„Play verður áfram íslenskt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 19:33 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play mun ráðast í umfangsmiklar breytingar og dregur úr verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi mun fækka, og sótt um flugrekstrarleyfi erlendis. Play greindi frá breytingunum nú síðdegis, eftir lokun markaða. Forstjóri félagsins segir að kjarninn í starfsemi félagsins hafi verið að tengja saman borgir í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu, en minni áhersla hafi verið lögð á flug til Suður-Evrópu og Kanaríeyja. Nú verði þessi snúið við. „Þannig að það verði svona lykilþátturinn í starfseminni, að fljúga héðan og til Suður-Evrópu, og auðvitað til baka aftur. En að talsvert minni þáttur starfsemi félagsins verði fólginn í því að fljúga fólki yfir Atlantshafið með viðkomu í Keflavík,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Þurfa annað leyfi til að ráða erlendar áhafnir Þær vélar sem Play hafi nú yfir að ráða séu fullmargar miðað við breyttar áherslur. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið vegna breytinganna, sem Einar segir ekki koma að fullu til framkvæmda fyrr en eftir um það bil eitt ár. „Það verður ekki hagkvæmt að reka flugvélar fyrir aðra flugrekendur, nema þá með áhöfnum sem eru staðbundnar, sem eru á þeim stað þaðan sem vélin er gerð út. Við þurfum annað flugrekstrarleyfi til þess.“ Fækkun hjá félaginu sem þó verði áfram íslenskt Þó að flugrekstrarleyfið sé Maltneskt þarf hvorki að vera að umframvélarnar umræddu fljúgi þaðan, né að áhafnirnar verði maltneskar. Þær verða þó ekki íslenskar. Þurfið þið þá að ráðast í uppsagnir á því fólki sem fyrir er hér? „Það er nú nokkur starfsmannavelta í félaginu, og mikið ungt fólk sem vinnur hjá okkur og svona. Þannig að ég á von á því að meiri hluti þeirrar fækkunar sem óhjákvæmilega verður með þessu, eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu,“ segir Einar. Hann vill girða fyrir allan misskilning um að félagið sé alfarið að færa starfsemi sína úr landi. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Play greindi frá breytingunum nú síðdegis, eftir lokun markaða. Forstjóri félagsins segir að kjarninn í starfsemi félagsins hafi verið að tengja saman borgir í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu, en minni áhersla hafi verið lögð á flug til Suður-Evrópu og Kanaríeyja. Nú verði þessi snúið við. „Þannig að það verði svona lykilþátturinn í starfseminni, að fljúga héðan og til Suður-Evrópu, og auðvitað til baka aftur. En að talsvert minni þáttur starfsemi félagsins verði fólginn í því að fljúga fólki yfir Atlantshafið með viðkomu í Keflavík,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Þurfa annað leyfi til að ráða erlendar áhafnir Þær vélar sem Play hafi nú yfir að ráða séu fullmargar miðað við breyttar áherslur. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið vegna breytinganna, sem Einar segir ekki koma að fullu til framkvæmda fyrr en eftir um það bil eitt ár. „Það verður ekki hagkvæmt að reka flugvélar fyrir aðra flugrekendur, nema þá með áhöfnum sem eru staðbundnar, sem eru á þeim stað þaðan sem vélin er gerð út. Við þurfum annað flugrekstrarleyfi til þess.“ Fækkun hjá félaginu sem þó verði áfram íslenskt Þó að flugrekstrarleyfið sé Maltneskt þarf hvorki að vera að umframvélarnar umræddu fljúgi þaðan, né að áhafnirnar verði maltneskar. Þær verða þó ekki íslenskar. Þurfið þið þá að ráðast í uppsagnir á því fólki sem fyrir er hér? „Það er nú nokkur starfsmannavelta í félaginu, og mikið ungt fólk sem vinnur hjá okkur og svona. Þannig að ég á von á því að meiri hluti þeirrar fækkunar sem óhjákvæmilega verður með þessu, eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu,“ segir Einar. Hann vill girða fyrir allan misskilning um að félagið sé alfarið að færa starfsemi sína úr landi. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira