Sautján daga fyrirburi tekinn af sjúkrahúsi í París Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2024 11:07 Umfangsmikil leit stendur nú yfir í París. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Carl Recine Lögreglan í París hefur lýst eftir sautján daga gömlum fyrirbura sem tekinn var frá sjúkrahúsi í borginni í gær. Foreldrar drengsins liggja undir grun og eru þau talin hafa tekið barnið af sjúkrahúsinu seint í gærkvöldi. LeParisien segir tilkynningu hafa borist til lögreglunnar skömmu eftir miðnætti í gærkvöldi. Sökum þess að drengurinn, sem heitir Santiago, fæddist nokkuð löngu fyrir settan dag þarfnast það mikillar umönnunar og er áætlað að það geti ekki lifað af utan sjúkrahúss í meira en tólf tíma. Miðillinn hefur einnig eftir forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem barnið var að starfsfólk hafi rætt við foreldra Santiago seint í gærkvöldi. Þá voru þau á leið út af sjúkrahúsinu og voru þau spurð hvort þau kæmu aftur þegar drengurinn fengi pela um miðnætti. Þau svöruðu játandi. Foreldrarnir voru með litla tösku, sem vakti ekki athygli starfsfólksins, en skömmu síðar tók hjúkrunarfræðingur eftir því að barnið var horfið. Foreldrarnir sneru ekki aftur á sjúkrahúsið og er talið að drengurinn hafi verið í töskunni. Foreldrar Santiago eru 23 ára maður og 25 ára kona og hefur lögreglan birt myndir af þeim og beðið fólk um að hafa augun opin. Fólk sem sér þau er beðið um að hafa samband við lögreglu og ekki reyna sjálft að koma barninu til bjargar. 🔴 Alerte Enlèvement en cours : si vous localisez l’enfant, n’intervenez pas vous-même, appelez immédiatement le 197 ou envoyez un courriel à pppj-enlevement@interieur.gouv.frInformations >> https://t.co/2I4aZM0WxH pic.twitter.com/sJGdL58Hkh— Ministère de la Justice (@justice_gouv) October 22, 2024 Búið er að leita á heimili fólksins og fundust þau ekki þar. AFP fréttaveitan hefur þó eftir lögreglunni að nokkrar handtökur hafi verið framkvæmdar við rannsókn lögreglunnar. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
LeParisien segir tilkynningu hafa borist til lögreglunnar skömmu eftir miðnætti í gærkvöldi. Sökum þess að drengurinn, sem heitir Santiago, fæddist nokkuð löngu fyrir settan dag þarfnast það mikillar umönnunar og er áætlað að það geti ekki lifað af utan sjúkrahúss í meira en tólf tíma. Miðillinn hefur einnig eftir forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem barnið var að starfsfólk hafi rætt við foreldra Santiago seint í gærkvöldi. Þá voru þau á leið út af sjúkrahúsinu og voru þau spurð hvort þau kæmu aftur þegar drengurinn fengi pela um miðnætti. Þau svöruðu játandi. Foreldrarnir voru með litla tösku, sem vakti ekki athygli starfsfólksins, en skömmu síðar tók hjúkrunarfræðingur eftir því að barnið var horfið. Foreldrarnir sneru ekki aftur á sjúkrahúsið og er talið að drengurinn hafi verið í töskunni. Foreldrar Santiago eru 23 ára maður og 25 ára kona og hefur lögreglan birt myndir af þeim og beðið fólk um að hafa augun opin. Fólk sem sér þau er beðið um að hafa samband við lögreglu og ekki reyna sjálft að koma barninu til bjargar. 🔴 Alerte Enlèvement en cours : si vous localisez l’enfant, n’intervenez pas vous-même, appelez immédiatement le 197 ou envoyez un courriel à pppj-enlevement@interieur.gouv.frInformations >> https://t.co/2I4aZM0WxH pic.twitter.com/sJGdL58Hkh— Ministère de la Justice (@justice_gouv) October 22, 2024 Búið er að leita á heimili fólksins og fundust þau ekki þar. AFP fréttaveitan hefur þó eftir lögreglunni að nokkrar handtökur hafi verið framkvæmdar við rannsókn lögreglunnar.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira