„Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. október 2024 16:19 Mari í smá hvíld á milli hringja. sportmyndir.is/GummiSt. Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa. Síðustu hringirnir voru mjög þungir hjá henni en Mari er þekkt fyrir allt annað en að gefast upp. Hún hljóp því þar til fæturnir báru hana ekki lengur. „Það er svo ógeðslega erfitt að hætta. Þetta er gaman en leiðinlegt svona lengi með verki. Mig langaði samt að halda áfram,“ sagði Mari við Garp I. Elísabetarson skömmu eftir að hún hafði hætt keppni. „Ég ætlaði ekki að hætta en svo fékk ég bara allan pakkann yfir mig. Ég var heldur ekki að gera þessu hné neinn greiða með því að hlaupa áfram. Ég var ekki með markmið heldur langaði mig bara að vera með. Þetta er frábær hópur og allt vinir manns úr hlaupasamfélaginu.“ Mari og Elísa Kristinsdóttir hlupu mikið saman síðustu tvo sólarhringa og Mari hefur trú á vinkonu sinni fyrir kvöldið. „Mig langaði að rúlla 60 hringi með Elísu en það var ekki raunhæft. Það er bara heimskulegt. Hún fær að vera stjarna í dag og ég er viss um að hún mun taka þetta. Hún er búin að vinna fyrir þessu,“ segir Mari ákveðin en Íslandsmet hennar er 57 hringir. „Ég held að Þorleifur verði fyrstur í metið mitt. Hann mun taka það en svo er spurning hvað hann vill mikið meira.“ Næst á dagskrá hjá Mari er að leggja sig aðeins, fara í sturtu en svo stefnir hún á að koma aftur í Elliðaárdalinn til að hvetja félaga sína áfram. Viðtalið í heild má sjá hér að ofan en fylgjast má með keppninni áfram hér að neðan. Bakgarðshlaup Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Sjá meira
Síðustu hringirnir voru mjög þungir hjá henni en Mari er þekkt fyrir allt annað en að gefast upp. Hún hljóp því þar til fæturnir báru hana ekki lengur. „Það er svo ógeðslega erfitt að hætta. Þetta er gaman en leiðinlegt svona lengi með verki. Mig langaði samt að halda áfram,“ sagði Mari við Garp I. Elísabetarson skömmu eftir að hún hafði hætt keppni. „Ég ætlaði ekki að hætta en svo fékk ég bara allan pakkann yfir mig. Ég var heldur ekki að gera þessu hné neinn greiða með því að hlaupa áfram. Ég var ekki með markmið heldur langaði mig bara að vera með. Þetta er frábær hópur og allt vinir manns úr hlaupasamfélaginu.“ Mari og Elísa Kristinsdóttir hlupu mikið saman síðustu tvo sólarhringa og Mari hefur trú á vinkonu sinni fyrir kvöldið. „Mig langaði að rúlla 60 hringi með Elísu en það var ekki raunhæft. Það er bara heimskulegt. Hún fær að vera stjarna í dag og ég er viss um að hún mun taka þetta. Hún er búin að vinna fyrir þessu,“ segir Mari ákveðin en Íslandsmet hennar er 57 hringir. „Ég held að Þorleifur verði fyrstur í metið mitt. Hann mun taka það en svo er spurning hvað hann vill mikið meira.“ Næst á dagskrá hjá Mari er að leggja sig aðeins, fara í sturtu en svo stefnir hún á að koma aftur í Elliðaárdalinn til að hvetja félaga sína áfram. Viðtalið í heild má sjá hér að ofan en fylgjast má með keppninni áfram hér að neðan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Sjá meira