„Hræsnin á sér engin takmörk“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 22:06 Elva Hrönn segir ákvörðun Ragnars Þórs um að stíga ekki til hliðar sem formaður VR á meðan hann er í framboði fyrir Flokk fólksins einkennast af hræsni og siðleysi. Vísir/Vilhelm Elva Hrönn Hjartardóttir, sem tapaði formannsslag VR í fyrra fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni, furðar sig á ákvörðun hans að halda áfram sem formaður á meðan hann fer í framboð fyrir Flokk fólksins. Hún telur siðlaust að halda því fram að framboðið hafi ekki áhrif á stöðu hans sem formanns. Elva Hrönn skrifaði færslu á Facebook í dag um fréttir af því að Ragnar Þór muni skipa oddvitasæti fyrir Flokk fólksins í komandi kosningum. „Það kemur ekkert á óvart og sást hvílíkan stuðning hann hafði til dæmis frá þeim flokki þegar ég bauð mig fram gegn honum í formannskosningum VR 2023 og þingkona flokksins nýtti hvert tækifæri til að ata mig auri,“ skrifar hún í færslunni. Elva á vafalaust við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann Flokks fólksins, sem studdi Ragnar í formannsslagnum og skrifaði skoðanagreinina „VR eða VG?“ þar sem hún sakaði Elvu um aðdróttanir í garð Ragnars og sagði hana fulltrúa Vinstri grænna. Áhugavert og siðlaust Elva segir einnig í færslu sinni að það sé áhugavert og siðlaust að hennar mati að Ragnar skuli segja að framboðið komi ekki til með að hafa áhrif á stöðu hans sem formanns VR. „Ætlar maðurinn virkilega að halda áfram að starfa sem formaður VR (ekki stíga til hliðar á meðan) og vera þar á launum á meðan hann er í framboði??“ skrifar hún. Það sé sérstaklega áhugavert í ljósi þess að Ragnar hafi lýst því yfir að hún væri of pólitísk til að sinna störfum fyrir VR á sínum tíma. „Og nú fer maðurinn í framboð á launum sem formaður VR. Hræsnin á sér engin takmörk!“ skrifar hún að lokum. Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 9. mars 2023 11:39 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Elva Hrönn skrifaði færslu á Facebook í dag um fréttir af því að Ragnar Þór muni skipa oddvitasæti fyrir Flokk fólksins í komandi kosningum. „Það kemur ekkert á óvart og sást hvílíkan stuðning hann hafði til dæmis frá þeim flokki þegar ég bauð mig fram gegn honum í formannskosningum VR 2023 og þingkona flokksins nýtti hvert tækifæri til að ata mig auri,“ skrifar hún í færslunni. Elva á vafalaust við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann Flokks fólksins, sem studdi Ragnar í formannsslagnum og skrifaði skoðanagreinina „VR eða VG?“ þar sem hún sakaði Elvu um aðdróttanir í garð Ragnars og sagði hana fulltrúa Vinstri grænna. Áhugavert og siðlaust Elva segir einnig í færslu sinni að það sé áhugavert og siðlaust að hennar mati að Ragnar skuli segja að framboðið komi ekki til með að hafa áhrif á stöðu hans sem formanns VR. „Ætlar maðurinn virkilega að halda áfram að starfa sem formaður VR (ekki stíga til hliðar á meðan) og vera þar á launum á meðan hann er í framboði??“ skrifar hún. Það sé sérstaklega áhugavert í ljósi þess að Ragnar hafi lýst því yfir að hún væri of pólitísk til að sinna störfum fyrir VR á sínum tíma. „Og nú fer maðurinn í framboð á launum sem formaður VR. Hræsnin á sér engin takmörk!“ skrifar hún að lokum.
Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 9. mars 2023 11:39 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56
Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 9. mars 2023 11:39
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels