda ágúst síðastliðinn fékk Ásgeir þá harmafregn að sonur hans, Jón Kjartan Einarsson, hefði látist í íbúð sinni í Kópavogi. Hann hafði átt við vímuefnavanda að stríða og andlátið má rekja til ofskömmtunar efna. Jón Kjartan var fæddur árið 1990. Bróðir Jóns Kjartans, Sindri Geir Ásgeirsson sem fæddur er árið 1997, bjó með honum í íbúðinni í Kópavogi. Hann átti líka við vímuefnavanda að stríða.“ Sigmar mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Varð eftir í íbúð bróður síns Sigmar lýsir því að eftir að lögregla og heilbrigðisstarfsmenn hefðu yfirgefið íbúðina hafi Sindri viljað dvelja þar áfram, þrátt fyrir að fjölskylda hans teldi það ekki heppilegt. Örfáum klukkustundum síðar hafi fjölskylduna farið að undra að ekki næðist í Sindra Geir. „Lögregla fór á vettvang og kom að Sindra látnum 12 klukkustundum eftir andlát bróður hans. Bræðurnir féllu frá vegna ofskömmtunar með 12 tíma millibili. Ekkert bendir til annars en að um óhapp, en ekki viljaverk, hafi verið að ræða, eins og allt of oft gerist með fólk sem glímir við þennan sjúkdóm.“ Misstu móður sína úr fíknisjúkdómi Sigmar segir um ólýsanlegan harm að ræða og erfitt að ná utan um hann. Harm sem eigi sér ekki síður sársaukafulla forsögu. „Jón Kjartan fór í meðferð rétt fyrir síðustu áramót. Vegna plássleysis var bið eftir áframhaldandi meðferð sem varð til þess að hann hélt ekki strax áfram meðferðinni. Jón Kjartan féll skömmu síðar. Sindri Geir var líka að reyna að sækja bata. Hann hafði nokkrum mánuðum fyrr óskað eftir því að komast í meðferð en það var átta mánaða bið. Hann er því miður ekki sá fyrsti sem deyr á biðlista. Bræðurnir hvíla í sama leiði og móðir þeirra sem lést úr fíknisjúkdómnum fyrir fjórum árum,“ skrifar Sigmar. Hann segir aðstandendur bræðranna hvorki vilja kenna einstaka meðferðarstöðvum um, né leita að sökudólgi. Þeir viti að fíkn sé grimmur sjúkdómur og erfiður viðureignar. „Þeim finnst hins vegar mikilvægt að andlát Jóns Kjartans og Sindra Geirs verði til þess að fólk og ráðamenn opni augun fyrir því hversu alvarleg staðan er. Þau vilja einfaldlega að samfélagið geri betur til að styðja við alla þá sem glíma við fíknivanda. Þau vilja bjarga mannslífum.“ Breyta þurfi vilja í verk Sigmar segir vanmat samfélagsins á skelfilegum og víðtækum afleiðingum fíknisjúkdómsins, sem tugþúsundur verði fyrir beinum áhrifum af á hverjum tíma, líka börn, sé meinsemd í samfélaginu. „Þessi sjúkdómur er nefnilega þannig að hann heltekur ekki bara líf þess veika. Aðstandendur og vinir þjást líka. Mikið. Ef það er eitthvað til sem heitir andleg líðan þjóðar þá er fátt sem hefur verri áhrif á hana en fíknisjúkdómurinn. Til viðbótar er beinn og óbeinn kostnaður samfélagsins í peningum ekki talin í milljörðum heldur milljarðatugum á hverju einasta ári.“ „Þetta hef ég talað ítrekað um á síðustu árum. Og mun gera áfram. Ég veit sem er að vilji allra stjórnmálamanna er að gera betur í þessum málaflokki. Við þurfum bara að breyta þessum vilja í verk. Þetta er málstaður sem kallar á athygli í aðdraganda kosninga og raunverulegar aðgerðir að þeim loknum. Það er von aðstandenda Jóns Kjartans og Sindra Geirs að það rætist,“ skrifar Sigmar. Vill varnargarða utan um fólk Í grein sinni veltir Sigmar því upp hvernig umræðan í samfélaginu væri, ef tveir bræður hefðu látist með fárra klukkustunda millibili í umferðarslysi á sömu gatnamótum. Hann segir ljóst að fólk væri þá ekki að velta fyrir sér viðbrögðunum, mánuðum síðar. Búið væri að teikna upp öflugt viðbragð og þungavinnuvélar mættar á staðinn, eðlilega. „Hvað gerðum við þegar hraun ógnaði byggð í Grindavík? Á fáeinum vikum reistum við varnargarða. Verkfræðingar og færustu sérfræðingar teiknuðu upp lausn og ræstar voru út gröfur, ýtur og vörubílar og byggðinni var bjargað eins og hægt var. Frábært viðbragð í alla staði,“ skrifar Sigmar. „Af hverju getum við ekki reist stærri og öflugri varnargarða utan um allt fólkið okkar sem þjáist og fellur frá vegna fíknisjúkdómsins? Í stað þess að taka þetta stríð alvarlega þá lokum við Stuðlum og SÁÁ yfir sumarmánuðina. Og sendum veika fólkið heim, líka börnin. Vígvöllurinn er samfélagið allt og okkar veikasta fólk þarf sárlega bæði vopn og liðsauka til að vinna stríðið. Í þeim bardaga eru öflugri og fjölbreyttari meðferðarúrræði, ásamt öflugum forvörnum, okkar þungavinnuvélar. Ræsum þær. Strax.“
Fíkn Bítið Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Sjá meira