Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. október 2024 19:01 Kikka Sigurðardóttir einn stofnenda Græningja. Flokkurinn leitar af fólki til að bjóða fram á lista í þremur kjördæmum. Vísir/Sigurjón Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. Stofnfundur Græningja var haldinn í gær. Flokkurinn hyggst bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður og Norðausturkjördæmi og er búist við að listarnir verði kynntir í vikunni. Kikka Sigurðardóttir rithöfundur er einn stofnenda Græningja. Kikka hefur skrifað bækur, útvarpsleikrit, sjónvarpshandrit og kvikmyndahandrit. Þekktasta verkið hennar er eflaust Ávaxtakarfan. Verður að vera þekkt fólk á listum Kikka segir að nú sé verið að finna rétta fólkið fyrir flokkinn. Þá sé verið að reyna að fá listabókstafinn G. „Eins skrítið og það hljómar þá verður að vera þekkt fólk á listum. Þú sérð það á því hverjir eru að fara á lista hjá öðrum flokkum. Þetta er allt fólk sem hefur verið í sjónvarpi síðustu ár. Við hugsuðum fyrst að við þyrftum fyrst og fremst fólk með brennandi áhuga á umhverfismálum. Svo var einhver sem benti mér á að við þyrftum að finna þekkt andlit,“ segir Kikka sem ætlar sjálf að bjóða sig fram en ekki í oddvitasæti. Flokkurinn leggur megináherslu á umhverfismál Kikka segir að flokkurinn hafi fyrst og fremst verið stofnaður í kringum umhverfismál. „Við leggjum áherslu á íslenska náttúru. Við viljum stofnun Miðhálendisþjóðgarðs með öllum þjóðlendum. Við ætlum að einblína á loftlagsvánna og auðlindirnar okkar sem við gefum hægri vinstri hverjum sem vill hirða þær. Ég reikna með að við verðum risastór með tímanum eins og aðrir græningjaflokkar í Evrópu,“ segir Kikka. Vinstri græn ekki staðið sig nógu vel Aðspurð hvort flokkurinn sé ekki að fara í beina samkeppni við Vinstri græn svarar Kikka: „Nei vonandi förum við þó í samvinnu með þeim. Þau hafa hins vegar ekki staðið sig alveg nógu vel. Náttúra Íslands og loftlagsváin hafa ekki verið þeirra aðalmál inn á þingi. Þau náðu ekki einu sinni að standa við sína eigin loftslagsáætlun þegar þau voru í ríkisstjórn.“ Kikka er vongóð fyrir komandi kosningar. „Ég læt mig dreyma um að koma inn einum eða tveimur þingmönnum,“ segir Kikka. Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Sjá meira
Stofnfundur Græningja var haldinn í gær. Flokkurinn hyggst bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður og Norðausturkjördæmi og er búist við að listarnir verði kynntir í vikunni. Kikka Sigurðardóttir rithöfundur er einn stofnenda Græningja. Kikka hefur skrifað bækur, útvarpsleikrit, sjónvarpshandrit og kvikmyndahandrit. Þekktasta verkið hennar er eflaust Ávaxtakarfan. Verður að vera þekkt fólk á listum Kikka segir að nú sé verið að finna rétta fólkið fyrir flokkinn. Þá sé verið að reyna að fá listabókstafinn G. „Eins skrítið og það hljómar þá verður að vera þekkt fólk á listum. Þú sérð það á því hverjir eru að fara á lista hjá öðrum flokkum. Þetta er allt fólk sem hefur verið í sjónvarpi síðustu ár. Við hugsuðum fyrst að við þyrftum fyrst og fremst fólk með brennandi áhuga á umhverfismálum. Svo var einhver sem benti mér á að við þyrftum að finna þekkt andlit,“ segir Kikka sem ætlar sjálf að bjóða sig fram en ekki í oddvitasæti. Flokkurinn leggur megináherslu á umhverfismál Kikka segir að flokkurinn hafi fyrst og fremst verið stofnaður í kringum umhverfismál. „Við leggjum áherslu á íslenska náttúru. Við viljum stofnun Miðhálendisþjóðgarðs með öllum þjóðlendum. Við ætlum að einblína á loftlagsvánna og auðlindirnar okkar sem við gefum hægri vinstri hverjum sem vill hirða þær. Ég reikna með að við verðum risastór með tímanum eins og aðrir græningjaflokkar í Evrópu,“ segir Kikka. Vinstri græn ekki staðið sig nógu vel Aðspurð hvort flokkurinn sé ekki að fara í beina samkeppni við Vinstri græn svarar Kikka: „Nei vonandi förum við þó í samvinnu með þeim. Þau hafa hins vegar ekki staðið sig alveg nógu vel. Náttúra Íslands og loftlagsváin hafa ekki verið þeirra aðalmál inn á þingi. Þau náðu ekki einu sinni að standa við sína eigin loftslagsáætlun þegar þau voru í ríkisstjórn.“ Kikka er vongóð fyrir komandi kosningar. „Ég læt mig dreyma um að koma inn einum eða tveimur þingmönnum,“ segir Kikka.
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Sjá meira