Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2024 17:46 Alma Möller landlæknir hefur tekið stökkið í pólitíkina. vísir Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. „Mig langar að beita mér enn frekar fyrir land og þjóð. Ég er búin að vera landlæknir í sex ár og nú er tækifæri,“ segir Alma sem skýrði ákvörðun sína í viðtali sem hún veitti fréttastofu nú síðdegis. Vísir greindi frá því í dag að Alma hefði tekið ákvörðun um að gefa kost á sér. Ákvörðunin hafi verið að gerjast um nokkurn tíma, en hún hafi ekki viljað gefa hana út án þess að ræða við heilbrigðisráðherra, hennar næsta yfirmann. Bæði hafi hún leitað til Samfylkingarinnar, en einnig hafi símtöl borist henni innan út flokknum. „Auðvitað er þetta mín ákvörðun og ég gef kost á mér í Suðvesturkjördæmi,“ segir Alma sem sækist eftir 2. sæti listans. Hörð barátta stendur um oddvitasæti listans þar sem núverandi oddviti Þórunn Sveinbjarnardóttir og varaformaður flokksins til tveggja ára Guðmundur Árni Stefánsson sækjast bæði eftir sætinu. Ánægð í starfi en hrifin af áskorunum „En ef þeir sem raða á lista og forystan vilja eitthvað annað, þá má ræða það,“ segir Alma. Ekki hafi verið skynsamlegt að koma ný inn og sækjast beint eftir oddvitasæti. Varðandi störf hennar hjá Landlækni kveðst Alma munu taka sér leyfi um leið og listi flokksins verður birtur. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir myndi taka við Landlæknisembættinu á meðan. Ekki yrði vandamál að snúa aftur til starfa sem Landlæknir ef svo fer að hún nái ekki kjöri. „Ég er auðvitað ánægð í starfi, en ég hef alltaf verið hrifin af nýjum áskorunum og því að takast á við nýja hluti. Tækifærið er núna en ég gæti alveg hugsað mér að halda áfram sem Landlæknir.“ Áhersla á heilbrigðismál Rík hefð og réttur opinberra starfsmanna væri að hafa afskipti af stjórnmálum. Heilbrigðis- og lýðheilsumálin eru áherslumál Ölmu. „Þau standa augljóslega hjarta mínu næst. En auðvitað er fjöldi annarra mála og undirstaða alls er að ná taki á efnahagnum. En áhersla á heilbrigðismál og sérstaklega mál aldraðra og þeirra barna sem þurfa á þjónustu að halda yrði í forgangi. Er draumurinn að verða heilbrigðisráðherra? „Ég myndi örugglega íhuga það mjög vandlega ef það boð kæmi, en það er auðvitað ekki tímabært að hugsa um það.“ Að lokum segir hún að áhuginn hafi kviknað á pólíkinni eftir tíðar heimsóknir niður á Alþingi þar sem hún hefur gefið sitt álit fyrir hinum ýmsu nefndum. „Það hefur skapast áhugi á að prófa þennan vettvang,“ segir Alma sem vill ekki ræða samstarf flokka í næstu ríkisstjórn. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
„Mig langar að beita mér enn frekar fyrir land og þjóð. Ég er búin að vera landlæknir í sex ár og nú er tækifæri,“ segir Alma sem skýrði ákvörðun sína í viðtali sem hún veitti fréttastofu nú síðdegis. Vísir greindi frá því í dag að Alma hefði tekið ákvörðun um að gefa kost á sér. Ákvörðunin hafi verið að gerjast um nokkurn tíma, en hún hafi ekki viljað gefa hana út án þess að ræða við heilbrigðisráðherra, hennar næsta yfirmann. Bæði hafi hún leitað til Samfylkingarinnar, en einnig hafi símtöl borist henni innan út flokknum. „Auðvitað er þetta mín ákvörðun og ég gef kost á mér í Suðvesturkjördæmi,“ segir Alma sem sækist eftir 2. sæti listans. Hörð barátta stendur um oddvitasæti listans þar sem núverandi oddviti Þórunn Sveinbjarnardóttir og varaformaður flokksins til tveggja ára Guðmundur Árni Stefánsson sækjast bæði eftir sætinu. Ánægð í starfi en hrifin af áskorunum „En ef þeir sem raða á lista og forystan vilja eitthvað annað, þá má ræða það,“ segir Alma. Ekki hafi verið skynsamlegt að koma ný inn og sækjast beint eftir oddvitasæti. Varðandi störf hennar hjá Landlækni kveðst Alma munu taka sér leyfi um leið og listi flokksins verður birtur. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir myndi taka við Landlæknisembættinu á meðan. Ekki yrði vandamál að snúa aftur til starfa sem Landlæknir ef svo fer að hún nái ekki kjöri. „Ég er auðvitað ánægð í starfi, en ég hef alltaf verið hrifin af nýjum áskorunum og því að takast á við nýja hluti. Tækifærið er núna en ég gæti alveg hugsað mér að halda áfram sem Landlæknir.“ Áhersla á heilbrigðismál Rík hefð og réttur opinberra starfsmanna væri að hafa afskipti af stjórnmálum. Heilbrigðis- og lýðheilsumálin eru áherslumál Ölmu. „Þau standa augljóslega hjarta mínu næst. En auðvitað er fjöldi annarra mála og undirstaða alls er að ná taki á efnahagnum. En áhersla á heilbrigðismál og sérstaklega mál aldraðra og þeirra barna sem þurfa á þjónustu að halda yrði í forgangi. Er draumurinn að verða heilbrigðisráðherra? „Ég myndi örugglega íhuga það mjög vandlega ef það boð kæmi, en það er auðvitað ekki tímabært að hugsa um það.“ Að lokum segir hún að áhuginn hafi kviknað á pólíkinni eftir tíðar heimsóknir niður á Alþingi þar sem hún hefur gefið sitt álit fyrir hinum ýmsu nefndum. „Það hefur skapast áhugi á að prófa þennan vettvang,“ segir Alma sem vill ekki ræða samstarf flokka í næstu ríkisstjórn.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira