Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2024 22:46 Þórunn og Guðmundur Árni ætla sér bæði að leiða lista Samfylkingarinnar í Kraganum. vísir Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. Þórunn, sem leiddi listann í kosningunum 2021, staðfestir þetta við fréttastofu. Enn á eftir að taka ákvörðun innan kjördæmisráðs um það hvaða aðferð verði notuð við uppstillingu lista. „Okkur er skammtaður mjög naumur tími til að raða á lista,“ segir Þórunn. Þið eruð tvö sem stefnið á oddvitasætið. Hvernig meturðu þessa baráttu? „Það er svo sem ekkert um hana að segja. Það fer eftir því hvaða aðferð verður notuð við að raða á listann, hvernig hún fer fram. Ef það verður í höndum uppstillingarnefndar, þá fær nefndin það verkefni. Ég sækist eftir forystusæti á þessum lista og hlakka til baráttunnar, sem og kosningabaráttunnar. Ég er vonglöð um gott gengi fyrir hönd Samfylkingarinnar.“ Og vongóð um að fá oddvitasætið aftur? „Ég er alltaf vongóð um það. Það er auðvitað alltaf í höndum félaga minna að ákveða hvernig framboðslistarnir líta út. Þannig er það í lýðræðislegum stjórnmálaflokkum.“ Hún segist engar átakalínur hafa myndast hér á milli þess sem kallað hefur verið „nýja og gamla Samfylkingin“. Guðmundur Árni sneri sjálfur eftir sextán ára hlé fyrir tveimur og hálfu ári síðan og var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar árið 2022. Myndirðu sætta þig við annað eða þriðja sætið, eða hvernig sem það yrði? „Ég get ekkert sagt til um það núna, það kemur bara í ljós. Fyrst þarf að ákveða aðferð og svo raða upp. Og síðan þarf að samþykkja lista.“ „Ég vona bara að við sjáum breytingar til batnaðar í íslensku samfélagi að loknum þessum alþingiskosningum,“ segir Þórunn að lokum. Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31 Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25 Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þórunn, sem leiddi listann í kosningunum 2021, staðfestir þetta við fréttastofu. Enn á eftir að taka ákvörðun innan kjördæmisráðs um það hvaða aðferð verði notuð við uppstillingu lista. „Okkur er skammtaður mjög naumur tími til að raða á lista,“ segir Þórunn. Þið eruð tvö sem stefnið á oddvitasætið. Hvernig meturðu þessa baráttu? „Það er svo sem ekkert um hana að segja. Það fer eftir því hvaða aðferð verður notuð við að raða á listann, hvernig hún fer fram. Ef það verður í höndum uppstillingarnefndar, þá fær nefndin það verkefni. Ég sækist eftir forystusæti á þessum lista og hlakka til baráttunnar, sem og kosningabaráttunnar. Ég er vonglöð um gott gengi fyrir hönd Samfylkingarinnar.“ Og vongóð um að fá oddvitasætið aftur? „Ég er alltaf vongóð um það. Það er auðvitað alltaf í höndum félaga minna að ákveða hvernig framboðslistarnir líta út. Þannig er það í lýðræðislegum stjórnmálaflokkum.“ Hún segist engar átakalínur hafa myndast hér á milli þess sem kallað hefur verið „nýja og gamla Samfylkingin“. Guðmundur Árni sneri sjálfur eftir sextán ára hlé fyrir tveimur og hálfu ári síðan og var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar árið 2022. Myndirðu sætta þig við annað eða þriðja sætið, eða hvernig sem það yrði? „Ég get ekkert sagt til um það núna, það kemur bara í ljós. Fyrst þarf að ákveða aðferð og svo raða upp. Og síðan þarf að samþykkja lista.“ „Ég vona bara að við sjáum breytingar til batnaðar í íslensku samfélagi að loknum þessum alþingiskosningum,“ segir Þórunn að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31 Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25 Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31
Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25
Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48