Starfsstjórn með minnihluta á Alþingi tekur við síðdegis Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2024 12:13 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætir til ríkisstjórnarfundar í gær þar sem tillaga um þingrof og lausn ráðherra frá embætti voru fyrst á dagskrá. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem mynduð var í apríl verður formlega leyst frá völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag, tveimur dögum eftir að forseti Íslands samþykkti lausn hans og annarra ráðherra þeirrar ríkisstjórnar úr embætti og skipaði alla ráðherrana í starfsstjórn. Ný minnihluta-starfsstjórn tekur við völdum á Bessastöðum síðdegis. Á sunnudag boðaði Bjarni Benediktsson til fréttamannafundar þar sem hann tilkynnti að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Án þess að boða fyrst til ríkisstjórnarfundar hélt Bjarni á mánudag á fund forseta Íslands og óskaði eftir að þing yrði rofið og boðað til kosninga hinn 30. nóvember. Á þriðjudag hélt Bjarni aftur á Bessastaði til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð við beiðni Bjarna um þingrof og kosningar og lausn allra ráðherra. Jafnframt skipaði forsetinn alla ráðherrana í svo kallaða starfsstjórn. Að þeim gjörningi loknum var forsetinn spurð um stöðu Vinstri grænna. Halla Tómasdóttir forseti Íslands samþykkir afsögn þriggja ráðherra Vinstri grænna öðru sinni á ríkisráðsfundi í dag.Vísir/Vilhelm Bara eitt forseti, veistu til þess hvort að vinstri græn ætli að vera í ríkisstjórninni, þessari starfsstjórn? „Það er ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir en vinstri græn verða að ræða við forsætisráðherra Íslands fljótt," sagði forsetinn. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna hafði lýst því opinberlega yfir áður en forseti íslands skipaði starfsstjórnina að vinstri græn ætluðu ekki að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hafði þetta að segja á Bessastöðum í fyrradag um stöðu Vinstri grænna eftir að forsetinn hafði skipað alla ráðherra fyrri stjórnar í starfsstjórnina. Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar var mynduð á þriðjudag með ráðherrum Vinstri grænna án samþykkis þeirra.Vísir/Vilhelm Þurfa þá ráðherrar Vinstri grænna, ef þeir ætla ekki að vera með, formlega að segja af sér ráðherradómi? „Nú kannast ég ekki við að það hafi gerst, jú það er eitthvert eitt fordæmi fyrir því að ráðherra hafi horfið til dómaraembættis. En það kæmi mér verulega á óvart ef ráðherrar, sem hafa jú ríkum skyldum að gegna, verði ekki við beiðni um að sitja í starfsstjórn. Það þætti mér afar sérstök niðurstaða hjá viðkomandi ráðherrum," sagði Bjarni. Í 16. grein stjórnarskrárinnar segir að „Lög og mikilvægar stjórnarráðsathafnir skuli bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“ Í 17. grein stjórnarskrárinnar segir síðan að „Ráðherrafundi (eða ríkisstjórnarfundi) skuli halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.“ Þingrof og lausn ráðherra frá embætti hlýtur að teljast „mikilvægt stjórnarmálefni.“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir forsætisráðherra hafa tekið ákvarðanir um þingrof og lausn frá embætti án þess að ræða það í ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir sagði þetta á Alþingi nú fyrir hádegi í umræðum um þingrof og alþingiskosningar: „Forsætisráðherra gerði framangreindar ráðstafnir allar án þess að þær hafi fyrst verið ræddar í ríkisstjórn. Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo í raun ekki fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlega ríkisstjórnarskipti fara fram," sagði Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Á sunnudag boðaði Bjarni Benediktsson til fréttamannafundar þar sem hann tilkynnti að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Án þess að boða fyrst til ríkisstjórnarfundar hélt Bjarni á mánudag á fund forseta Íslands og óskaði eftir að þing yrði rofið og boðað til kosninga hinn 30. nóvember. Á þriðjudag hélt Bjarni aftur á Bessastaði til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð við beiðni Bjarna um þingrof og kosningar og lausn allra ráðherra. Jafnframt skipaði forsetinn alla ráðherrana í svo kallaða starfsstjórn. Að þeim gjörningi loknum var forsetinn spurð um stöðu Vinstri grænna. Halla Tómasdóttir forseti Íslands samþykkir afsögn þriggja ráðherra Vinstri grænna öðru sinni á ríkisráðsfundi í dag.Vísir/Vilhelm Bara eitt forseti, veistu til þess hvort að vinstri græn ætli að vera í ríkisstjórninni, þessari starfsstjórn? „Það er ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir en vinstri græn verða að ræða við forsætisráðherra Íslands fljótt," sagði forsetinn. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna hafði lýst því opinberlega yfir áður en forseti íslands skipaði starfsstjórnina að vinstri græn ætluðu ekki að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hafði þetta að segja á Bessastöðum í fyrradag um stöðu Vinstri grænna eftir að forsetinn hafði skipað alla ráðherra fyrri stjórnar í starfsstjórnina. Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar var mynduð á þriðjudag með ráðherrum Vinstri grænna án samþykkis þeirra.Vísir/Vilhelm Þurfa þá ráðherrar Vinstri grænna, ef þeir ætla ekki að vera með, formlega að segja af sér ráðherradómi? „Nú kannast ég ekki við að það hafi gerst, jú það er eitthvert eitt fordæmi fyrir því að ráðherra hafi horfið til dómaraembættis. En það kæmi mér verulega á óvart ef ráðherrar, sem hafa jú ríkum skyldum að gegna, verði ekki við beiðni um að sitja í starfsstjórn. Það þætti mér afar sérstök niðurstaða hjá viðkomandi ráðherrum," sagði Bjarni. Í 16. grein stjórnarskrárinnar segir að „Lög og mikilvægar stjórnarráðsathafnir skuli bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“ Í 17. grein stjórnarskrárinnar segir síðan að „Ráðherrafundi (eða ríkisstjórnarfundi) skuli halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.“ Þingrof og lausn ráðherra frá embætti hlýtur að teljast „mikilvægt stjórnarmálefni.“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir forsætisráðherra hafa tekið ákvarðanir um þingrof og lausn frá embætti án þess að ræða það í ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir sagði þetta á Alþingi nú fyrir hádegi í umræðum um þingrof og alþingiskosningar: „Forsætisráðherra gerði framangreindar ráðstafnir allar án þess að þær hafi fyrst verið ræddar í ríkisstjórn. Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo í raun ekki fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlega ríkisstjórnarskipti fara fram," sagði Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira