Segja loforð svikin á meðan karfan fær stærsta íþróttahús landsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 12:32 Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í sex hundruð iðkendur en aðstaðan í Íþróttaakademíunni í Krossmóa er löngu sprungin. Fimleikadeild Keflavikur Stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur segir að upp sé komin óásættanleg staða fyrir fimleikadeildina en þetta kemur fram í pistli frá stjórninni sem birtist hér inn á Vísi. Í pistlinum er farið yfir aðstöðuleysi fimleikadeildar Keflavíkur og þá staðreynd að á meðan er verið að láta körfuboltalið Njarðvíkur fá nýja og glæsilega aðstöðu þá er ekki staðið við loforð við fimleikadeildina. Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í sex hundruð iðkendur en aðstaðan í Íþróttaakademíunni í Krossmóa er löngu sprungin. Ástandið versnaði síðan enn frekar þegar Myllubakkaskóli fékk hluta af húsnæðinu vegna myglu þar. Sú ráðstöfun átti að vera tímabundin en hefur nú staðið yfir í næstum fjögur ár. Fimleikadeildin vekur athygli á því að Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur sé aðeins með þrjú hundruð iðkendur, eða helming þess sem er í fimleikum, en að hún hafi nýlega fengið afhent stærsta íþróttahús landsins. Af því að fimleikadeildinni lofað tíma í íþróttahúsinu í Akurskóla á álagstímum var farið í að fjárfesta í nýju hópfimleikagólfi, svo hægt væri að létta á álaginu í fimleikasalnum með því að bjóða upp á dansæfingar hópfimleika í Akurskóla. „Nú hefur þetta loforð verið svikið, þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hyggst halda áfram að fullnýta bæði Ljónagryfjuna og íþróttahúsið í Akurskóla samhliða fullnýtingu nýrrar Stapagryfju, og tímarnir sem fimleikadeildinni eru boðnir eru seint á kvöldin eða um helgar en ekki álagstímar í fimleikasalnum eins og lagt var upp með. Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með hópfimleikagólf sem við getum ekki nýtt,“ segir í greininni. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur farið yfir æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og segir það augljóst að nýting þessa þriggja íþróttamannvirkja er langt undir þeirri pressu sem aðrar íþróttagreinar á Suðurnesjum búa við. „Við teljum að þessi ákvörðun sé tekin með hagsmuni fárra í huga og á kostnað iðkenda fimleikadeildarinnar og hindrar okkur í að stunda okkar starfsemi á eðlilegan hátt,“ segir í greininni en hana má sjá hér fyrir ofan eða með því að smella hér. Fimleikar Körfubolti UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Sjá meira
Í pistlinum er farið yfir aðstöðuleysi fimleikadeildar Keflavíkur og þá staðreynd að á meðan er verið að láta körfuboltalið Njarðvíkur fá nýja og glæsilega aðstöðu þá er ekki staðið við loforð við fimleikadeildina. Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í sex hundruð iðkendur en aðstaðan í Íþróttaakademíunni í Krossmóa er löngu sprungin. Ástandið versnaði síðan enn frekar þegar Myllubakkaskóli fékk hluta af húsnæðinu vegna myglu þar. Sú ráðstöfun átti að vera tímabundin en hefur nú staðið yfir í næstum fjögur ár. Fimleikadeildin vekur athygli á því að Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur sé aðeins með þrjú hundruð iðkendur, eða helming þess sem er í fimleikum, en að hún hafi nýlega fengið afhent stærsta íþróttahús landsins. Af því að fimleikadeildinni lofað tíma í íþróttahúsinu í Akurskóla á álagstímum var farið í að fjárfesta í nýju hópfimleikagólfi, svo hægt væri að létta á álaginu í fimleikasalnum með því að bjóða upp á dansæfingar hópfimleika í Akurskóla. „Nú hefur þetta loforð verið svikið, þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hyggst halda áfram að fullnýta bæði Ljónagryfjuna og íþróttahúsið í Akurskóla samhliða fullnýtingu nýrrar Stapagryfju, og tímarnir sem fimleikadeildinni eru boðnir eru seint á kvöldin eða um helgar en ekki álagstímar í fimleikasalnum eins og lagt var upp með. Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með hópfimleikagólf sem við getum ekki nýtt,“ segir í greininni. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur farið yfir æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og segir það augljóst að nýting þessa þriggja íþróttamannvirkja er langt undir þeirri pressu sem aðrar íþróttagreinar á Suðurnesjum búa við. „Við teljum að þessi ákvörðun sé tekin með hagsmuni fárra í huga og á kostnað iðkenda fimleikadeildarinnar og hindrar okkur í að stunda okkar starfsemi á eðlilegan hátt,“ segir í greininni en hana má sjá hér fyrir ofan eða með því að smella hér.
Fimleikar Körfubolti UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Sjá meira