Fótboltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkurkýr félagsins“ Aron Guðmundsson skrifar 18. október 2024 08:03 Tími Barkar Edvardssonar í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals er að líða undir lok. Tuttugu og eins árs farsælu samstarfi að ljúka. Vísir Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fótboltanum hjá Val í framtíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fótboltinn sé mjólkurkýr félagsins. Komið að tímamótum hjá bæði Berki og knattspyrnudeild Vals. Mikið vatn runnið til sjávar frá því árið 2003, fjórtán stórir titlar unnist og umgjörð deildarinnar tekið stakkaskiptum. Það hafði blundað í Berki í tæp fimm ár að stíga til hliðar frá formannsembættinu sem er sjálfboðaliðastarf, það reyndist hins vegar erfitt. „Í einhverjum tilvikum hefur mér nánast verið bannað að hætta. Mér hefur runnið blóðið til skyldunnar og ekki viljað skilja eftir mig eitthvað sem er ekki nógu gott. Mér finnst rétti tímapunkturinn núna til þess að láta staðar numið. Reksturinn er í góðum málum. Þetta er orðið mjög umfangsmikið starf. Nánast ógjörningur að sinna þessu í sjálfboðaliðastarfi. Eftir tuttugu og eitt ár í þessu embætti geng ég mjög stoltur frá borði. Beinn í baki. Er með glæsta sögu, ég og mínir félagar sem hafa staðið með mér vaktina allan þennan tíma. Bæði í titlum talið og ekki síður í uppbyggingunni. Ég hef fengið að kynnast alveg ótrúlega flottu og góðu fólki, bæði í Val en einnig fyrir utan Val. Vini fyrir lífstíð. Er ánægður þegar að ég lít um öxl núna. Kveð mjög sáttur.“ Börkur skilur við rekstur knattspyrnudeildarinnar að eigin sögn í góðum málum þrátt fyrir að smávægilegt tap gæti orðið á rekstri knattspyrnudeildar Vals í næsta uppgjöri. Deildin á hins vegar inni áttatíu til hundrað milljónir hjá aðalstjórn félagsins í uppsöfnuðum hagnaði. Eigið fé deildarinnar er svo um 111 milljónir. Það er hins vegar mat Barkar eftir allan þennan tíma að það sé gífurlega erfitt að reka félag eins og Val. Félag með sex stór lið í boltagreinunum stóru. Handbolta, körfubolta og fótbolta sem öll vilja titla. „Þar af leiðandi þarftu bestu leikmennina, bestu þjálfarana og bestu umgjörðina. Þetta er rosalega kostnaðarsamt. Menn þurfa kannski í Val að fara stilla miðið upp á nýtt og aðlaga sig að því að þetta er nánast ógjörningur. Að leggja svona mikið í þessa sex meistaraflokka. Því að fótboltinn er mjólkurkýrin í stóru myndinni. Því það eru gríðarlegir peningar sem fylgja því Evrópusæti í fótbolta karla og kvenna, sem og að vinna titla þeim megin. Því miður er það ekki þannig í körfubolta og handbolta. Við þurfum svolítið að gæta að fótboltanum í Val. Ýta meira á og byggja meira undir hans. Leyfa honum að njóta vafans. Því þar eru stóru peningarnir og ef þeir nást þá munu þeir nýtast félaginu öllu. Eins og árangur fótboltans hefur gert.“ Viðtalið við Börk í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Einnig má hlusta á viðtalið í hlaðvarpsformi en neðar. Klippa: Börkur stígur stoltur frá borði hjá Val Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Komið að tímamótum hjá bæði Berki og knattspyrnudeild Vals. Mikið vatn runnið til sjávar frá því árið 2003, fjórtán stórir titlar unnist og umgjörð deildarinnar tekið stakkaskiptum. Það hafði blundað í Berki í tæp fimm ár að stíga til hliðar frá formannsembættinu sem er sjálfboðaliðastarf, það reyndist hins vegar erfitt. „Í einhverjum tilvikum hefur mér nánast verið bannað að hætta. Mér hefur runnið blóðið til skyldunnar og ekki viljað skilja eftir mig eitthvað sem er ekki nógu gott. Mér finnst rétti tímapunkturinn núna til þess að láta staðar numið. Reksturinn er í góðum málum. Þetta er orðið mjög umfangsmikið starf. Nánast ógjörningur að sinna þessu í sjálfboðaliðastarfi. Eftir tuttugu og eitt ár í þessu embætti geng ég mjög stoltur frá borði. Beinn í baki. Er með glæsta sögu, ég og mínir félagar sem hafa staðið með mér vaktina allan þennan tíma. Bæði í titlum talið og ekki síður í uppbyggingunni. Ég hef fengið að kynnast alveg ótrúlega flottu og góðu fólki, bæði í Val en einnig fyrir utan Val. Vini fyrir lífstíð. Er ánægður þegar að ég lít um öxl núna. Kveð mjög sáttur.“ Börkur skilur við rekstur knattspyrnudeildarinnar að eigin sögn í góðum málum þrátt fyrir að smávægilegt tap gæti orðið á rekstri knattspyrnudeildar Vals í næsta uppgjöri. Deildin á hins vegar inni áttatíu til hundrað milljónir hjá aðalstjórn félagsins í uppsöfnuðum hagnaði. Eigið fé deildarinnar er svo um 111 milljónir. Það er hins vegar mat Barkar eftir allan þennan tíma að það sé gífurlega erfitt að reka félag eins og Val. Félag með sex stór lið í boltagreinunum stóru. Handbolta, körfubolta og fótbolta sem öll vilja titla. „Þar af leiðandi þarftu bestu leikmennina, bestu þjálfarana og bestu umgjörðina. Þetta er rosalega kostnaðarsamt. Menn þurfa kannski í Val að fara stilla miðið upp á nýtt og aðlaga sig að því að þetta er nánast ógjörningur. Að leggja svona mikið í þessa sex meistaraflokka. Því að fótboltinn er mjólkurkýrin í stóru myndinni. Því það eru gríðarlegir peningar sem fylgja því Evrópusæti í fótbolta karla og kvenna, sem og að vinna titla þeim megin. Því miður er það ekki þannig í körfubolta og handbolta. Við þurfum svolítið að gæta að fótboltanum í Val. Ýta meira á og byggja meira undir hans. Leyfa honum að njóta vafans. Því þar eru stóru peningarnir og ef þeir nást þá munu þeir nýtast félaginu öllu. Eins og árangur fótboltans hefur gert.“ Viðtalið við Börk í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Einnig má hlusta á viðtalið í hlaðvarpsformi en neðar. Klippa: Börkur stígur stoltur frá borði hjá Val
Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira