Í maí síðastliðnum fann Serena þykkildi á hálsinum. Hún fór í myndatöku og var í kjölfarið tjáð að ekki þyrfti að fjarlægja þykkildið nema hún vildi það.
Þykkildið hélt hins vegar áfram að stækka. Serena fór í frekari skoðanir sem leiddu í ljós að ekki var um krabbamein að ræða en hún var samt ráðlagt að láta fjarlægja þykkildið.
Eftir aðgerðina deildi Serena myndbandi með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Þar sagði hún að allt hefði gengið vel og heilsan væri góð.
Serena vann 23 risatitla í einliðaleik á ferlinum auk fjórtán titla í tvíliðaleik ásamt eldri systur sinni, Venus.