Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. október 2024 18:01 Herdís Mjöll, Hrafnhildur Marta, Sólveig Steinþórsdóttir, Guðbjartur Hákonarson, Bjarni Frímann og Níels Thibaud voru með barokk á klúbbnum á State of the art. State of the art Listahátíðin State of the Art fór fram í fyrsta sinn með pompi og prakt í síðustu viku. Á hátíðinni kenndi ýmissa grasa en þar komu fram Bríet, ADHD, Miguel Atwood-Ferguson, kammersveitin Elja og fleiri. Fjölbreyttir og óhefðbundnir viðburðir heilluðu mikinn fjölda fólks sem sótti hátíðina. Hátíðin fór fram víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, Ásmundarsalur opnaði dyrnar fyrir málstofu um raftónlist, næturklúbburinn AUTO hýsti Barokk á klúbbnum og Bjarni Frímann hélt píanótónleika á verkstæðinu Highland Trucks. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Nýtt samhengi fyrir fjölbreytta tónlist Í fréttatilkynningu segir að mæting á hátíðina hafi verið til fyrirmyndar og gleðin allsráðandi. „Eftir frábærar viðtökur fyrstu hátíðarinnar hafa aðstandendur þegar hafið skipulagningu næstu hátíðar. Þegar er hægt að kaupa passa á næstu hátíð á góðum kjörum eða „super early bird” verði fyrir næsta haust. State of the Art er stofnuð í þeim tilgangi að skapa nýjan vettvang til aukins samstarfs milli listamanna, auka blöndun strauma og stefna og leita að nýju samhengi fyrir tónlist á ýmsum aldri. Hún er ekki bundin við eina ákveðna tónlistar- eða listastefnu heldur setur sígilda tónlist í nýtt samhengi, blandar saman listamönnum úr mismunandi stefnum og setur listafólk sem aldrei hefur unnið saman áður í nýjar aðstæður. Nafn hátíðarinnar hefur tvíþætta merkingu: Orðasambandið State of the Art er gjarnan notað um nýjustu tækni og vísindi, það sem efst er á baugi. Í sömu andrá beinir það sjónum að núverandi ástandi í listinni og tengist þannig meginstefi hátíðarinnar, sem er samtími. Á dagskrá hátíðarinnar mætast ný verk og gömul á framandi fleti. Þegar rætt er um samtímalist eiga mörg það til að tengja hugtakið við eitthvað sem þykir krefjandi fyrir augu og eyru. State of the Art skorar þau hugrenningatengsl á hólm og hefur léttleikann í fyrirrúmi í grafalvarlegri glímu sinni við samtímann.“ Vinna vel saman Að hátíðinni standa Bjarni Frímann Bjarnason, Bergur Þórisson og Magnús Jóhann Ragnarsson. Sín á milli hafa þeir viðamikla reynslu af ýmis konar tónlist. „Bergur er básúnuleikari, upptökustjóri og fleira. Hann hefur meðal annars starfað sem tónlistarstjóri Bjarkar Guðmundsdóttir undanfarin sjö ár, auk þess að vera einn stofnenda Reykjavík Recording Orkestra í Hörpu. Magnús er píanóleikari og athafnamikill tónlistarmaður á íslandi í dag en hann fæst við tónsmíðar, upptökustjórn og tónlistarflutning í frjálsum djassi, rappi, poppi og ýmsu öðru. Bjarni er hljómsveitarstjóri og tónskáld sem hefur komið víða við í tónlistinni, en sígild tónlist á hug hans allan. Nýverið var Bjarni ráðinn sem listrænn stjórnandi hjá Bit20 hljómsveitinni í Bergen. Þremenningarnir ásamt Sverri Páli Sverrissyni eru stofnendur hátíðarinnar. Sverrir lauk meistaranámi í verkefnastjórnun árið 2021 og hefur síðan þá fengist við fjölda viðburða, tónleika, leiksýningar og fleira.“ Hér má sjá vel valdar myndir frá hátíðinni eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur, Magnús Jóhann Ragnarsson, Kjartan Hreinsson og Birtu Stefánsdóttur: Barokk á klúbbnum var haldið á skemmtistaðnum Auto.State of the art Bríet og jazz sveitin ADHD komu fram á State of the art.State of the art Miguel Atwood Ferguson.State of the art Snorri Sigfús og CAPUT.State of the art Listamennirnir tilbúnir fyrir barokkið.State of the art Sigurður Bjarki Gunnarsson.State of the art Glæsilegur hópur að stíga á svið á Auto.State of the art Miguel og Elja í Fríkirkjunni.State of the art Tumi Árnason og Bergrún Snæbjörnsdóttir.State of the art Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir í gír á klúbbnum.State of the art Magnús Jóhann og Steingrímur Gauti sameinuðu myndlist og tónlist.State of the art Bríet og ADHD í Hörpu.State of the art Magnús Jóhann og Guðni Franzson.State of the art Björg Brjánsdóttir og Bergur Þórisson.State of the art Bríet og ADHD voru með einstakt performans.State of the art Tónskálda hringekjan.State of the art Reykvél og stemmari á Auto.State of the art Bjarni Frímann lék á flygilinn á bifreiðaverkstæði.State of the art Miguel Atwood Ferguson og Thomas Stankiewicz.State of the art Bjarni Frímann glæsilegur.State of the art State of the art fer aftur fram næsta haust.State of the art Tónlist Tónleikar á Íslandi Sýningar á Íslandi Menning Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Hátíðin fór fram víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, Ásmundarsalur opnaði dyrnar fyrir málstofu um raftónlist, næturklúbburinn AUTO hýsti Barokk á klúbbnum og Bjarni Frímann hélt píanótónleika á verkstæðinu Highland Trucks. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Nýtt samhengi fyrir fjölbreytta tónlist Í fréttatilkynningu segir að mæting á hátíðina hafi verið til fyrirmyndar og gleðin allsráðandi. „Eftir frábærar viðtökur fyrstu hátíðarinnar hafa aðstandendur þegar hafið skipulagningu næstu hátíðar. Þegar er hægt að kaupa passa á næstu hátíð á góðum kjörum eða „super early bird” verði fyrir næsta haust. State of the Art er stofnuð í þeim tilgangi að skapa nýjan vettvang til aukins samstarfs milli listamanna, auka blöndun strauma og stefna og leita að nýju samhengi fyrir tónlist á ýmsum aldri. Hún er ekki bundin við eina ákveðna tónlistar- eða listastefnu heldur setur sígilda tónlist í nýtt samhengi, blandar saman listamönnum úr mismunandi stefnum og setur listafólk sem aldrei hefur unnið saman áður í nýjar aðstæður. Nafn hátíðarinnar hefur tvíþætta merkingu: Orðasambandið State of the Art er gjarnan notað um nýjustu tækni og vísindi, það sem efst er á baugi. Í sömu andrá beinir það sjónum að núverandi ástandi í listinni og tengist þannig meginstefi hátíðarinnar, sem er samtími. Á dagskrá hátíðarinnar mætast ný verk og gömul á framandi fleti. Þegar rætt er um samtímalist eiga mörg það til að tengja hugtakið við eitthvað sem þykir krefjandi fyrir augu og eyru. State of the Art skorar þau hugrenningatengsl á hólm og hefur léttleikann í fyrirrúmi í grafalvarlegri glímu sinni við samtímann.“ Vinna vel saman Að hátíðinni standa Bjarni Frímann Bjarnason, Bergur Þórisson og Magnús Jóhann Ragnarsson. Sín á milli hafa þeir viðamikla reynslu af ýmis konar tónlist. „Bergur er básúnuleikari, upptökustjóri og fleira. Hann hefur meðal annars starfað sem tónlistarstjóri Bjarkar Guðmundsdóttir undanfarin sjö ár, auk þess að vera einn stofnenda Reykjavík Recording Orkestra í Hörpu. Magnús er píanóleikari og athafnamikill tónlistarmaður á íslandi í dag en hann fæst við tónsmíðar, upptökustjórn og tónlistarflutning í frjálsum djassi, rappi, poppi og ýmsu öðru. Bjarni er hljómsveitarstjóri og tónskáld sem hefur komið víða við í tónlistinni, en sígild tónlist á hug hans allan. Nýverið var Bjarni ráðinn sem listrænn stjórnandi hjá Bit20 hljómsveitinni í Bergen. Þremenningarnir ásamt Sverri Páli Sverrissyni eru stofnendur hátíðarinnar. Sverrir lauk meistaranámi í verkefnastjórnun árið 2021 og hefur síðan þá fengist við fjölda viðburða, tónleika, leiksýningar og fleira.“ Hér má sjá vel valdar myndir frá hátíðinni eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur, Magnús Jóhann Ragnarsson, Kjartan Hreinsson og Birtu Stefánsdóttur: Barokk á klúbbnum var haldið á skemmtistaðnum Auto.State of the art Bríet og jazz sveitin ADHD komu fram á State of the art.State of the art Miguel Atwood Ferguson.State of the art Snorri Sigfús og CAPUT.State of the art Listamennirnir tilbúnir fyrir barokkið.State of the art Sigurður Bjarki Gunnarsson.State of the art Glæsilegur hópur að stíga á svið á Auto.State of the art Miguel og Elja í Fríkirkjunni.State of the art Tumi Árnason og Bergrún Snæbjörnsdóttir.State of the art Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir í gír á klúbbnum.State of the art Magnús Jóhann og Steingrímur Gauti sameinuðu myndlist og tónlist.State of the art Bríet og ADHD í Hörpu.State of the art Magnús Jóhann og Guðni Franzson.State of the art Björg Brjánsdóttir og Bergur Þórisson.State of the art Bríet og ADHD voru með einstakt performans.State of the art Tónskálda hringekjan.State of the art Reykvél og stemmari á Auto.State of the art Bjarni Frímann lék á flygilinn á bifreiðaverkstæði.State of the art Miguel Atwood Ferguson og Thomas Stankiewicz.State of the art Bjarni Frímann glæsilegur.State of the art State of the art fer aftur fram næsta haust.State of the art
Tónlist Tónleikar á Íslandi Sýningar á Íslandi Menning Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið