Vill Sólveigu á lista Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. október 2024 21:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi suður segir að listar flokksins verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Vísir/Sigurjón Sósíalistar ætla að bjóða fram lista í öllum kjördæmum og kynna þá á félagsfundum á næstu dögum. Oddviti flokksins segir reynslu í borginni nýtast sér í komandi baráttu. Hún vill formann Eflingar á lista. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum en flokkurinn náði ekki inn manni í síðustu alþingiskosningum 2021 og fékk 4,1 prósent heildaratkvæða. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að listarnir verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Hún vill Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar á lista. Þá á eftir að koma í ljós hvort Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins tekur sæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. „Ég er auðvitað í viðræðum við Sólveigu og myndi vilja fá hana með mér en þetta er allt í vinnslu og kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Sanna. Félagshyggja í forgrunni Hún segir að stóru áherslumálin séu húsnæðis- og velferðarmál. „Við höfum séð niðurbrot þess félagslega í samfélaginu. Stór hluti landsmanna telur að við séum á rangri leið. Það er okkar að byggja upp nýjar áherslur með raunverulegum breytingum. Það verður ekki gert með einhverjum plástrum sem breyta ekki neinu. Til þess þarf félagshyggju. Það þarf húsnæði fyrir almenning og efnahagslegt réttlæti,“ segir Sanna. Hún segist skynja mikinn meðbyr með flokknum síðustu daga. Þá er hún spennt fyrir því að hella sér út í þjóðmálin. „Þetta er vissulega mikil breyting fyrir mig. En á síðustu sex árum hef ég fengið miklar reynslu á sviði stjórnmálanna og tel að það nýtist í komandi baráttu. Ég hef líka séð ýmislegt í borgarmálunum sem er nauðsynlegt að breyta á sviði Alþingis og kem alveg tilbúin inn í það,“ segir Sanna. Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum en flokkurinn náði ekki inn manni í síðustu alþingiskosningum 2021 og fékk 4,1 prósent heildaratkvæða. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að listarnir verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Hún vill Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar á lista. Þá á eftir að koma í ljós hvort Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins tekur sæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. „Ég er auðvitað í viðræðum við Sólveigu og myndi vilja fá hana með mér en þetta er allt í vinnslu og kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Sanna. Félagshyggja í forgrunni Hún segir að stóru áherslumálin séu húsnæðis- og velferðarmál. „Við höfum séð niðurbrot þess félagslega í samfélaginu. Stór hluti landsmanna telur að við séum á rangri leið. Það er okkar að byggja upp nýjar áherslur með raunverulegum breytingum. Það verður ekki gert með einhverjum plástrum sem breyta ekki neinu. Til þess þarf félagshyggju. Það þarf húsnæði fyrir almenning og efnahagslegt réttlæti,“ segir Sanna. Hún segist skynja mikinn meðbyr með flokknum síðustu daga. Þá er hún spennt fyrir því að hella sér út í þjóðmálin. „Þetta er vissulega mikil breyting fyrir mig. En á síðustu sex árum hef ég fengið miklar reynslu á sviði stjórnmálanna og tel að það nýtist í komandi baráttu. Ég hef líka séð ýmislegt í borgarmálunum sem er nauðsynlegt að breyta á sviði Alþingis og kem alveg tilbúin inn í það,“ segir Sanna.
Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira