Brady samþykktur en þarf að fylgja ströngum reglum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 11:02 Tom Brady þarf heldur betur að passa hvað hann segir á Fox Sports. Getty/ Kevin Sabitus Tom Brady var í gær samþykktur sem nýr hluteigandi í NFL félaginu Las Vegas Raiders. Það mun þó trufla starfið hans sem sjónvarpslýsenda. Brady er lifandi goðsögn og er að flestum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Hann setti skóna upp á hillu eftir 2022 tímabilið eftir að hafa unnið sjö NFL-titla á 23 tímabilum. Brady starfar nú sem lýsandi hjá Fox Sports en hann fékk 375 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða 51 milljarð íslenskra króna. Brady hagnaðist líka vel á ferli sínum og hefur verið að fjárfesta í íþróttafélögum eins og sem dæmi enska fótboltafélaginu Birmingham. Þar sem að Brady er orðinn eigandi að Raiders þá fær hann ekki lengur að halda fjölmiðlaaðgengi sínu. Lýsendur hjá stóru stöðvunum í Bandaríkjunum hafa mikið aðgengi að æfingum og leikmönnum félagana dagana fyrir útsendingu. Það er núna úr sögunni hjá Brady nú þegar hann tengist einu félaginu. Brady þarf því hér eftir að fylgja mjög ströngum reglum og það er ekki hægt að sjá annað en að það muni hafa mikil áhrif á það sem hann segir í lýsingum sínum. Brady má ekki koma inn í höfuðstöðvar annarra félaga og má ekki fylgjast með æfingum annarra liða. Hann má heldur ekki taka þátt í fundum með leikmönnum og þjálfurum liða í aðdraganda útsendinga. Hann má heldur ekki gagnrýna dómara eða önnur félög. Hann verður líka að passa hvað hann segir því hann má ekki nota vettvang sinn til að reyna að veiða leikmenn í sitt félag. Reglurnar má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NFL Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Brady er lifandi goðsögn og er að flestum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Hann setti skóna upp á hillu eftir 2022 tímabilið eftir að hafa unnið sjö NFL-titla á 23 tímabilum. Brady starfar nú sem lýsandi hjá Fox Sports en hann fékk 375 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða 51 milljarð íslenskra króna. Brady hagnaðist líka vel á ferli sínum og hefur verið að fjárfesta í íþróttafélögum eins og sem dæmi enska fótboltafélaginu Birmingham. Þar sem að Brady er orðinn eigandi að Raiders þá fær hann ekki lengur að halda fjölmiðlaaðgengi sínu. Lýsendur hjá stóru stöðvunum í Bandaríkjunum hafa mikið aðgengi að æfingum og leikmönnum félagana dagana fyrir útsendingu. Það er núna úr sögunni hjá Brady nú þegar hann tengist einu félaginu. Brady þarf því hér eftir að fylgja mjög ströngum reglum og það er ekki hægt að sjá annað en að það muni hafa mikil áhrif á það sem hann segir í lýsingum sínum. Brady má ekki koma inn í höfuðstöðvar annarra félaga og má ekki fylgjast með æfingum annarra liða. Hann má heldur ekki taka þátt í fundum með leikmönnum og þjálfurum liða í aðdraganda útsendinga. Hann má heldur ekki gagnrýna dómara eða önnur félög. Hann verður líka að passa hvað hann segir því hann má ekki nota vettvang sinn til að reyna að veiða leikmenn í sitt félag. Reglurnar má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NFL Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira