Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. október 2024 13:00 Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, fagnar 20 ára afmæli sínu í janúar á næsta ári. Við höfum öll þessi ár barist fyrir að hlustað sé á raddir frelsissviptra og beittum okkur sérstaklega fyrir því að OPCAT samningur Sameinuðu þjóðanna yrði fullgiltur hér á landi. OPCAT er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi refsingu. Bókunin var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 18. desember 2002 og undirrituð af hálfu Íslands 23. september 2003. [1] Í bókuninni er m.a. kveðið á um að eftirliti með öllum stöðum sem vista frelsissvipta skuli komið á fót innan hvers aðildarríkis. Afstaða þrýsti mikið á að OPCAT bókunin yrði fullgilt sem gerðist þó ekki fyrr en árið 2018, 15 árum eftir að Ísland undirritaði bókunina – sem var undirrituð af forseta Ísland 29. janúar 2019. Umboðsmaður Alþingis annast eftirlit á grundvelli bókunarinnar hér á landi. Sambærilegt fyrirkomulag tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum og víða í Evrópu. Lögum um umboðsmann Alþingis var breytt með lögum sem tóku gildi 8. janúar 2019 og honum falið umrætt eftirlit.[2] Nánar er fjallað um þetta verkefni í lögum nr. 147/2018, um breytingu á lögum nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, með síðari breytingum (OPCAT-eftirlit), sem samþykkt voru á Alþingi 13. desember 2018. Þegar bókunin var fullgilt sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra: „Ég fagna því að nú sé búið sé að fullgilda þessa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum. Þótt dæmi um pyntingar eða aðra grimmilega eða vanvirðandi meðferð séu sem betur fer fá á Íslandi, að minnsta kosti í seinni tíð, er þessi áfangi mikilvægur liður í að tryggja að slíkt viðgangist ekki. Við getum aldrei liðið pyntingar, hvorki hér á landi né erlendis“ Markmið heimsókna OPCAT eftirlitsins er að hindra pyndingar eða aðra grimmilega, ómannlega eða vanvirðandi meðferð, einkum með því að fyrirbyggja að áhættusamar aðstæður skapist. Umboðsmaður getur enn fremur látið í ljós álit sitt á því hvort atriði sem varða starfsemi stofnunar eða heimilis, auk atriða sem varða meðferð og aðbúnað þeirra sem sviptir hafa verið frelsi sínu, séu andstæð sjónarmiðum um mannúð og mannvirðingu. Getur umboðsmaður beint tilmælum til þeirra sem sæta eftirliti hans sem miða að því að bæta meðferð og aðbúnað frelsissviptra einstaklinga og að því að fyrirbyggja pyndingar og aðra grimmilega, ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Hverjir eru frelsissviptir? Eðlilegt er að almenningur geri sér ekki almennilega grein fyrir hverjir það eru sem eru frelsissviptir, enda er þar um að ræða fólk í ólíkum aðstæðum; fólk sem vistað er á dvalar- og hjúkrunarheimilum, í barnaverndarúrræðum eins og Stuðlum, geðdeildum (þ.m.t. réttargeðdeildinni á Kleppspítala), í úrræðum fyrir fatlað fólk, á lögreglustöðvum – og auðvitað þeir sem eru í fangelsum. Umboðsmaður Alþingis, Skúli Magnússon, sem lét af embætti um síðustu mánaðamót, hefur sagt að þó umboðsmaður sé ekki réttarskipandi – og standi fyrir utan stjórnkerfið, telji hann engu að síður að heilabilað fólk á lokuðum deildum hafi verið frelsissvipt án laga. Hann tekur reyndar fram að starfsfólk á slíkum deildum ræki starfa sinn af fagmennsku og alúð í góðum tilgangi og sé því ekki að lýsa hræðilegu ástandi, en telur hins vegar að lagalega sé þetta mál ófullkomið. „Og frá lagalegu sjónarhóli er þetta svona, getum við sagt, eiginlega sviðin jörð. [...] Það megi segja að sumt af þessu fari fram í hálfgerðu lagalegu tómarúmi. Inni á lokuðum deildum hjúkrunarheimila.“ Fólk sem sé meira eða minna lögráða – sem sé samt lokað inni á stofnun. „Það sé engin lagaheimild til þess.“ Um þessi tilfelli þurfi að koma einhvers konar regluverk.[3] Samhæfingarleysið lekur niður stjórnkerfið eins og sulta Umboðsmaður Alþingis sagði í viðtalinu við RÚV samhæfingarleysi stjórnvalda vera víða: „Það þarf að koma fanga á Litla-Hrauni, sem er í geðrofsástandandi, inn á bráðamóttöku geðdeildar. Það þarf að koma barni á Stuðlum inn á BUGL. Lögregla situr uppi með mann sem hún telur ekki eiga heima í fangaklefa, heldur eiga heima á heilbrigðisstofnun og svo framvegis“ en þetta væri ekki að gerast, sagði umboðsmaður Alþingis í viðtali við Björn Þór Sigbjörnsson á Morgunvakt Rásar2. Sagði hann að svo virtist sem „kerfin“ væru ekki að tala saman og að einstaklingarnir yrðu því utangarðs. Umboðsmaður Alþingis fór á grundvelli OPCAT í eftirlitsheimsókn í úrræðið Stuðla, sem er neyðarvistun og meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára, í lok nóvember 2018. Athugun teymis umboðsmanns leiddi í ljós að lagagrundvöllur vistunar barns væri ekki alltaf fyrir hendi með skýrum hætti. Það er væri því m.a. niðurstaða umboðsmanns að beina því til Barnaverndarstofu og neyðarvistunar Stuðla að taka skipulag og framkvæmd vegna vistunar barna til endurskoðunar og gera viðeigandi breytingar til að tryggja að form slíkra umsókna og ákvarðana sé með þeim hætti að ljóst sé á hvaða lagagrundvelli barn er vistað. Að auki þyrfti að bæta upplýsingagjöf til barna, forsjáraðila og starfsmanna neyðarvistunar hvað þetta varðar. Margir eru frelsissviptir Tilgangur greinar þessarar er að vekja athygli á að það eru ekki bara fullorðnir karlar í fangelsi á Litla-Hrauni sem eru frelsisviptir. Sá hópur er miklu stærri. Svo virðist sem lagagrundvöllur frelsissviptingar sé ekki alltaf skýr. Umboðsmaður Alþingis hefur, á grundvelli OPCAT eftirlits, gert alvarlegar athugasemdir við vistun – bæði ungmenna, sem og aldraðra – í lokuðum úrræðum. Frelsissviptir geta verið börn, sem vistuð eru í neyðarvistun, aldraðir með heilabilun á hjúkrunarheimili, fatlaðir, einstaklingar sem eru á geðdeildum – og auðvitað þeir sem eru í fangelsi. Afstaða, sem hefur barist fyrir réttindum frelsissviptra í á annan áratug, hefur allt þetta fólk með í sinni baráttu. Unga sem aldna. Lagalegri óvissu frelsissviptra þarf að taka á – án tafa! Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu [1] https://umbodsmadur.is/opcat/nanar-um-opcat/ [2] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/02/22/Island-fullgildir-bokun-vid-samning-um-bann-vid-pyntingum/ [3] https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunvaktin/23614/7hhhao Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Málefni Stuðla Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, fagnar 20 ára afmæli sínu í janúar á næsta ári. Við höfum öll þessi ár barist fyrir að hlustað sé á raddir frelsissviptra og beittum okkur sérstaklega fyrir því að OPCAT samningur Sameinuðu þjóðanna yrði fullgiltur hér á landi. OPCAT er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi refsingu. Bókunin var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 18. desember 2002 og undirrituð af hálfu Íslands 23. september 2003. [1] Í bókuninni er m.a. kveðið á um að eftirliti með öllum stöðum sem vista frelsissvipta skuli komið á fót innan hvers aðildarríkis. Afstaða þrýsti mikið á að OPCAT bókunin yrði fullgilt sem gerðist þó ekki fyrr en árið 2018, 15 árum eftir að Ísland undirritaði bókunina – sem var undirrituð af forseta Ísland 29. janúar 2019. Umboðsmaður Alþingis annast eftirlit á grundvelli bókunarinnar hér á landi. Sambærilegt fyrirkomulag tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum og víða í Evrópu. Lögum um umboðsmann Alþingis var breytt með lögum sem tóku gildi 8. janúar 2019 og honum falið umrætt eftirlit.[2] Nánar er fjallað um þetta verkefni í lögum nr. 147/2018, um breytingu á lögum nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, með síðari breytingum (OPCAT-eftirlit), sem samþykkt voru á Alþingi 13. desember 2018. Þegar bókunin var fullgilt sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra: „Ég fagna því að nú sé búið sé að fullgilda þessa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum. Þótt dæmi um pyntingar eða aðra grimmilega eða vanvirðandi meðferð séu sem betur fer fá á Íslandi, að minnsta kosti í seinni tíð, er þessi áfangi mikilvægur liður í að tryggja að slíkt viðgangist ekki. Við getum aldrei liðið pyntingar, hvorki hér á landi né erlendis“ Markmið heimsókna OPCAT eftirlitsins er að hindra pyndingar eða aðra grimmilega, ómannlega eða vanvirðandi meðferð, einkum með því að fyrirbyggja að áhættusamar aðstæður skapist. Umboðsmaður getur enn fremur látið í ljós álit sitt á því hvort atriði sem varða starfsemi stofnunar eða heimilis, auk atriða sem varða meðferð og aðbúnað þeirra sem sviptir hafa verið frelsi sínu, séu andstæð sjónarmiðum um mannúð og mannvirðingu. Getur umboðsmaður beint tilmælum til þeirra sem sæta eftirliti hans sem miða að því að bæta meðferð og aðbúnað frelsissviptra einstaklinga og að því að fyrirbyggja pyndingar og aðra grimmilega, ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Hverjir eru frelsissviptir? Eðlilegt er að almenningur geri sér ekki almennilega grein fyrir hverjir það eru sem eru frelsissviptir, enda er þar um að ræða fólk í ólíkum aðstæðum; fólk sem vistað er á dvalar- og hjúkrunarheimilum, í barnaverndarúrræðum eins og Stuðlum, geðdeildum (þ.m.t. réttargeðdeildinni á Kleppspítala), í úrræðum fyrir fatlað fólk, á lögreglustöðvum – og auðvitað þeir sem eru í fangelsum. Umboðsmaður Alþingis, Skúli Magnússon, sem lét af embætti um síðustu mánaðamót, hefur sagt að þó umboðsmaður sé ekki réttarskipandi – og standi fyrir utan stjórnkerfið, telji hann engu að síður að heilabilað fólk á lokuðum deildum hafi verið frelsissvipt án laga. Hann tekur reyndar fram að starfsfólk á slíkum deildum ræki starfa sinn af fagmennsku og alúð í góðum tilgangi og sé því ekki að lýsa hræðilegu ástandi, en telur hins vegar að lagalega sé þetta mál ófullkomið. „Og frá lagalegu sjónarhóli er þetta svona, getum við sagt, eiginlega sviðin jörð. [...] Það megi segja að sumt af þessu fari fram í hálfgerðu lagalegu tómarúmi. Inni á lokuðum deildum hjúkrunarheimila.“ Fólk sem sé meira eða minna lögráða – sem sé samt lokað inni á stofnun. „Það sé engin lagaheimild til þess.“ Um þessi tilfelli þurfi að koma einhvers konar regluverk.[3] Samhæfingarleysið lekur niður stjórnkerfið eins og sulta Umboðsmaður Alþingis sagði í viðtalinu við RÚV samhæfingarleysi stjórnvalda vera víða: „Það þarf að koma fanga á Litla-Hrauni, sem er í geðrofsástandandi, inn á bráðamóttöku geðdeildar. Það þarf að koma barni á Stuðlum inn á BUGL. Lögregla situr uppi með mann sem hún telur ekki eiga heima í fangaklefa, heldur eiga heima á heilbrigðisstofnun og svo framvegis“ en þetta væri ekki að gerast, sagði umboðsmaður Alþingis í viðtali við Björn Þór Sigbjörnsson á Morgunvakt Rásar2. Sagði hann að svo virtist sem „kerfin“ væru ekki að tala saman og að einstaklingarnir yrðu því utangarðs. Umboðsmaður Alþingis fór á grundvelli OPCAT í eftirlitsheimsókn í úrræðið Stuðla, sem er neyðarvistun og meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára, í lok nóvember 2018. Athugun teymis umboðsmanns leiddi í ljós að lagagrundvöllur vistunar barns væri ekki alltaf fyrir hendi með skýrum hætti. Það er væri því m.a. niðurstaða umboðsmanns að beina því til Barnaverndarstofu og neyðarvistunar Stuðla að taka skipulag og framkvæmd vegna vistunar barna til endurskoðunar og gera viðeigandi breytingar til að tryggja að form slíkra umsókna og ákvarðana sé með þeim hætti að ljóst sé á hvaða lagagrundvelli barn er vistað. Að auki þyrfti að bæta upplýsingagjöf til barna, forsjáraðila og starfsmanna neyðarvistunar hvað þetta varðar. Margir eru frelsissviptir Tilgangur greinar þessarar er að vekja athygli á að það eru ekki bara fullorðnir karlar í fangelsi á Litla-Hrauni sem eru frelsisviptir. Sá hópur er miklu stærri. Svo virðist sem lagagrundvöllur frelsissviptingar sé ekki alltaf skýr. Umboðsmaður Alþingis hefur, á grundvelli OPCAT eftirlits, gert alvarlegar athugasemdir við vistun – bæði ungmenna, sem og aldraðra – í lokuðum úrræðum. Frelsissviptir geta verið börn, sem vistuð eru í neyðarvistun, aldraðir með heilabilun á hjúkrunarheimili, fatlaðir, einstaklingar sem eru á geðdeildum – og auðvitað þeir sem eru í fangelsi. Afstaða, sem hefur barist fyrir réttindum frelsissviptra í á annan áratug, hefur allt þetta fólk með í sinni baráttu. Unga sem aldna. Lagalegri óvissu frelsissviptra þarf að taka á – án tafa! Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu [1] https://umbodsmadur.is/opcat/nanar-um-opcat/ [2] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/02/22/Island-fullgildir-bokun-vid-samning-um-bann-vid-pyntingum/ [3] https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunvaktin/23614/7hhhao
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun