Gerum íslensku að kosningamáli Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 20. október 2024 10:00 Þótt oft sé lögð áherslu á gildi og mikilvægi íslenskrar tungu og menningar í stjórnmálaumræðu skora þau mál ekki hátt þegar kjósendur eru spurðir um áherslumál sín – í könnun Prósents í ágúst nefndu aðeins 2% þátttakenda menningarmál sem eitt af mikilvægustu málunum. Vissulega má að einhverju leyti fella málið og menninguna undir menntamál sem 25% nefndu, og mannréttindamál sem 14% nefndu – og tengist að sumra mati líklega málefnum flóttafólks sem 11% nefndu. En eftir stendur að íslensk tunga út af fyrir sig er ekki ofarlega í huga kjósenda sem mikilvægt mál. Nú er hins vegar kominn fram frambjóðandi sem vill breyta þessu og gera íslensku að kosningamáli. Það er gott, en öllu máli skiptir þó á hvaða forsendum það er gert. Frambjóðandinn sakar fáfarandi ríkisstjórn um að „missa gjörsamlega stjórn á ástandinu“, hafa sofið á verðinum og horft aðgerðalaus upp á „meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum“ enda „sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa“. Það er sitthvað til í þessu – ég hef margoft skrifað um nauðsyn þess að setja meira fé í íslenskukennslu og gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi og metnaðarleysi á því sviði. En reyndar verður ekki heldur séð að stjórnarandstaðan hafi beitt sér fyrir auknu fé til þessara mála að frátalinni breytingartillögu Pírata við fjárlagafrumvarp þessa árs sem var felld – og þingmenn Miðflokksins studdu ekki. Íslenskan kemur aðeins betur út úr fjárlagafrumvarpi næsta árs en undanfarin ár þótt miklu meira þurfi að koma til. Það er sannarlega ekki hægt að hrósa fráfarandi ríkisstjórn fyrir frammistöðu á sviði íslenskukennslu, en það þýðir samt ekki að hún hafi brugðist íslenskunni algerlega. Hún hefur þrátt fyrir allt varið meira fé til stuðnings íslenskunni en nokkur önnur ríkisstjórn með því að hrinda af stað og fjármagna – í góðri sátt allra flokka – metnaðarfulla máltækniáætlun sem er alger forsenda fyrir því að íslenskan verði gjaldgeng og lifi af í þeirri stafrænu veröld sem við lifum í. Máltæknin mun gagnast almenningi á ótal sviðum, veldur algerri byltingu í lífsgæðum margra hópa fatlaðs fólks, nýtist við íslenskukennslu o.s.frv. Barátta fyrir íslenskunni er sannarlega mikilvæg, en það er hins vegar ekki heppilegt eða skynsamlegt að reka hana undir formerkjum andstöðu gegn inngildingu og fjölmenningu. Inngilding gengur út á að öll séu með og fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, og barátta gegn henni er ekki líkleg til að auka áhuga innflytjenda á að læra íslensku. Sú barátta gerir ekki annað en kljúfa samfélagið, búa til málfarslega lágstétt, auka útlendingaandúð og efla flokkadrætti. Á endanum töpum við öll á þessu, bæði Íslendingar og innflytjendur – og ekki síst íslenskan. Gerum íslenskuna endilega að kosningamáli, en ekki á forsendum þess sem ekki hefur verið gert – látum gert vera gert og étið það sem étið er, eins og Bangsapabbi sagði. Gerum íslenskuna þess í stað að kosningamáli á forsendum þess sem þarf að gera og hægt er að gera – þar ættu öll dýrin í skóginum að geta verið vinir. Á afmælismálþingi Íslenskrar málnefndar fyrr í vikunni tók menningar- og viðskiptaráðherra undir það að ekki hefði verið nóg að gert í kennslu íslensku sem annars máls og hvatti til þess að ráðist yrði í stórátak á þessu sviði. Máltækniáætlunin hefur sýnt hvers við erum megnug þegar gerð er vönduð og ítarleg áætlun sem fylgt er eftir með umtalsverðu fjármagni og góðu samstarfi allra sem málið varðar. Þetta ætti að verða kosningamál – en ekki mál sem deilt er um, ekki mál þar sem flokkarnir keppast við að yfirbjóða hver annan. Gerum þetta að sameiginlegu kosningamáli allra flokka. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eiríkur Rögnvaldsson Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt oft sé lögð áherslu á gildi og mikilvægi íslenskrar tungu og menningar í stjórnmálaumræðu skora þau mál ekki hátt þegar kjósendur eru spurðir um áherslumál sín – í könnun Prósents í ágúst nefndu aðeins 2% þátttakenda menningarmál sem eitt af mikilvægustu málunum. Vissulega má að einhverju leyti fella málið og menninguna undir menntamál sem 25% nefndu, og mannréttindamál sem 14% nefndu – og tengist að sumra mati líklega málefnum flóttafólks sem 11% nefndu. En eftir stendur að íslensk tunga út af fyrir sig er ekki ofarlega í huga kjósenda sem mikilvægt mál. Nú er hins vegar kominn fram frambjóðandi sem vill breyta þessu og gera íslensku að kosningamáli. Það er gott, en öllu máli skiptir þó á hvaða forsendum það er gert. Frambjóðandinn sakar fáfarandi ríkisstjórn um að „missa gjörsamlega stjórn á ástandinu“, hafa sofið á verðinum og horft aðgerðalaus upp á „meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum“ enda „sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa“. Það er sitthvað til í þessu – ég hef margoft skrifað um nauðsyn þess að setja meira fé í íslenskukennslu og gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi og metnaðarleysi á því sviði. En reyndar verður ekki heldur séð að stjórnarandstaðan hafi beitt sér fyrir auknu fé til þessara mála að frátalinni breytingartillögu Pírata við fjárlagafrumvarp þessa árs sem var felld – og þingmenn Miðflokksins studdu ekki. Íslenskan kemur aðeins betur út úr fjárlagafrumvarpi næsta árs en undanfarin ár þótt miklu meira þurfi að koma til. Það er sannarlega ekki hægt að hrósa fráfarandi ríkisstjórn fyrir frammistöðu á sviði íslenskukennslu, en það þýðir samt ekki að hún hafi brugðist íslenskunni algerlega. Hún hefur þrátt fyrir allt varið meira fé til stuðnings íslenskunni en nokkur önnur ríkisstjórn með því að hrinda af stað og fjármagna – í góðri sátt allra flokka – metnaðarfulla máltækniáætlun sem er alger forsenda fyrir því að íslenskan verði gjaldgeng og lifi af í þeirri stafrænu veröld sem við lifum í. Máltæknin mun gagnast almenningi á ótal sviðum, veldur algerri byltingu í lífsgæðum margra hópa fatlaðs fólks, nýtist við íslenskukennslu o.s.frv. Barátta fyrir íslenskunni er sannarlega mikilvæg, en það er hins vegar ekki heppilegt eða skynsamlegt að reka hana undir formerkjum andstöðu gegn inngildingu og fjölmenningu. Inngilding gengur út á að öll séu með og fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, og barátta gegn henni er ekki líkleg til að auka áhuga innflytjenda á að læra íslensku. Sú barátta gerir ekki annað en kljúfa samfélagið, búa til málfarslega lágstétt, auka útlendingaandúð og efla flokkadrætti. Á endanum töpum við öll á þessu, bæði Íslendingar og innflytjendur – og ekki síst íslenskan. Gerum íslenskuna endilega að kosningamáli, en ekki á forsendum þess sem ekki hefur verið gert – látum gert vera gert og étið það sem étið er, eins og Bangsapabbi sagði. Gerum íslenskuna þess í stað að kosningamáli á forsendum þess sem þarf að gera og hægt er að gera – þar ættu öll dýrin í skóginum að geta verið vinir. Á afmælismálþingi Íslenskrar málnefndar fyrr í vikunni tók menningar- og viðskiptaráðherra undir það að ekki hefði verið nóg að gert í kennslu íslensku sem annars máls og hvatti til þess að ráðist yrði í stórátak á þessu sviði. Máltækniáætlunin hefur sýnt hvers við erum megnug þegar gerð er vönduð og ítarleg áætlun sem fylgt er eftir með umtalsverðu fjármagni og góðu samstarfi allra sem málið varðar. Þetta ætti að verða kosningamál – en ekki mál sem deilt er um, ekki mál þar sem flokkarnir keppast við að yfirbjóða hver annan. Gerum þetta að sameiginlegu kosningamáli allra flokka. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar