Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokk á útleið Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2024 23:19 Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru á útleið eftir fundi kjördæmaráða í dag. Fimm þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum verða ekki á lista í næstu Alþingiskosningum. Um er að ræða fjóra karla og eina konu úr fjórum kjördæmum. Það eru þau Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Teitur Björn Einarsson. Felldur af varaformanninum Jón Gunnarsson settist á þing árið 2007 og hefur því verið þingmaður í sautján ár. Hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017, innanríkisráðherra í tvo mánuði 2021 til 2022 og dómsmálaráðherra í átján mánuði á síðasta kjörtimabili frá 2022 til 2023. Jón hefur ekki verið óumdeildur í störfum sínum og laut hann í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi. Tveir íhaldssamir í Suðurkjördæmi Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður, skákaði tveimur sitjandi þingmönnum, þeim Birgi Þórarinssyni og Ásmundi Friðrikssyni, í baráttunni um 3. sætið í Suðurkjördæmi. Ásmundur Friðriksson hefur verið þingmaður í Suðurkjördæmi frá árinu 2013 og hefur einna helst vakið athygli vegna ferða sinna um kjördæmið. Birgir hefur verið á Alþingi frá árinu 2017, þar af lengst af fyrir Miðflokkinn. Hann var reyndar líka stuttlega varaþingmaður Framsóknarflokksins árin 2010 og 2012. Birgir var einn af þremur Miðflokksmönnum sem náðu inn á þing í síðustu kosningum en hann yfirgaf flokkinn skömmu eftir það og fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Bæði Ásmundur og Birgir hafa vakið athygli vegna íhaldssamra skoðana sinna í útlendingamálum. Sitjandi þingmenn á Norðurlandi detta út Berglind Ósk Guðmundsdóttir hefur verið annar þingmaður Norðausturkjördæmis frá árinu 2021. Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldvík, hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni, sitjandi oddvita Norðausturkjördæmis, í baráttu um oddvitasætið á fundi kjördæmaráðs. Njáll Trausti hafði svo betur gegn öðrum frambjóðendum í baráttunni um annað sætið, þar á meðal Berglindi Ósk og ákvað hún að gefa ekki kost á sér í þriðja sætið. Teitur Björn Einarsson hefur verið varaþingmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2016. Hann hefur verið það nokkuð slitrótt en verið samfleytt frá árinu 2023 þegar Haraldur Benediktsson baðst lausnar. Teitur laut í lægra haldi fyrir Birni Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar, í kosningu um 2. sæti á lista Sjálfstæðiflokks í Norðvesturkjördæmi. Teitur hafði upprunalega sóst eftir oddvitasæti en dró framboð sitt til baka og var Ólafur Adolfsson, lyfsali á Akranesi og fyrrverandi oddviti flokksins þar í bæ, því sjálfkjörinn í fyrsta sæti listans. Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. 20. október 2024 14:44 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Það eru þau Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Teitur Björn Einarsson. Felldur af varaformanninum Jón Gunnarsson settist á þing árið 2007 og hefur því verið þingmaður í sautján ár. Hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017, innanríkisráðherra í tvo mánuði 2021 til 2022 og dómsmálaráðherra í átján mánuði á síðasta kjörtimabili frá 2022 til 2023. Jón hefur ekki verið óumdeildur í störfum sínum og laut hann í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi. Tveir íhaldssamir í Suðurkjördæmi Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður, skákaði tveimur sitjandi þingmönnum, þeim Birgi Þórarinssyni og Ásmundi Friðrikssyni, í baráttunni um 3. sætið í Suðurkjördæmi. Ásmundur Friðriksson hefur verið þingmaður í Suðurkjördæmi frá árinu 2013 og hefur einna helst vakið athygli vegna ferða sinna um kjördæmið. Birgir hefur verið á Alþingi frá árinu 2017, þar af lengst af fyrir Miðflokkinn. Hann var reyndar líka stuttlega varaþingmaður Framsóknarflokksins árin 2010 og 2012. Birgir var einn af þremur Miðflokksmönnum sem náðu inn á þing í síðustu kosningum en hann yfirgaf flokkinn skömmu eftir það og fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Bæði Ásmundur og Birgir hafa vakið athygli vegna íhaldssamra skoðana sinna í útlendingamálum. Sitjandi þingmenn á Norðurlandi detta út Berglind Ósk Guðmundsdóttir hefur verið annar þingmaður Norðausturkjördæmis frá árinu 2021. Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldvík, hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni, sitjandi oddvita Norðausturkjördæmis, í baráttu um oddvitasætið á fundi kjördæmaráðs. Njáll Trausti hafði svo betur gegn öðrum frambjóðendum í baráttunni um annað sætið, þar á meðal Berglindi Ósk og ákvað hún að gefa ekki kost á sér í þriðja sætið. Teitur Björn Einarsson hefur verið varaþingmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2016. Hann hefur verið það nokkuð slitrótt en verið samfleytt frá árinu 2023 þegar Haraldur Benediktsson baðst lausnar. Teitur laut í lægra haldi fyrir Birni Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar, í kosningu um 2. sæti á lista Sjálfstæðiflokks í Norðvesturkjördæmi. Teitur hafði upprunalega sóst eftir oddvitasæti en dró framboð sitt til baka og var Ólafur Adolfsson, lyfsali á Akranesi og fyrrverandi oddviti flokksins þar í bæ, því sjálfkjörinn í fyrsta sæti listans.
Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. 20. október 2024 14:44 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. 20. október 2024 14:44
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent