Telja líklegt að Gylfi hætti: „Held að hann sé bara í fótbolta út af landsliðinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2024 09:03 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Wales sem gæti hafa verið hans síðasti landsleikur. vísir/anton Sérfræðingar Stúkunnar eiga allt eins von á því að Gylfi Þór Sigurðsson leggi skóna á hilluna eftir leik Vals og ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla um næstu helgi. Þeir segja að minna hlutverk hans í íslenska landsliðinu hafi mögulega áhrif á ákvörðun hans. Gylfi klikkaði á vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við FH á laugardaginn. Eftir leikinn ýjaði Gylfi að því hann gæti hætt eftir lokaumferðina um næstu helgi. Ummæli Gylfa og framtíð hans voru til umræðu í Stúkunni á sunnudaginn. Guðmundur Benediktsson spurði Lárus Orra Sigurðsson hvort hann hefði trú á því að leikurinn gegn ÍA yrði síðasti leikurinn á ferli Gylfa. „Mér finnst eins og hann sé, ég veit ekki um það og er bara að giska á, að hann sé að halda áfram út af landsliðinu. Og kannski er það að renna upp fyrir honum núna eins og þetta er að þróast hjá landsliðinu með Andra Lucas [Guðjohnsen] og Orra [Stein Óskarsson] frammi, Albert [Guðmundsson] og Hákon [Arnar Haraldsson] að koma inn, Jón Dagur [Þorsteinsson] að spila vel, að þetta sé bara að renna frá honum,“ sagði Lárus. „Hann er með unga fjölskyldu og var að eignast son nýlega. Hann þarf væntanlega að fara erlendis ef hann ætlar að eiga einhvern séns í þetta landsliðsdæmi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef hann myndi hætta. Að hætta er rosalega fín ákvörðun. Þú vilt ekki hætta of snemma en þú verður líka að passa þig á því fótboltinn gefist ekki upp á þér. Þú verður að finna rétta tímann. Ég yrði alls ekki hissa ef hann myndi hætta.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Gylfa Albert vill ekki sjá Gylfa hætta en það kæmi honum ekki á óvart ef skórnir færu upp í hillu. „Ef Gylfi hefur það á tilfinningunni að aðrir menn séu að taka við í landsliðinu og hann sé nánast ekki í neinu hlutverki, þá held ég að hann hætti,“ sagði Albert. „Ég sá ekki þetta viðtal en ég er sammála því að ef Gylfi finnur það einhvers staðar hjá sér að hans hlutverk hjá landsliðinu sé orðið lítið sem ekkert, og svo sannarlega ef hann finnur að það sé nánast ekkert, þá held ég að hann hætti. Ég held að hann sé bara í fótbolta til að spila með landsliðinu.“ Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum. Hann kom lítið við sögu í síðustu tveimur leikjum landsliðsins, gegn Wales og Tyrklandi. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari. 21. október 2024 09:01 „Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02 Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. 19. október 2024 13:17 Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Gylfi klikkaði á vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við FH á laugardaginn. Eftir leikinn ýjaði Gylfi að því hann gæti hætt eftir lokaumferðina um næstu helgi. Ummæli Gylfa og framtíð hans voru til umræðu í Stúkunni á sunnudaginn. Guðmundur Benediktsson spurði Lárus Orra Sigurðsson hvort hann hefði trú á því að leikurinn gegn ÍA yrði síðasti leikurinn á ferli Gylfa. „Mér finnst eins og hann sé, ég veit ekki um það og er bara að giska á, að hann sé að halda áfram út af landsliðinu. Og kannski er það að renna upp fyrir honum núna eins og þetta er að þróast hjá landsliðinu með Andra Lucas [Guðjohnsen] og Orra [Stein Óskarsson] frammi, Albert [Guðmundsson] og Hákon [Arnar Haraldsson] að koma inn, Jón Dagur [Þorsteinsson] að spila vel, að þetta sé bara að renna frá honum,“ sagði Lárus. „Hann er með unga fjölskyldu og var að eignast son nýlega. Hann þarf væntanlega að fara erlendis ef hann ætlar að eiga einhvern séns í þetta landsliðsdæmi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef hann myndi hætta. Að hætta er rosalega fín ákvörðun. Þú vilt ekki hætta of snemma en þú verður líka að passa þig á því fótboltinn gefist ekki upp á þér. Þú verður að finna rétta tímann. Ég yrði alls ekki hissa ef hann myndi hætta.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Gylfa Albert vill ekki sjá Gylfa hætta en það kæmi honum ekki á óvart ef skórnir færu upp í hillu. „Ef Gylfi hefur það á tilfinningunni að aðrir menn séu að taka við í landsliðinu og hann sé nánast ekki í neinu hlutverki, þá held ég að hann hætti,“ sagði Albert. „Ég sá ekki þetta viðtal en ég er sammála því að ef Gylfi finnur það einhvers staðar hjá sér að hans hlutverk hjá landsliðinu sé orðið lítið sem ekkert, og svo sannarlega ef hann finnur að það sé nánast ekkert, þá held ég að hann hætti. Ég held að hann sé bara í fótbolta til að spila með landsliðinu.“ Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum. Hann kom lítið við sögu í síðustu tveimur leikjum landsliðsins, gegn Wales og Tyrklandi. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari. 21. október 2024 09:01 „Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02 Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. 19. október 2024 13:17 Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari. 21. október 2024 09:01
„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02
Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. 19. október 2024 13:17