Telja líklegt að Gylfi hætti: „Held að hann sé bara í fótbolta út af landsliðinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2024 09:03 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Wales sem gæti hafa verið hans síðasti landsleikur. vísir/anton Sérfræðingar Stúkunnar eiga allt eins von á því að Gylfi Þór Sigurðsson leggi skóna á hilluna eftir leik Vals og ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla um næstu helgi. Þeir segja að minna hlutverk hans í íslenska landsliðinu hafi mögulega áhrif á ákvörðun hans. Gylfi klikkaði á vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við FH á laugardaginn. Eftir leikinn ýjaði Gylfi að því hann gæti hætt eftir lokaumferðina um næstu helgi. Ummæli Gylfa og framtíð hans voru til umræðu í Stúkunni á sunnudaginn. Guðmundur Benediktsson spurði Lárus Orra Sigurðsson hvort hann hefði trú á því að leikurinn gegn ÍA yrði síðasti leikurinn á ferli Gylfa. „Mér finnst eins og hann sé, ég veit ekki um það og er bara að giska á, að hann sé að halda áfram út af landsliðinu. Og kannski er það að renna upp fyrir honum núna eins og þetta er að þróast hjá landsliðinu með Andra Lucas [Guðjohnsen] og Orra [Stein Óskarsson] frammi, Albert [Guðmundsson] og Hákon [Arnar Haraldsson] að koma inn, Jón Dagur [Þorsteinsson] að spila vel, að þetta sé bara að renna frá honum,“ sagði Lárus. „Hann er með unga fjölskyldu og var að eignast son nýlega. Hann þarf væntanlega að fara erlendis ef hann ætlar að eiga einhvern séns í þetta landsliðsdæmi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef hann myndi hætta. Að hætta er rosalega fín ákvörðun. Þú vilt ekki hætta of snemma en þú verður líka að passa þig á því fótboltinn gefist ekki upp á þér. Þú verður að finna rétta tímann. Ég yrði alls ekki hissa ef hann myndi hætta.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Gylfa Albert vill ekki sjá Gylfa hætta en það kæmi honum ekki á óvart ef skórnir færu upp í hillu. „Ef Gylfi hefur það á tilfinningunni að aðrir menn séu að taka við í landsliðinu og hann sé nánast ekki í neinu hlutverki, þá held ég að hann hætti,“ sagði Albert. „Ég sá ekki þetta viðtal en ég er sammála því að ef Gylfi finnur það einhvers staðar hjá sér að hans hlutverk hjá landsliðinu sé orðið lítið sem ekkert, og svo sannarlega ef hann finnur að það sé nánast ekkert, þá held ég að hann hætti. Ég held að hann sé bara í fótbolta til að spila með landsliðinu.“ Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum. Hann kom lítið við sögu í síðustu tveimur leikjum landsliðsins, gegn Wales og Tyrklandi. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari. 21. október 2024 09:01 „Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02 Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. 19. október 2024 13:17 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira
Gylfi klikkaði á vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við FH á laugardaginn. Eftir leikinn ýjaði Gylfi að því hann gæti hætt eftir lokaumferðina um næstu helgi. Ummæli Gylfa og framtíð hans voru til umræðu í Stúkunni á sunnudaginn. Guðmundur Benediktsson spurði Lárus Orra Sigurðsson hvort hann hefði trú á því að leikurinn gegn ÍA yrði síðasti leikurinn á ferli Gylfa. „Mér finnst eins og hann sé, ég veit ekki um það og er bara að giska á, að hann sé að halda áfram út af landsliðinu. Og kannski er það að renna upp fyrir honum núna eins og þetta er að þróast hjá landsliðinu með Andra Lucas [Guðjohnsen] og Orra [Stein Óskarsson] frammi, Albert [Guðmundsson] og Hákon [Arnar Haraldsson] að koma inn, Jón Dagur [Þorsteinsson] að spila vel, að þetta sé bara að renna frá honum,“ sagði Lárus. „Hann er með unga fjölskyldu og var að eignast son nýlega. Hann þarf væntanlega að fara erlendis ef hann ætlar að eiga einhvern séns í þetta landsliðsdæmi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef hann myndi hætta. Að hætta er rosalega fín ákvörðun. Þú vilt ekki hætta of snemma en þú verður líka að passa þig á því fótboltinn gefist ekki upp á þér. Þú verður að finna rétta tímann. Ég yrði alls ekki hissa ef hann myndi hætta.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Gylfa Albert vill ekki sjá Gylfa hætta en það kæmi honum ekki á óvart ef skórnir færu upp í hillu. „Ef Gylfi hefur það á tilfinningunni að aðrir menn séu að taka við í landsliðinu og hann sé nánast ekki í neinu hlutverki, þá held ég að hann hætti,“ sagði Albert. „Ég sá ekki þetta viðtal en ég er sammála því að ef Gylfi finnur það einhvers staðar hjá sér að hans hlutverk hjá landsliðinu sé orðið lítið sem ekkert, og svo sannarlega ef hann finnur að það sé nánast ekkert, þá held ég að hann hætti. Ég held að hann sé bara í fótbolta til að spila með landsliðinu.“ Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum. Hann kom lítið við sögu í síðustu tveimur leikjum landsliðsins, gegn Wales og Tyrklandi. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari. 21. október 2024 09:01 „Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02 Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. 19. október 2024 13:17 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira
Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari. 21. október 2024 09:01
„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02
Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. 19. október 2024 13:17