„Hræsnin á sér engin takmörk“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 22:06 Elva Hrönn segir ákvörðun Ragnars Þórs um að stíga ekki til hliðar sem formaður VR á meðan hann er í framboði fyrir Flokk fólksins einkennast af hræsni og siðleysi. Vísir/Vilhelm Elva Hrönn Hjartardóttir, sem tapaði formannsslag VR í fyrra fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni, furðar sig á ákvörðun hans að halda áfram sem formaður á meðan hann fer í framboð fyrir Flokk fólksins. Hún telur siðlaust að halda því fram að framboðið hafi ekki áhrif á stöðu hans sem formanns. Elva Hrönn skrifaði færslu á Facebook í dag um fréttir af því að Ragnar Þór muni skipa oddvitasæti fyrir Flokk fólksins í komandi kosningum. „Það kemur ekkert á óvart og sást hvílíkan stuðning hann hafði til dæmis frá þeim flokki þegar ég bauð mig fram gegn honum í formannskosningum VR 2023 og þingkona flokksins nýtti hvert tækifæri til að ata mig auri,“ skrifar hún í færslunni. Elva á vafalaust við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann Flokks fólksins, sem studdi Ragnar í formannsslagnum og skrifaði skoðanagreinina „VR eða VG?“ þar sem hún sakaði Elvu um aðdróttanir í garð Ragnars og sagði hana fulltrúa Vinstri grænna. Áhugavert og siðlaust Elva segir einnig í færslu sinni að það sé áhugavert og siðlaust að hennar mati að Ragnar skuli segja að framboðið komi ekki til með að hafa áhrif á stöðu hans sem formanns VR. „Ætlar maðurinn virkilega að halda áfram að starfa sem formaður VR (ekki stíga til hliðar á meðan) og vera þar á launum á meðan hann er í framboði??“ skrifar hún. Það sé sérstaklega áhugavert í ljósi þess að Ragnar hafi lýst því yfir að hún væri of pólitísk til að sinna störfum fyrir VR á sínum tíma. „Og nú fer maðurinn í framboð á launum sem formaður VR. Hræsnin á sér engin takmörk!“ skrifar hún að lokum. Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 9. mars 2023 11:39 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Elva Hrönn skrifaði færslu á Facebook í dag um fréttir af því að Ragnar Þór muni skipa oddvitasæti fyrir Flokk fólksins í komandi kosningum. „Það kemur ekkert á óvart og sást hvílíkan stuðning hann hafði til dæmis frá þeim flokki þegar ég bauð mig fram gegn honum í formannskosningum VR 2023 og þingkona flokksins nýtti hvert tækifæri til að ata mig auri,“ skrifar hún í færslunni. Elva á vafalaust við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann Flokks fólksins, sem studdi Ragnar í formannsslagnum og skrifaði skoðanagreinina „VR eða VG?“ þar sem hún sakaði Elvu um aðdróttanir í garð Ragnars og sagði hana fulltrúa Vinstri grænna. Áhugavert og siðlaust Elva segir einnig í færslu sinni að það sé áhugavert og siðlaust að hennar mati að Ragnar skuli segja að framboðið komi ekki til með að hafa áhrif á stöðu hans sem formanns VR. „Ætlar maðurinn virkilega að halda áfram að starfa sem formaður VR (ekki stíga til hliðar á meðan) og vera þar á launum á meðan hann er í framboði??“ skrifar hún. Það sé sérstaklega áhugavert í ljósi þess að Ragnar hafi lýst því yfir að hún væri of pólitísk til að sinna störfum fyrir VR á sínum tíma. „Og nú fer maðurinn í framboð á launum sem formaður VR. Hræsnin á sér engin takmörk!“ skrifar hún að lokum.
Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 9. mars 2023 11:39 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56
Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 9. mars 2023 11:39