Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2024 19:46 Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur að því er virðist ákveðið að snúa aftur til Veszprém. Getty/Tom Weller Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. Frá þessu er greint á vefmiðlinum Balkan Handball og Handball Planet vísar í þá frétt og bendir á að um stórtíðindi sé að ræða. Aron sneri aftur til FH, uppeldisfélags síns, úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor. Nú virðist þessi 34 ára handboltastjarna hafa ákveðið að snúa aftur í atvinnumennsku, og það til félagsins sem hann kvaddi með frekar stormasömum hætti árið 2017, þegar hann gekk í raðir Barcelona eftir tvö ár í Ungverjalandi. Aron var á þeim tíma sagður hafa neitað að mæta á æfingu hjá Veszprém, í aðdraganda þess að hann fór til Barcelona. Hann hafi síðan sent símaskilaboð um að hann væri hættur og farinn til Íslands. Í kjölfarið varð fjandinn laus og Veszprém hótaði því að fara í mál við Aron sem hefði getað leitt til þess að hann yrði í tveggja ára banni. Sagðist hafa verið rekinn síðast Aron sagði hins vegar frá því að það hefði verið kolrangt að hann hefði aðeins sent ein skilaboð. Hann hefði verið að glíma við ákveðin persónuleg vandamál sem hann hefði þurft að takast á við, og átt gott spjall við þjálfara Veszprém. „Félagið vissi á þessum tímapunkti hvernig málum háttaði hjá mér,“ sagði Aron í viðtali við Morgunblaðið haustið 2017, og bætti við: „Þjálfarinn bað mig eftir þennan fund að segja sér hvað ég ætlaði að gera. Ég sendi honum sms-skeyti deginum eftir þar sem ég lét hann vita að ég ætlaði ekki að mæta á þessa fyrstu æfingu. Seinni partinn þennan dag er ég svo bara rekinn opinberlega frá félaginu. Ég fékk enga viðvörun heldur las ég bara um þetta í fjölmiðlum. Ég fékk algjört sjokk þegar ég sá þetta og þessi viðbrögð þeirra komu mér algjörlega í opna skjöldu og ég varð reiður.“ Eftir tímann hjá Veszprém lék Aron með Barcelona í fjögur ár og svo með Aalborg í Danmörku í tvö ár áður en hann kom heim í Hafnarfjörðinn til FH. Hann varð ungverskur meistari í tvígang með Veszprém og vann einnig ungverska bikarinn tvisvar sem og suð-austur deild Evrópu sem þá var spilað í. Hjá Veszprém hittir Aron fyrir vin sinn Bjarka Má Elísson sem fyrr í kvöld skoraði fjögur mörk fyrir liðið í sigri gegn Fredericia í Meistaradeild Evrópu. Aron vildi ekki tjá sig um málið við Vísi að svo stöddu. Ungverski handboltinn Olís-deild karla FH Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Frá þessu er greint á vefmiðlinum Balkan Handball og Handball Planet vísar í þá frétt og bendir á að um stórtíðindi sé að ræða. Aron sneri aftur til FH, uppeldisfélags síns, úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor. Nú virðist þessi 34 ára handboltastjarna hafa ákveðið að snúa aftur í atvinnumennsku, og það til félagsins sem hann kvaddi með frekar stormasömum hætti árið 2017, þegar hann gekk í raðir Barcelona eftir tvö ár í Ungverjalandi. Aron var á þeim tíma sagður hafa neitað að mæta á æfingu hjá Veszprém, í aðdraganda þess að hann fór til Barcelona. Hann hafi síðan sent símaskilaboð um að hann væri hættur og farinn til Íslands. Í kjölfarið varð fjandinn laus og Veszprém hótaði því að fara í mál við Aron sem hefði getað leitt til þess að hann yrði í tveggja ára banni. Sagðist hafa verið rekinn síðast Aron sagði hins vegar frá því að það hefði verið kolrangt að hann hefði aðeins sent ein skilaboð. Hann hefði verið að glíma við ákveðin persónuleg vandamál sem hann hefði þurft að takast á við, og átt gott spjall við þjálfara Veszprém. „Félagið vissi á þessum tímapunkti hvernig málum háttaði hjá mér,“ sagði Aron í viðtali við Morgunblaðið haustið 2017, og bætti við: „Þjálfarinn bað mig eftir þennan fund að segja sér hvað ég ætlaði að gera. Ég sendi honum sms-skeyti deginum eftir þar sem ég lét hann vita að ég ætlaði ekki að mæta á þessa fyrstu æfingu. Seinni partinn þennan dag er ég svo bara rekinn opinberlega frá félaginu. Ég fékk enga viðvörun heldur las ég bara um þetta í fjölmiðlum. Ég fékk algjört sjokk þegar ég sá þetta og þessi viðbrögð þeirra komu mér algjörlega í opna skjöldu og ég varð reiður.“ Eftir tímann hjá Veszprém lék Aron með Barcelona í fjögur ár og svo með Aalborg í Danmörku í tvö ár áður en hann kom heim í Hafnarfjörðinn til FH. Hann varð ungverskur meistari í tvígang með Veszprém og vann einnig ungverska bikarinn tvisvar sem og suð-austur deild Evrópu sem þá var spilað í. Hjá Veszprém hittir Aron fyrir vin sinn Bjarka Má Elísson sem fyrr í kvöld skoraði fjögur mörk fyrir liðið í sigri gegn Fredericia í Meistaradeild Evrópu. Aron vildi ekki tjá sig um málið við Vísi að svo stöddu.
Ungverski handboltinn Olís-deild karla FH Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira