Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2024 16:01 Kikka segir þau vilja bjóða fram í öllum kjördæmum. Nái þau ekki inn á þing ætli þau að veita þeim flokkum aðhald sem þar eru. Samsett Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. „Það er framhaldsaðalfundur á Valkyrjunni í dag klukkan 17 en við verðum í Kringlunni á milli 12 og 17 að safna meðmælum fyrir nafninu Græningjar,“ segir Kikka Sigurðardóttir eigandi Valkyrjunnar og einn stofnenda samtakanna. Hún segir helstu málefni flokksins vera loftslagsmál, náttúruvernd, jafnrétti og mannréttindi. Þá muni þau einnig leggja áherslu á sjálfbærni, dýravernd og að girða fyrir spillingu. Þá vilja þau að öll mál sem varði alla þjóðina fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þess vilja þau skoða möguleikann á borgaralaunum og að kerfi samfélagsins sem aðeins þjóni hluta þess verði endurskoðuð. Vilja fólk á öllum aldri „Þetta er allt í vinnslu og við viljum endilega sjá fólk á öllum aldri á framhaldsaðalfundinum, en kannski helst ungt fólk. Við erum í miðri hringiðu akkúrat núna,“ segir Kikka. Þessi stefnumál hafa mörg verið tengd Vinstri grænum? „Einhver þeirra, en alls ekki öll. Vinstri græn eru bara alls ekki búin að vera að standa sig í ríkisstjórn og gátu ekki eini sinni fylgt eftir sinni eigin loftslagsstefnu. Þau fóru inn í einhvern annan heim og gleymdu grænu málunum,“ segir Kikka. Hún segir að það sé hennar von að þau komist á þing en ef það takist ekki séu þau þá allavega orðin af í umræðunni. Flokkarnir verði eflaust allir með græna stefnu en þau muni passa að flokkarnir fylgi þessum stefnum eftir. Stofna fyrst flokkinn og fara svo í meðmælasöfnun Hún segir þau nú vinna að því að safna 300 undirskriftum til að formlega stofna stjórnmálaflokkinn og þegar það er komið á skrá þá verði opnuð fyrir þau gátt inn á island.is þar sem aðrir flokkar safna meðmælum. „Það er hægt að koma í Valkyrjuna eða hitta okkur í Kringlunni,“ segir Kikka en sjálf ætlar hún að vera við Hagkaup að safna undirskriftum. Hún segir unnið að því að móta stefnu flokksins en það verði gert á næstu vikum. Sjálf ætlar hún að fara á lista fyrir flokkinn en það eigi eftir að koma í ljós hverjir muni leiða listana. „Það verða auðvitað hæfustu einstaklingarnir sem leiða. Við höfum tíu og hálfan dag til stefnu,“ segir hún og að þau ætli að vinna hratt næstu daga. Hún segist ekki eiga von á því að það verði erfitt að fylla listana. Það séu margir sem hafi orðið fyrir vonbrigðum með umhverfismálin innan núverandi flokka. Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Sjá meira
„Það er framhaldsaðalfundur á Valkyrjunni í dag klukkan 17 en við verðum í Kringlunni á milli 12 og 17 að safna meðmælum fyrir nafninu Græningjar,“ segir Kikka Sigurðardóttir eigandi Valkyrjunnar og einn stofnenda samtakanna. Hún segir helstu málefni flokksins vera loftslagsmál, náttúruvernd, jafnrétti og mannréttindi. Þá muni þau einnig leggja áherslu á sjálfbærni, dýravernd og að girða fyrir spillingu. Þá vilja þau að öll mál sem varði alla þjóðina fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þess vilja þau skoða möguleikann á borgaralaunum og að kerfi samfélagsins sem aðeins þjóni hluta þess verði endurskoðuð. Vilja fólk á öllum aldri „Þetta er allt í vinnslu og við viljum endilega sjá fólk á öllum aldri á framhaldsaðalfundinum, en kannski helst ungt fólk. Við erum í miðri hringiðu akkúrat núna,“ segir Kikka. Þessi stefnumál hafa mörg verið tengd Vinstri grænum? „Einhver þeirra, en alls ekki öll. Vinstri græn eru bara alls ekki búin að vera að standa sig í ríkisstjórn og gátu ekki eini sinni fylgt eftir sinni eigin loftslagsstefnu. Þau fóru inn í einhvern annan heim og gleymdu grænu málunum,“ segir Kikka. Hún segir að það sé hennar von að þau komist á þing en ef það takist ekki séu þau þá allavega orðin af í umræðunni. Flokkarnir verði eflaust allir með græna stefnu en þau muni passa að flokkarnir fylgi þessum stefnum eftir. Stofna fyrst flokkinn og fara svo í meðmælasöfnun Hún segir þau nú vinna að því að safna 300 undirskriftum til að formlega stofna stjórnmálaflokkinn og þegar það er komið á skrá þá verði opnuð fyrir þau gátt inn á island.is þar sem aðrir flokkar safna meðmælum. „Það er hægt að koma í Valkyrjuna eða hitta okkur í Kringlunni,“ segir Kikka en sjálf ætlar hún að vera við Hagkaup að safna undirskriftum. Hún segir unnið að því að móta stefnu flokksins en það verði gert á næstu vikum. Sjálf ætlar hún að fara á lista fyrir flokkinn en það eigi eftir að koma í ljós hverjir muni leiða listana. „Það verða auðvitað hæfustu einstaklingarnir sem leiða. Við höfum tíu og hálfan dag til stefnu,“ segir hún og að þau ætli að vinna hratt næstu daga. Hún segist ekki eiga von á því að það verði erfitt að fylla listana. Það séu margir sem hafi orðið fyrir vonbrigðum með umhverfismálin innan núverandi flokka.
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Sjá meira