Vill leiða Miðflokkinn í Suðurkjördæmi Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. október 2024 23:21 Tómas Ellert Tómasson er einn af stofnfélögum Miðflokksins og hefur gegnt ýmsum störfum innan hans. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, sækist eftir oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Hann hefur sent tilkynningu þess efnis á uppstillingarnefnd Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við fréttastofu segist Tómas hafa velt því fyrir sér undanfarna daga að bjóða fram krafta sína á framboðslista flokksins í kjördæminu. „Það er óhætt að segja að margir hafa komið að máli við mig undanfarið og rætt þau mál við mig, bæði flokksmenn og aðrir og hvatt mig til að óska eftir oddvitasætinu. Ég væri að bregðast því fólki sem að ég get kallað stuðningsmenn mína ef að ég óskaði ekki eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi,“ segir hann. „Ég óska því eftir við uppstillinganefnd að fá umboð til að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi,“ segir Tómas Ellert. Þess ber að geta að Tómas var einn dyggasti stuðningsmaður Höllu Hrundar í síðustu forsetakosningum en mun mögulega þurfa að ata kappi við hana í Alþingiskosningum. Gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins Tómas Ellert var einn af stofnfélögum Miðflokksins árið 2017 og var bæjarfulltrúi flokksins í Árborg frá 2018 til 2022 þar sem hann var meirihlutasamstarfi. Miðflokkurinn náði ekki inn fulltrúa í Árborg í sveitarstjórnarkosningum 2022. Tómas hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn og var kosningastjóri flokksins á landsvísu í Alþingiskosningum haustið 2021. Hann er nú í málefnanefnd Miðflokksins og varaformaður kjördæmafélagsins í Suðurkjördæmi. Hann snýr sér nú að landspólitíkinni. Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en yfirgaf hann strax eftir kosningar og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sakaði eiganda fasteignafélags um mútur Árið 2023 sakaði Tómas forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Heimildin hafði þá eftir Tómasi að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ sagði Tómas við Heimildina. Málið fór á borð héraðssaksóknara en á endanum var rannsókn á því hætt. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Árborg Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Hann hefur sent tilkynningu þess efnis á uppstillingarnefnd Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við fréttastofu segist Tómas hafa velt því fyrir sér undanfarna daga að bjóða fram krafta sína á framboðslista flokksins í kjördæminu. „Það er óhætt að segja að margir hafa komið að máli við mig undanfarið og rætt þau mál við mig, bæði flokksmenn og aðrir og hvatt mig til að óska eftir oddvitasætinu. Ég væri að bregðast því fólki sem að ég get kallað stuðningsmenn mína ef að ég óskaði ekki eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi,“ segir hann. „Ég óska því eftir við uppstillinganefnd að fá umboð til að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi,“ segir Tómas Ellert. Þess ber að geta að Tómas var einn dyggasti stuðningsmaður Höllu Hrundar í síðustu forsetakosningum en mun mögulega þurfa að ata kappi við hana í Alþingiskosningum. Gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins Tómas Ellert var einn af stofnfélögum Miðflokksins árið 2017 og var bæjarfulltrúi flokksins í Árborg frá 2018 til 2022 þar sem hann var meirihlutasamstarfi. Miðflokkurinn náði ekki inn fulltrúa í Árborg í sveitarstjórnarkosningum 2022. Tómas hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn og var kosningastjóri flokksins á landsvísu í Alþingiskosningum haustið 2021. Hann er nú í málefnanefnd Miðflokksins og varaformaður kjördæmafélagsins í Suðurkjördæmi. Hann snýr sér nú að landspólitíkinni. Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en yfirgaf hann strax eftir kosningar og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sakaði eiganda fasteignafélags um mútur Árið 2023 sakaði Tómas forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Heimildin hafði þá eftir Tómasi að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ sagði Tómas við Heimildina. Málið fór á borð héraðssaksóknara en á endanum var rannsókn á því hætt.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Árborg Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51