Börkur hættir hjá Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2024 14:22 Börkur Edvardsson ætlar að láta staðar numið í stjórn knattspyrnudeildar Vals. vísir/sigurjón Börkur Edvardsson ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns eða stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á næsta haustfundi félagsins 21. október. Um talsverð tímamót er að ræða því Börkur tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 og hefur setið þar síðan þá. Lengst af hefur hann verið formaður knattspyrnudeildar en nú verður breyting á. „Ég hef ákveðið að láta staðar numið eftir 21 ár í sjálfboðaliðastarfi og mun ekki bjóða mig fram til formanns né til stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á komandi haustfundi félagsins sem haldinn verður 21. október,“ skrifar Börkur í löngum pistli á Facebook. „Á þeim árum sem ég hef verið formaður og stjórnarmaður hafa unnist yfir 70 titlar þar af 24 stórir titlar, 14 Íslandsmeistaratitlar og 10 bikarameistaratitlar. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 að ég ætti eftir að endast í 21 ár sem formaður og stjórnarmaður knattspyrnudeildar, sem stjórnarmaður aðalstjórnar og varaformaður félagsins sem ég gengdi í eitt tímabil. Ég er stoltur og þakklátur að hafa stýrt knattspyrnudeild Vals á sigursælasta tímabili í sögu félagsins og það með mínum bestu vinum og fjölskyldu.“ Börkur fer yfir tíma sinn hjá Val í pistlinum og kemur víða við. Hann segir mikið hafa breyst hjá Val síðan hann byrjaði að starfa fyrir félagið fyrir rúmum tuttugu árum. „Árið 2003 og árin þar á undan hafði umhverfið verið erfitt hjá Val. Aðstöðuleysi, innviðar fúnir,fjárhagsleg vandræði og hnignun blasti við. Meistaraflokkur karla flakkaði á milli deilda og áttum við til að mynda ekki til bolta á æfingar, vesti eða keppnisbúninga. Þetta var ekki Valur sem ég var alinn upp við,“ skrifar Börkur en tímabilið 2003 féll karlalið Vals úr efstu deild, í þriðja sinn á sex árum. Eftir það tímabil tók Börkur við sem formaður knattspyrnudeildar Vals. Vantar yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Börkur tók við formennsku í knattspyrnudeild Vals fyrir 21 ári og öll aðstaða og umgjörð hjá félaginu hefur tekið miklum breytingum. Þrátt fyrir það segir Börkur að Valsmenn þurfi að gefa enn meira í og ráða í tvær nýjar stöður í knattspyrnudeildinni. „Þrátt fyrir að mikil velgengni hafi einkennt þessi ár þá hefur þetta reynt á mann sjálfan og fólkið í kringum mann. Það fer gríðarlegur tími og mikil orka í að halda starfi sem þessu gangandi. Eftir allan þennan tíma met ég það svo að það sé ekki lengur hægt að leggja slíka vinnu á sjálfboðaliða. Það er mikilvægt að Valur ráði yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar en tillögur um slíkt hafa verið lagðar fram,“ skrifar Börkur en pistilinn má lesa hér fyrir ofan. Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Segir að það hafi verið mistök að reka Willum Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009. 23. nóvember 2021 09:00 „Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01 „Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Um talsverð tímamót er að ræða því Börkur tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 og hefur setið þar síðan þá. Lengst af hefur hann verið formaður knattspyrnudeildar en nú verður breyting á. „Ég hef ákveðið að láta staðar numið eftir 21 ár í sjálfboðaliðastarfi og mun ekki bjóða mig fram til formanns né til stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á komandi haustfundi félagsins sem haldinn verður 21. október,“ skrifar Börkur í löngum pistli á Facebook. „Á þeim árum sem ég hef verið formaður og stjórnarmaður hafa unnist yfir 70 titlar þar af 24 stórir titlar, 14 Íslandsmeistaratitlar og 10 bikarameistaratitlar. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 að ég ætti eftir að endast í 21 ár sem formaður og stjórnarmaður knattspyrnudeildar, sem stjórnarmaður aðalstjórnar og varaformaður félagsins sem ég gengdi í eitt tímabil. Ég er stoltur og þakklátur að hafa stýrt knattspyrnudeild Vals á sigursælasta tímabili í sögu félagsins og það með mínum bestu vinum og fjölskyldu.“ Börkur fer yfir tíma sinn hjá Val í pistlinum og kemur víða við. Hann segir mikið hafa breyst hjá Val síðan hann byrjaði að starfa fyrir félagið fyrir rúmum tuttugu árum. „Árið 2003 og árin þar á undan hafði umhverfið verið erfitt hjá Val. Aðstöðuleysi, innviðar fúnir,fjárhagsleg vandræði og hnignun blasti við. Meistaraflokkur karla flakkaði á milli deilda og áttum við til að mynda ekki til bolta á æfingar, vesti eða keppnisbúninga. Þetta var ekki Valur sem ég var alinn upp við,“ skrifar Börkur en tímabilið 2003 féll karlalið Vals úr efstu deild, í þriðja sinn á sex árum. Eftir það tímabil tók Börkur við sem formaður knattspyrnudeildar Vals. Vantar yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Börkur tók við formennsku í knattspyrnudeild Vals fyrir 21 ári og öll aðstaða og umgjörð hjá félaginu hefur tekið miklum breytingum. Þrátt fyrir það segir Börkur að Valsmenn þurfi að gefa enn meira í og ráða í tvær nýjar stöður í knattspyrnudeildinni. „Þrátt fyrir að mikil velgengni hafi einkennt þessi ár þá hefur þetta reynt á mann sjálfan og fólkið í kringum mann. Það fer gríðarlegur tími og mikil orka í að halda starfi sem þessu gangandi. Eftir allan þennan tíma met ég það svo að það sé ekki lengur hægt að leggja slíka vinnu á sjálfboðaliða. Það er mikilvægt að Valur ráði yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar en tillögur um slíkt hafa verið lagðar fram,“ skrifar Börkur en pistilinn má lesa hér fyrir ofan.
Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Segir að það hafi verið mistök að reka Willum Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009. 23. nóvember 2021 09:00 „Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01 „Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Segir að það hafi verið mistök að reka Willum Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009. 23. nóvember 2021 09:00
„Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01
„Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30