Stubbur hrundi vegna álags Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2024 13:40 Það ræðst eftir leik Víkings og Breiðabliks á sunnudaginn hvort liðið verður Íslandsmeistari. vísir/diego Knattspyrnudeild Víkings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna villu sem kom upp við sölu miða á leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Kerfi miðasölufyrirtækisins Stubbs hrundi í hádeginu vegna álags við sölu miða á leikinn. Víkingar ætluðu að hefja forsölu á miðum til árskortshafa fyrir úrslitaleikinn í hádeginu í dag. Ekkert varð hins vegar af því. Í yfirlýsingu frá Stubbi sagði að salan hefði verið stöðvuð vegna tæknivillu. Stubbur baðst afsökunar á henni og sagði að unnið væri að lausn málsins. Kæru Víkingar,Vegna tæknivillu höfum við tímabundið stöðvað forsölu árskorthafa sem hófst kl. 12:00. Unnið er hörðum höndum að lausn, og nýtt SMS verður sent út þegar búið er að leysa vandann. Við biðjumst velvirðingar a þessu og þökkum skilninginn.Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Í kjölfarið sendu Víkingar frá sér yfirlýsingu þar sem knattspyrnusamband félagsins kvaðst harma þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa. Hún hafi því verið stöðvuð þar til kerfið væri komið í lag og ársmiðahafar yrðu látnir vita af því. Knattspyrnudeild Víkings harmar þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa á leik Víkings og Breiðablik. Miðasölufyrirtækið Stubbur, sem hefur séð um alla sölu miða á Bestu deildina fyrir félög landsins og heldur utan um ársmiða stuðningsfólks Víkings, fékk það verkefni… https://t.co/zV5HqnZxwh— Víkingur (@vikingurfc) October 22, 2024 Klukkan rúmlega eitt sendi Stubb frá sér aðra tilkynningu þar sem fram kom að vinnu við lausn villunnar miðaði vel. SMS yrði svo sent út með að minnsta kosti hálftíma fyrirvara til að allrar sanngirni væri gætt. Kæru Víkingar,Við erum að komast vel áleiðis með lausn á villunni sem kom upp í forsölunni kl. 12:00. Við sendum út SMS með að minnsta kosti 30 mínútna fyrirvara áður en salan hefst aftur til að tryggja sanngirni.Þökkum ykkur fyrir þolinmæðina!Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram í Víkinni klukkan á sunnudaginn. Liðin eru efst og jöfn í Bestu deildinni en Víkingum dugir jafntefli í leiknum til verða Íslandsmeistari sökum hagstæðari markatölu. Reiknað er með að 2.500 manns geti sótt leikinn. Breiðablik fékk tíu prósent af þeim miðum, eða 250 talsins. Blikar sjá sjálfir um söluna á þeim miðum. Klukkan 12:00 áttu ársmiðahafar Víkings að fá sent SMS með hlekk á miðasölu í númeruð sæti í stúku. Klukkutíma síðar áttu ársmiðahafar Víkings að fá SMS með hlekk á miðasölu í stæði og klukkan 14:00 átti almenn miðasala til Víkinga að hefjast. Leikurinn á sunnudaginn kemur, 27. október, er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45 og leikurinn klukkan 18:30. Stúkan gerir svo leikinn og tímabilið upp kl. 21:15. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Sjá meira
Víkingar ætluðu að hefja forsölu á miðum til árskortshafa fyrir úrslitaleikinn í hádeginu í dag. Ekkert varð hins vegar af því. Í yfirlýsingu frá Stubbi sagði að salan hefði verið stöðvuð vegna tæknivillu. Stubbur baðst afsökunar á henni og sagði að unnið væri að lausn málsins. Kæru Víkingar,Vegna tæknivillu höfum við tímabundið stöðvað forsölu árskorthafa sem hófst kl. 12:00. Unnið er hörðum höndum að lausn, og nýtt SMS verður sent út þegar búið er að leysa vandann. Við biðjumst velvirðingar a þessu og þökkum skilninginn.Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Í kjölfarið sendu Víkingar frá sér yfirlýsingu þar sem knattspyrnusamband félagsins kvaðst harma þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa. Hún hafi því verið stöðvuð þar til kerfið væri komið í lag og ársmiðahafar yrðu látnir vita af því. Knattspyrnudeild Víkings harmar þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa á leik Víkings og Breiðablik. Miðasölufyrirtækið Stubbur, sem hefur séð um alla sölu miða á Bestu deildina fyrir félög landsins og heldur utan um ársmiða stuðningsfólks Víkings, fékk það verkefni… https://t.co/zV5HqnZxwh— Víkingur (@vikingurfc) October 22, 2024 Klukkan rúmlega eitt sendi Stubb frá sér aðra tilkynningu þar sem fram kom að vinnu við lausn villunnar miðaði vel. SMS yrði svo sent út með að minnsta kosti hálftíma fyrirvara til að allrar sanngirni væri gætt. Kæru Víkingar,Við erum að komast vel áleiðis með lausn á villunni sem kom upp í forsölunni kl. 12:00. Við sendum út SMS með að minnsta kosti 30 mínútna fyrirvara áður en salan hefst aftur til að tryggja sanngirni.Þökkum ykkur fyrir þolinmæðina!Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram í Víkinni klukkan á sunnudaginn. Liðin eru efst og jöfn í Bestu deildinni en Víkingum dugir jafntefli í leiknum til verða Íslandsmeistari sökum hagstæðari markatölu. Reiknað er með að 2.500 manns geti sótt leikinn. Breiðablik fékk tíu prósent af þeim miðum, eða 250 talsins. Blikar sjá sjálfir um söluna á þeim miðum. Klukkan 12:00 áttu ársmiðahafar Víkings að fá sent SMS með hlekk á miðasölu í númeruð sæti í stúku. Klukkutíma síðar áttu ársmiðahafar Víkings að fá SMS með hlekk á miðasölu í stæði og klukkan 14:00 átti almenn miðasala til Víkinga að hefjast. Leikurinn á sunnudaginn kemur, 27. október, er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45 og leikurinn klukkan 18:30. Stúkan gerir svo leikinn og tímabilið upp kl. 21:15.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Sjá meira